Eignir OR auglýstar til sölu á næstu vikum/við mótmælum þessu öll,það hefur engin til þessa leifi !!!!!

Eignir OR auglýstar til sölu á næstu vikum
Innlent | mbl.is | 28.1.2011 | 17:03
Mynd 515146Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur stefna að því að setja nokkrar eignir Orkuveitu Reykjavíkur í opið söluferli í næsta mánuði. Listi yfir eignir, sem lagt er til að verði seldar, var lagður fram á stjórnarfundi OR í dag en listinn var ekki samþykktur.

Stór hluti fundar stjórnar OR í dag fór í að ræða yfirlýsingar stjórnarformanns fyrirtækisins í viðskiptablaði Morgunblaðsins um rekstrarform Orkuveitunnar og því gafst ekki tími til að ljúka umræðu um eignalistann.

Stjórnendur OR tilkynntu um sparnað í rekstri, hækkun gjaldskrár og sölu eigna í lok ágúst í fyrra og í framhaldinu samþykkti stjórnin verklagsreglur um hvernig ætti að standa að sölunni.

Í þeim er eignunum skipt í fimm flokka. Í fyrsta lagi hlutabréf og önnur verðbréf. Í öðru lagi fasteignir. Í þriðja lagi jarðir og lendur án jarðhitaréttinda. Í fjórða lagi söfn og aðra hluti sem hafa að geyma menningarlegt verðmæti og í fimmta lagi aðrar eignir OR sem hafa verulegt verðgildi þ.e. yfir 5 milljónir.

Þær eignir sem fyrirhugað er að selja verða settar í opið söluferli. Eignirnar verða auglýstar til sölu og óskað eftir tilboðum. Berist engin tilboð getur innkaupastjórnin falið löggiltum fagaðila að leita eftir tilboðum í eignirnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni verður sveitarfélögum boðinn forkaupsréttur á einhverjum hluta eignanna. Stjórn félagsins hefur þegar samþykkt að selja eina eigna, en það er geymsluhúsnæði við Austurbæjarskóla. Þar verður Reykjavíkurborg boðinn forkaupsréttur.

Stjórn OR er ekki búinn að afgreiða endanlega lista yfir eignir sem verða boðnar til sölu, en reiknað er með að hann verði lagður fyrir næsta stjórnarfund. Í fréttatilkynningu sem OR sendi til fjölmiðla 27. ágúst í fyrra voru eftirtaldar eignir nefndar sem dæmi um eignir sem fyrirhugað væri að selja: „Eignarhlutir í ýmsum félögum, til dæmis í HS Veitum og Landsneti, landareignir og lóðir sem skilja má jarðhitaeignir frá, til dæmis Hvammsvík í Kjósarhreppi og Berserkseyri á Snæfellsnesi og fasteignir á borð við Hótel Hengil, sem rekið er í fyrrum starfsmannahúsi á Nesjavöllum, og veitingastaðinn Perluna í Reykjavík.“////////það hefur engin leifi til aðgerð þetta að okkur forspurðum sem þetta eigum,þetta er það stórt mál að menn geta ekki bar si svona,ákveðið þetta uppá sitt einsdæmi  ,hvað er að ske arna við verum að stoppa svona aðgerðir við eigum ekki að gera svona samanber það sem R.vikur Borg gerði á sinum tíma að selja allar eignir og leigja svo dýrt og tapa miklum pening nóg sé tapið samt,hverslag brjálæði er komið i stjórn þarna,einhverjir sem vilja einkavæða allt verri en sjálfstæðismenn,sem vilja þó ekki gera það þarna/Halli gamli


mbl.is Eignir OR auglýstar til sölu á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meðal þess sem á að selja: hótel, veitingastaður og stangveiðiafdrep.

Á Orkuveitan að vera í slíkum rekstri?

Mér líst bara vel á að þetta verði selt, svo lengi sem söluferlið verði gegnsætt og verðmyndunin eðlileg.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2011 kl. 17:46

2 identicon

Halli, opinberir aðilar hafa ekkert að gera með að reka fyrirtæki í þjónustugeirum sem teljast ekki til grunnþjónustu. Guðmundur hittir naglann á höfuðið.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 18:08

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Strákar það er i lagi að selja veitingar og svo framvegis,en ekki er þetta annað en eign R.Vkurborgar eða hvað er þetta orðið ríki ríkinu og engin ræður þessu nema Orkuveitan,maður er ekki sáttur það er meira bak við þetta ekki spurning

Haraldur Haraldsson, 28.1.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1045676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband