Væntanlega lögbrot hjá Reykjavíkurborg/var eitthver að tala um að hafa allt uppá borðum???

Væntanlega lögbrot hjá Reykjavíkurborg
Innlent | mbl.is | 2.1.2011 | 21:50

Mynd 548113Kærunefnd útboðsmála hefur fallist á kröfu Urðar og grjóts ehf. um að stöðva gerð samnings milli Reykjavíkurborgar og Hlaðbæjar Colas um vetrarþjónustu gatna. Urð og grjót átti lægsta tilboðið en borgin talið að fyrirtækið væri í vanskilum en í ljós kom að fyrirtækið skuldaði engin opinber gjöld.

Um er að ræða útboð á vetrarþjónustu gatna í Reykjavík 2010-2013. Tilboð voru opnuð 5. október sl. og bárust fimm tilboð. Urð og grjót átti næst lægsta tilboðið. Farið var fram á að tilboðsgjafar skiluðu inn upplýsingum um fjárhagslegt hæfi sitt. Urð og grjót lagði fram yfirlýsingu frá ríkisskattstjóra sem að hans mati staðfesti inneign hans hjá embættinu.

Á fundi innkauparáðs Reykjavíkurborgar þann 27. október 2010 var samþykkt að taka tilboði Hlaðbæjar Colas hf. sem átti þriðja lægsta tilboðið í verkið.

Var Urði og grjót tilkynnt sama dag með bréfi, að tilboði fyrirtækisins hafi verið vísað frá  á þeim forsendum að tilboðið uppfyllti ekki skilyrði um skil á opinberum gjöldum.

Í kæru til kærunefndar útboðsmála greinir Urð og grjót frá því að álögð opinber gjöld hans vegna gjaldársins 2009 hafi verið 4.321.643 krónur. Hins vegar nam inneign hans vegna fyrirframgreiðslu opinberra gjalda fyrir sama tímabil 12.881.896 krónur. Urð og grjót telur sig því eiga ríflega inneign hjá hinu opinbera og hann sé langt frá því að vera í vanskilum.

Umrædd opinber gjöld skuldajafnast samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Sú skuldajöfnun fór fram þann 29. október 2010 þegar ríkissjóður endurgreiddi kæranda 9.451.566 krónur. Staðfesting frá tollstjóranum í Reykjavík um að Urð og grjót sé í skilum með önnur gjöld liggur einnig fyrir.

Segir í niðurstöðu kærunefndar að allt bendi til þess að Reykjavíkurborg hafi brotið lög um opinber útboð með því að vísa tilboði Urðar og grjóts frá þar sem ljóst sé að fyrirtækið er ekki í vanskilum. Því verði umrætt innkaupaferli stöðvað þar til endanlega hefur verið skorið úr öllum kröfum fyrirtækisins.////hvort um mistök eru að ræða eða ekki er þetta ekki gott fyrir R.vikurborg eða hitt þá heldur,svona mál er því miður alltof algeng að ganga fra´þeim sem bjóða lægst ,og taka heldur vinarvæðingu?? sem maður veit reyndar ekkert um en er samt algengt mjög en er verið að reyna að koma því fyrir kattarnef er það ekki??? en svona er þetta og hlýtur að varað ú þessu skorið og leiðrétt/Halli gamli


mbl.is Væntanlega lögbrot hjá Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband