19.12.2010 | 16:24
Segir Jóhönnu staðfesta leynd/hafa skal það sem sannara reynist ???
Innlent | mbl.is | 19.12.2010 | 14:28
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, staðfesti í bréfi sínu til forsætisnefndar að hún hafi leynt Alþingi upplýsingum. Ef forsætisráðherra kemst hjá því að svara spurningum þingsins getur það ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni,
Eftirfarandi tilkynning var send í nafni Guðlaugs Þórs:
Forsætisráðherra staðfesti með bréfi sínu til forsætisnefndar í gær að hún leyndi Alþingi upplýsingum í svari sínu frá 15. desember. Á því ber hún ábyrgð og getur ekki skýlt sér á bak við starfsmenn stjórnarráðsins eins og hún gerði tilraun til, með yfirlýsingu sinni í gær.
Efni málsins er einfalt, í svari sínu til Alþingis við fyrirspurn um kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni þann 15. desember voru mörg dæmi um röng og ófullnægjandi svör. Þar með talið var ekki tilgreindur kostnaður vegna verkefna Stefáns Ólafssonar, Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur og Þórólfs Matthíassonar. Forsætisáðherra reynir að afvegaleiða umræðuna, nú með að reyna láta líta út fyrir að málið snúist um reikningagerð en ekki kostnað.
Eins og kemur fram á einum stað í svari ráðherra:
Í þriðja lagi tilgreinir efnahags- og viðskiptaráðuneytið ekki í svari sínu verkefni Þórólfs Matthíassonar sem hlýtur þóknun fyrir setu í eftirlitsnefnd með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar sem starfar samkvæmt lögum nr. 107/2009. Þær greiðslur eru því ekki inntar af hendi samkvæmt reikningi.
Spurning undirritaðs var ekki um bókhaldslykla heldur um kostnað sem greiddur er af almannafé. Það er mjög alvarlegt ráðherra telur að tímabundin verkefni sem ráðið er í án auglýsingar teljist til almenns starfsmannahalds! Eins og segir á einum stað í yfirlýsingunni:
Hvað varðar utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið þá töldu hvorki þau ráðuneyti né aðrir sem unnu að svarinu í 12 ráðuneytum að fyrirspurn alþingismannsins beindist að almennu starfsmannahaldi í ráðuneytunum.
Ef það er sjónarmið ríkisstjórnarinnar að ráðning í tímabundnar stöður án auglýsingar flokkist undir almennt starfsmannahald, hlýtur það að kalla á frekar skoðun á þessum málum. Það er því mikilvægt að óháður aðili skoði málið og þingið láti ekki framkvæmdavaldið komast hjá því að gegna lögbundinni skyldu sinni.
Aðfinnslur undirritaðs snerust á engan hátt um starfsmenn Stjórnarráðsins og vinnubrögð þeirra heldur um ábyrgð Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra gagnvart Alþingi. Með því að skýla sér á bak við starfsmennn Stjórnarráðsins opinberar forsætisráðherra vanþekkingu sína og virðingarleysi gagnvart ábyrgð ráðherra og góðum stjórnsýsluháttum.
Öllum sem skoða þetta mál er ljóst að ráðherra hefur reynt að afvegaleiða umræðuna og leyna þingið upplýsingum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði fram á Alþingi svar sitt við fyrirspurn undirritaðs undir kvöld, miðvikudaginn 15. desember. Það var ekki lagt fram í nafni starfsmanna Stjórnarráðs Íslands. Svör forsætisráðherra voru ófullnægjandi eða röng og því fer undirritaður fram á skýrslu Ríkisendurskoðunar. Forsætisráðherra ber ábyrgð á svari sínu og þarf að gangast við henni.
Ef forsætisráðherra kemst hjá því að svara spurningum þingsins getur það ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni. Öllum ætti að vera ljóst hversu alvarlegt það er.
segir m.a. í yfirlýsingu Guðlaugs./////eftir þennan lestur er maður i vafa um að eitthvað er þar óhreint i pokahorninu eins og sagt er,en svona er þetta og verður að skoðast vel af þar til geðum aðiljum,ekki spurning?? en að Forsætisráðherra á ekki að komast upp með slík ef allt er satt sem þarna kemur fram,ekki er það okkar að dæma en það verður gert,og ekkert eftir gefið þarna/vonum bar að það verði sem fyrst/Halli gamli
Segir Jóhönnu staðfesta leynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.