26.10.2010 | 14:53
Enn óljóst með jólasálmana/ Guð fyrirgefi þeim þeir vita ekki hvað þeir gjöra !!!!
Innlent | mbl.is | 26.10.2010 | 14:36
Afgreiðslu tillögu meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti leik- og grunnskóla Reykjavíkurborgar og trúar- og lífskoðunarhópa var frestað á fundi ráðsins sem var að ljúka. Boðað hefur verið til aukafundar í mannréttindaráði þann 3. nóvember næstkomandi vegna málsins
Ekki má syngja jólasálma eða fara með bænir á litlu jólunum í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar, verði tillaga meirihlutans samþykkt.
Í tillögunni segir að tilgangurinn sé að tryggja rétt foreldra til að ala börn sín upp í þeirri trúar- og lífsskoðun sem þeir kjósa og tryggja þar með trúfrelsi þeirra. Foreldrar eigi að geta treyst því að börn þeirra verði ekki fyrir trúarlegri innrætingu í starfsemi borgarinnar.
Í tillögunum er meðal annars kveðið á um að starfsmönnum trúar- og lífsskoðunarfélaga sé ekki heimilt að fara í heimsóknir á frístundaheimili og í leik- og grunnskóla og óheimilt að dreifa þar auglýsingum eða kynningarefni um starf sitt eða trúarlegu efni.
Það þýðir að Gídeonfélaginu verður ekki heimilt að dreifa Nýja testamentinu til 10 ára barna eins og gert hefur verið í grunnskólum í 60 ár. Bannað verður að fara í kirkju á starfstíma skólanna og bænahald, sálmasöngur og listsköpun í trúarlegum tilgangi er ekki talin eiga heima í starfi með börnum í opinberum skólum. Sérstaklega er tekið fram að ekki sé verið að hrófla við öðrum jólaundirbúningi leik- og grunnskóla.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar vega að rótum trúar, siðar og hefðar. Hann gerði málið að umræðuefni í predikun hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á sunnudag.////við Kristnir menn verðum að láta i okkur heyra ekki spurning og mótmæla þessu algjörlega,að fólk skuli láta sér detta þetta í hug er svo yfirgengilegt að það hálfa væri nóg ,það er engin lög sem banna þetta ,það er heldur það fólk sem ekki vill þetta hverfi af vetfangi á meðan og það er i fínu lagi,ekki eigum við að gjalda fyrir að vera Kristnir sen erum 80-90% þjóðarinnar/nei og aftur nei,þetta verður ekki gert/Halli gamli
Enn óljóst með samskipti trúarhópa við skólabörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið er að mannréttindi eru frekar til að verja minnihlutahópa gegn yfirgangi meirihlutahópa.
Mér segir líka hugur að það séu ekki nema kannski, max 40% íslendinga sem eru raunverulega kristnir... aðrir eru í ríkiskirkju vegna hefðar
Bottom læn
Ísland getur ekki staðið á því að vera með trúboð í skólum, mannréttindadómstóll myndi dæma þetta út, með mikilli skömm fyrir ísland
doctore (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 14:58
Trúboð er ekki stundað i Skólum hér alls ekki/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 26.10.2010 kl. 15:17
Þegar Gídeonsmenn eða aðrir mæta í skóla til að kenna börnum að biðja, heitir það trúboð. Ergo, trúboð er stundað í skólum hér.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.10.2010 kl. 16:39
"kapp er best með forsja´"segir máltækið,en einnig svo með karp,við erum ekki á sömu skoðun og það gott ,að gefa er ekki sama og að þykkja/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 26.10.2010 kl. 17:52
Má ég þá koma í skóla barna ykkar og kvetja þau um að skipta yfir í ásatrú?
Ég get kennt þeim sögur og söngva og gefið þeim áfengislausann mjöð úr horni, og leitt þau í blóti svona í tilefni jóla.
Er það í lagi?
Hans Miniar Jónsson., 26.10.2010 kl. 22:36
@ Tinna
Hvaðan hefur þú þá vitneskju að utanaðkomandi s.s. Gídeonmenn séu að koma í skólana og kenna börnum að biðja? Ég hef sjálfur tekið all nokkrum sinnum á móti Gídeonmönnum og aldrei hefur það komið til að biðja. Þeir hafa í engu farið gegn nokkru sem ég get ekki samþykkt í skólastofunni. Farðu með rétt mál Tinna.
Fjalar Freyr Einarsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:37
@ Hans Miniar.
Það eru allir sammála um að trúboð eigi ekki heima í skólum. Ég myndi bjóða ásatrúarmann velkominn í kennslustofuna til mín þegar ég væri að kenna um ásatrú og biðja hann að segja frá sinni trú og trúariðkun. Hann fengi samt ekki að vera með trúboð frekar en aðrir sem koma í skólann. Mér finndist líka sjálfsagt að hann fengi að skilja eftir upplýsingar um félagið og ef hann gerðist svo rausnarlegur að gefa öllum nemendum Eddukvæði væri það góð gjöf.
Fjalar Freyr Einarsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:40
Þó þú hafir ekki orðið var við þetta, Fjalar, þá gerist það nú samt: http://www.orvitinn.com/2010/10/23/12.30/
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.10.2010 kl. 18:54
Alveg rétt Tinna. Auðvitað getur ýmislegt gerst sem ég veit ekki, eins og t.d. með Ölduselsskóla. Það er hins vegar reynsla mín sem kennara að Gídeonmenn hafi passað upp á slíka hluti.
Ég hafði samband við Gídeonfélagið og sagði þeim frá þessu. Þeir urðu mjög undrandi og sögðu þetta ekki samkvæmt þeim reglum sem félagið setti og könnuðu málið. Þeir höfðu svo samband við mig og sögðu mér að í þessu tilviki hefði verið flett upp á Faðir vorinu í Nýja testamentinu og það LESIÐ saman. Hvort sem okkur finnst það eðlilegt eða ekki er það hluti af aðalnámskránni að þekkja Faðir vorið og því vandséð að Gídeonmenn hafi brotið af sér á nokkurn hátt.
Fjalar Freyr Einarsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.