Hálka víðast hvar um landið/snjókoma og víða þungfært vestan og norðan og Austan frost um allt land út vikuna!!!

Hálka víðast hvar um landið
Innlent | mbl.is | 10.3.2011 | 7:21

Hreindýr. Hálka og snjór er á vegum um nánast allt land. Þá varar Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vegfarendur á Austurlandi við mikilli umferð hreindýra.

Sérstaklega er varað við þremur svæðum á vefsíður Náttúrustofu þar sem hættuástand hefur verið viðvarandi vegna dýranna, á Hárekssstaðaleið, á Fagradal og í Lóni. Mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin geta þvælst víðar um vegi Austurlands. Er ástandið sagt verst þegar hálka er á vegum í myrkasta skammdeginu.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálka og skafrenningur eru á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði og vetrarfærð um allt Suðurland og snjóþekja eða hálka á vegum.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum.

Á Vestfjörðum er  hálka á flestum leiðum en snjóþekja á Barðaströnd og Reykhólasveit. Þæfingur er á Hálfdán og á Mikladal. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Á Norður- og Norðausturlandi er hálka mjög víða, snjóþekja, éljagangur og sumstaðar skafrenningur. Þæfingsfærð og éljagangur er á Mývatnöræfum en þungfært og skafrenningur á Hólasandi.

Á Austurlandi er sumstaðar komin snjóþekja eða hálkublettir,  þó eru vegir víðast auðir með ströndinni.

Á Suðausturlandi er hálka í Öræfum og vestur úr.
Kuldaboli lætur ekki að sér hæða nú um þessar mundir,við erum svo sem þessu vön,en ekki undanfarið og sloppið vel ,en nú er þetta allavega ut  vikuna og frostið heill mikið og uppí í mínus 20 'C unn til landsins en mynna við sjóinn,þetta ekki gott í bensínhækkunum að að keyra mikið i þessu eyðslan meiri  og vel það ,þetta háa verð gerir að að men aka mynna,nema i nauðsyn/Halli gamli


mbl.is Hálka víðast hvar um landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 1045659

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband