Íhuga hernaðaraðgerðir í Líbíu/auðvittað á að stöðva þetta blóðbað og þjóðarmorð !!!!

Íhuga hernaðaraðgerðir í Líbíu
Erlent | mbl.is | 7.3.2011 | 20:28
Barack Obama Bandaríkjaforseti varaði í dag þá sem taka stöðu með Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, við því að Nató íhugi að grípa til hernaðaraðgerða til að bregðast við versnandi ástandi í landinu. Rússar hafa lýst sig andsnúna hvers kyns hernaðaríhlutun.

„Ég vil senda mjög skilaboð til allra þeirra sem styðja við bakið á Gaddafi, að það er undir þeim sjálfum komið hvernig þeir haga næstu skrefum. Og þeir verða látnir sæta ábyrgð fyrir hvers kyns ofbeldi sem heldur áfram að eiga sér stað þar. Í millitíðinni er Nató, í þessum töluðu orðum, að ráðfæra sig í Brussel um hugsanlegar víðfeðmar aðgerðir, þar á meðal hernaðarlegar."

Í Líbíu takast hersveitir ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmanna á um yfirráð yfir landinu í blóðugum bardögum. Ekki hefur ríkt einhugur í alþjóðasamfélaginu um hvort hernaðarleg afskipti séu réttlætanleg. Bretar og Frakkar eru sammála um að setja eigi flugbann yfir Líbíu til að koma í veg fyrir loftárásir Gaddafi á þjóð sína og hyggjast leggja slíka tillögu fyrir Öryggisráð SÞ í vikunni. Arabaríkin við Persaflóa hafa lýst yfir stuðningi sínum við slíkt bann.

Rússar lýstu því hinsvegar yfir í dag að þeir væru mótfallnir hvers konar hernaðaríhlutun í Líbíu. Rússneski utanríkisráðherrann, Sergei Lavrov, sagðist ekki telja það neina lausn á vandanum að grípa inn í, líbíska þjóðin þyrfti sjálf að fá að leiða málið til lykta. Bandaríkjamenn samþykkja að það sé ótímabært að afhenda líbískum stjórnarandstæðingum  vopn.  Bandaríkjaher hefur lagt á ráðinn um hernað á landi, frá sjó og lofti í Líbíu ef til þess komi að hernaðaríhlutun verði samþykkt. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, segir hinsvegar að samþykki alþjóðasamfélagsins verði að liggja fyrir áður en gripið verði til vopna.//////þarna sér maður tvistkynning hlutana að þurfa að horfa á þetta dag efir dag þetta blóðbað er ekki alþjóðasamfélaginu til framdráttar og ekki heldur sameinuðu þjóðunum als ekki,það er svo að það verða NATO og sennilega Bandaríkjamen sem þora að taka afstöðu sem verur að gera ,stoppa þetta og kom kallinum og morðingjanum fra´völdum,við öll verum fyrir tjóni ekki bara sumir,og svo er ekki hægt að horfa uppá svo aðferðir,vona bara að Bandaríkjamenn fari þarna inn og stöðvi þetta,þeir yrðu menn ef meiri við notum  öll olíu og þar þíðir ekki að  það sé tilgangur Bandaríkjamana að ná Olíunni nei það er til að stöðva þessu slátrun á saklausu fólki kannski kommarnir vilji að ekki??? spurning?? /Halli gamli


mbl.is Íhuga hernaðaraðgerðir í Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli. Þetta er rétt hjá þér held ég. Heimurinn verður að standa saman ef ekki á illa að fara fyrir öllum heimsbúum.

 Ég var að rifja upp í huganum það sem Obama sagði um hernað, að það væri ekki hægt að leggja niður vopn í einum hvelli til að koma á friði í heiminum.

 Það tekur tíma að snúa stefnu stórra skipa.

 Hann hafði rétt fyrir sér drengurinn Obama, og gangi honum sem best og allri heimsbyggðinni að koma á friði í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1045680

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband