Minnkar bensíneyðslu um 30%/ekki mun af veita!!,skoð ber þetta vel fyrir þá sem eru að gefst upp á þessu eldneytisverði!!!

Minnkar bensíneyðslu um 30%
Innlent | mbl | 3.3.2011 | 9:23

Á verkstæðinu Thor Energy Zolutions á Höfðanum í Reykjavík eru íslenskir tæknimenn að þróa vetnisbúnað fyrir bæði bensín- og díselvélar. Búnaður þessi, sem er smár í sniðum og fallegur, eykur afl véla og minnkar eyðslu að meðaltali um 30%, dregur úr mengun um 70-80%.
og hefur margvísleg áhrif á virkni bílvéla eða véla í mótorhjólum. Áhrifin eru örlítið hraðari og heitari bruni sem brennir að fullu allri eldsneytisblöndu í sprengihólfinu. Þetta myndar öflugri sprengingu eða bruna og skilar því meiri togkrafti og minnkar mengun í útblæstri til muna. Togkraftur eykst til muna og auðveldara er að starta vélum og innsog oft óþarft. Vélar eru fljótari að ná upp eðlilegu hitastigi.


Hægagangur verður mýkri og sót og fýla sem fylgir hægagangi hverfur. Vélarolía skitnar mjög lítið þar sem bruninn er svo hreinn og það þýðir færri olíuskipti. Bílar sem skyldugir eru til að hafa hvarfakúta komast í gegnum mengunarpróf án hvarfakúts.

Hentar í flest ökutæki
Þetta eru ekki litlir kostir fyrir lítið og einfalt kerfi en oft er einfaldleikinn áhrifamestur. Fólk sem prófað hefur þennan búnað í bíla sína eða mótorhjól lýsir áhrifunum oft á þann hátt að farartækið hafi lést verulega og afllitlir bílar breyst í lífleg ökutæki. Ímynda má sér áhrifin fyrir áður öflug ökutæki. Vetnisbúnaðurinn er alíslensk hönnun TEZ.
Mjög margar útfærslur af búnaðinum hafa verið þróaðar fyrir mismunandi ökutæki hjá TEZ. Hann kostar 68-130 þúsund krónur og ísetning 15-30 þúsund. Þetta getur ómögulega talist hátt verð miðað við ávinning.

Stöðug þróun
TEZ hefur unnið að sínum búnaði í tvö og hálft ár og er að jafnaði með 40 prufutæki til að þróa búnaðinn og ná sem mestum afköstum. Þessar prófanir fara bæði fram hérlendis og erlendis og áhuginn ytra er mikill enda árangurinn betri en áður hefur sést. Mikill árangur næst í svo til öllum sprengihreyflum. TEZ vinnur nú einnig að þróun vetnisbúnaðar fyrir skip og er þar til mikils að vinna ef horft er til olíueyðslu flotans.///ekki væri þetta nú verra fyrir þa´sem ekki ætlað skipta úr bílum á næstunni i Rafmagn eða metan,en þetta er bar gott ef satt er og gefst vel !! svo maður fer bara að skoða málin ,þetta hlýtur að vera garantí og rétt skilað aftur ef ekki reynist rétt,það veitir ekki af ,annars biðum við eftir aðgerðum Ríkisins einnig svo við getum keyrt,en þetta er viðbót/Halli gamli


mbl.is Minnkar bensíneyðslu um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband