Minna selt af áfengi en meira af raftækjum/þetta var vitað mál,meira bruggað,ekki spurning,áfengisverð og of hátt!!!

Minna selt af áfengi en meira af raftækjum
Innlent | mbl.is | 11.11.2010 | 14:32

Í október var bæði minni sala áfengis að raunvirði og að... Sala áfengis dróst saman um 8,2% í október miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 3,6% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu áfengis í október 5,7% frá sama mánuði í fyrra. Sala á allri smásölu hefur dregist saman á milli ára fyrir utan sölu á raftækjum sem jókst í október sem er eini vöruflokkurinn sem ekki hefur hækkað í verði á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Allar vörur virðast hækka nema raftæki á milli ára

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 0,8% á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 0,4% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í október um 1,2% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 1,2% á síðastliðnum 12 mánuðum.
 

Fataverslun var 7,6% minni í október miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og minnkaði um 4,4% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á fötum var 3,4% hærra í október síðastliðnum en í sama mánuði ári fyrr. 
 
Velta skóverslunar minnkaði um 9,0% í október á föstu verðlagi og um 0,8% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á skóm hækkaði um 9% frá október í fyrra.
 
Velta húsgagnaverslana var 6,0% minni í október en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 0,5% minni á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með rúm minnkaði um 17,8% frá því í fyrra á föstu verðlagi. Verð á húsgögnum var 6,9% hærra í október síðastliðnum miðaða við sama mánuð í fyrra.
 
Sala á raftækjum í október jókst um 19,0% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 12,1% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á raftækjum lækkaði um 5,7% frá október 2009.

„Frá því um mitt ár hefur velta dagvöruverslana verið stöðug og svipuð því sem því sem hún var í fyrra, enda hefur verulega dregið úr verðhækkunum á matvöru. Nokkuð hefur dregið úr sölu áfengis. Í október var bæði minni sala áfengis að raunvirði og að nafnvirði, þannig að neytendur keyptu ekki aðeins minna magn af áfengi heldur vörðu einnig lægri upphæðum til áfengiskaupa heldur en í sama mánuði í fyrra.
 
Fataverslun hefur ekki náð sér á strik frá hruni efnahagslífsins. Allt bendir til að neytendur reyni frekar að kaupa föt á útsölum nú en undanfarin ár. Þetta má meðal annars sjá í  sveiflum á veltu fataverslana í hefðbundnum útsölumánuðum, sem eru meiri nú en undangengin ár. Velta húsgagnaverslana hefur heldur ekki náð fyrri hæðum en er þó nokkuð stöðug," segir í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.///Eins og sja´má þarna er samdráttur og hækkun á öllum vöruflokkum nema Raftækjum,og er það auðvitað til þessa að menn notuðu útsölur eins og hægt er á   þeim vetfangi,þar af synir þetta okkur að ríkið fær mynna inn ekki spurning með alla sina tolla og virðisauka ,en þetta með áfengið sem er svo dýrt að það ver langt niður +i sölu er það sem menn vissu að það er bara bruggað og smyglað ,þetta veit okkar fjármálaráherra vel og þar tapar hann mikklu fé i ríkissjóð,en hinar tölurnar eru sláandi að allt skuli vera að dragast saman ,en þegar betur er skoðað er þetta eðlilegt Kaupmáttur rýrnar mikið og atvinnuleysið mikið og þetta tal um mikilla peninga i umferð er bara til að segja að allir hafi nóg sem er alls ekki þveröfugt/Halli gamli
 


mbl.is Minna selt af áfengi en meira af raftækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Menn þurfa jú, raftæki, í landaframleiðsluna. Svo þetta eru típísk samlegðaráhrif :)

Dexter Morgan, 11.11.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1045798

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband