Eykur líkur á greiðsluþroti ríkisins /!!!!

Eykur líkur á greiðsluþroti ríkisins
Innlent | mbl.is | 27.1.2011 | 23:47
Fjármálaráðuneytið. Minni hagvöxtur en búist var við, meðal annars vegna tafa á stóriðjuuppbyggingu, hefur aukið líkurnar á greiðsluþroti íslenska ríkisins nema til komi endurskipulagning á skuldum þess með niðurfærslum.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur að vítahringur niðursveiflu sé hafinn.

Þannig eigi ríkið aðeins þann kost að hækka skatta og skera niður í opinberri þjónustu, enda sé útlit fyrir að það geti ekki sótt auknar skatttekjur í aukin umsvif í hagkerfinu. Því sé hafið tímabil stöðnunar þar sem neikvæður vítahringur skuldabyrði, skattheimtu og niðurskurðar stuðli að langvarandi stöðnun í íslensku hagkerfi. „Þetta þýðir hærri skatta, meiri niðurskurð eða greiðslufall [íslenska ríkisins]," segir Þór og á við þá möguleika sem ríkið á í stöðunni nema það kjósi að horfast í augu við vandann og semja um endurskipulagningu ríkisskulda

Spurður um þau ummæli Lilju Mósesdóttur, þingmanns VG, í Kastljóssviðtali fyrir áramót að til standi að segja upp 1.800 opinberum starfsmönnum á næstunni segir Þór að út frá fyrirliggjandi forsendum sé ljóst að talan verði há. Þessar uppsagnir muni slá á einkaneyslu.

„Ég held að það sé ekki hægt að ganga lengra í skattheimtu. Menn eru komnir yfir markið. Það er búið að höggva svo mikið í ráðstöfunartekjur heimila að hér verður samdráttur í neyslu og verðhjöðnun. Ég tel að við séum komin á það stig. Ef þessar hagvaxtartölur eru réttar mun þetta skeið vara þar til róttæk uppstokkun verður á skuldum heimilanna," segir Þór Saari. //mikið til i þessu og lengi getur vont versnað ekki spurning ein og hann segir þarna er þetta rétt ,þolið er búið og meir er ekki hægt,það verður að fara að gera eitthvað a hinn vegin að koma okkur i framleiðslu og hagvöxt ekki spurning þessi leið sem fari er er að koma okkur á hausinn/Halli gamli


mbl.is Eykur líkur á greiðsluþroti ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Halli minn, við höfum alltaf vitað það, að vinstri stjórn er eyðileggingarafl hið mesta.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 03:53

2 identicon

Er hægri stjórn eitthvað betri?

 Jú, þeir gefa vinum sínum fyrirtæki sem líkleg eru til að búa til pening(hagnað) og halda þeim sem gera það ekki. Þeir lækka skatta á þá sem EIGA pening en gera það ekki á þá sem ekki eiga þá. 

Það er í raun alveg sama hvaða skítur stjórnar þessu landi það fer allt á sömu leið. 

Svavar þór Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 05:42

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Jú sjáðu til Svavar. Það sem ræður launum fólks í hinum venjulega heimi er eftirspurnin eftir þeim. Þeir sem hafa sérhæfni eru eftirsóttari en þeir sem hafa svipað að bjóða og fjöldinn. Með þrepaskiptu skattkerfi er reynt að breyta þessu og þannig tekur ríkið til sín á formi skattheimtu sérhæfinguna sem einstaklingurinn hefur aflað sér og reynir að setja hann á sömu slóðir í tekjum og fjöldinn. fallega hugsað að allir séu jafnir en það sem þessi Narnía hugsun áttar sig ekki á er að þessi sérhæfði einstaklingur hefur ekki áhuga á að ríkissjóður ræni hann sérhæfingunni og flýr undan.

Skattakerfi á ekki að hanna eftir því hvernig stjórnvöld finnst að dreifa eigi birgðunum. Þau á að hanna þannig að þau hámarki skatttekjur ríkissjóðs. Ef Ríkissjóður og opinberir aðilar ræna þennan sérhæfða einstakling um 300 þús af hverri 400 þús hækkun á launum umfram 500 þúsund. Þessir aðilar ættu að vera aðal skattagreiðendur en munu flýja eða fara í felur með tekjur sínar. Með þessari skattpíningu riðlast samfélagssáttmálinn og þeir sem borga brúsann fer að finnast þeim misboðið og koma sér undan að draga vagninn. Einnig munu þeir forðast alla nýjung, áhættu og hagvöxtur stöðvast. Vandfundinn er sá verkamaður í dag sem gefur nægar tekjur tilfyrirtækja til að borgi sig að ráða hann vegna skattaálagningar. Þetta er hagfræði 101 þ.e. of hár skattur dregur úr hagvexti. Það þarf að fara í stórkostlega lækkun og einföldun á skatti svo allir fari af stað að reyna að hagnast.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 28.1.2011 kl. 06:19

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Og Svavar þú segir að hægri stjórn muni gefa vinum sínum fyrirtæki sem gefa hagnað. Er þessi ríkisstjórn ekki að gera það?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 28.1.2011 kl. 06:23

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Það er orðinn leiðinlegur ávani hjá mörgum þegar í ljós kemur að þessi stjórn er vonlaus að líta aftur á bak en ekki áfram.  Það er eins sumir haldi að ef Jóhanna hættir þá taki Davíð við.  Þessi ótti heldur stjórninni lifandi og skaðar þjóðina.  Ábyrgð stjórnarsinna er því mikil.

Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 11:56

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka innlitið krakkar leifi mer bar að kalla það ,því ég er gamall fauskur,en það er svo Svavar Þór að men mega hafa sínar skoðanir,en þið hin eru á réttri braut að mínu áliti,en bloggvinur minn og sjómaðurinn Jón Ríkarðsson er maður að mínu skapi aflar gjaldeyris ,og er sjálfstæðismaður góður/en kveðja til ykkar allra !!!

Haraldur Haraldsson, 28.1.2011 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1045689

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband