Ólafur Ragnar átti fund með forsætiráðherra Kína /Gott mál ekki gerir Ríkisstjórin það!!!

Ólafur Ragnar átti fund með forsætiráðherra Kína
Innlent | mbl.is | 13.9.2010 | 7:39

Ólafur Ragnar Grímsson og Wen Jiabao.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í morgun fund með Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína í borginni Tianjin. Kínverska fréttastofan Xinhua hefur eftir Wen, að hann vonist til að tengsl landanna muni eflast og komast á nýtt stig en 40 ár verða á næsta ári liðin frá því löndin tóku upp stjórnmálasamband.

Að sögn Xinhua sagði Wen að samskipti landanna tveggja hefðu einkennst af jafnræði, gagnkvæmri virðingu og stuðningi.  Vonandi myndu löndin vinna auka samvinnu og viðskipti sín og nefndi einkum samvinnu við jarðhitanýtingu og rannsóknir á jöklum, eldfjöllum og heimskautasvæðum til að öðlast dýpri skilning á loftslagsbreytingum.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands ítrekaði  Wen að kínversk stjórnvöld hefðu ákveðið að styðja Ísland sérstaklega á tímum efnahagslegra erfiðleika og væri gjaldeyrisskiptasamningurinn milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands sem undirritaður var í sumar mikilvægur hornsteinn slíks samstarfs. Kínverjar myndu innan þess ramma leggja kapp á aukinn innflutning á íslenskum vörum og víðtækt samstarf við íslensk verkfræðifyrirtæki og orkufyrirtæki sem stuðla myndi að aukinni þátttöku þeirra í jarðhitavæðingu Kína. Það væri einlæg von kínverskra stjórnvalda að slíkt fjölþætt samstarf, bæði á sviði peningamála, viðskipta og framkvæmda, myndi auðvelda endurreisn íslensks efnahagslífs.

Ólafur Ragnar þakkaði Wen, að sögn Xinhua, fyrir þá aðstoð sem Kínverjar hefðu veitt Íslendingum þegar þeir takast á við afleiðingar fjármálakreppunnar. Sagði hann að Íslendingar litu á Kínverja sem trausta vini.

Þeir Ólafur Ragnar og Wen sækja fund Alþjóðaheimsviðskiptaráðsins, sem haldinn er í Tianjin. Fundinn sitja um 1400 fulltrúar frá 88 ríkjum.////þetta er það sem  koma skal ,að við höfum góð viðskipti við Kínverja i stórum stíl,og þarna  er framtíðin með venslun og viðskisipti!!!! /það er alltaf verið að skíta i Forseta vorn um að hann se´að ger það sem  honum ekki ber en það er það sem hann á að ger að mínu álit,og vel það !!!enda hefur hann gert mikið fyrir okkar utanríkisviskpti,hvað  sem hver segir ,verið að bera á hann hann hefi veri bara útrásarvikingum innan handar það er ekki svo als ekki,það er skiljanlegt að samfylking skuli hunda þetta þvi þetta andstætt þeirr ESB umsóknum þá fáum við engu um þetta að segja!!!!EN þessi viðskipti get skipt sköpun fyrir okkur og það gott/Halli gamli 


mbl.is Ólafur Ragnar átti fund með forsætiráðherra Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1045742

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband