Innlent | mbl.is | 5.4.2011 | 13:15
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu í dag frá sér sameiginlega samstöðuyfirlýsingu, þar sem þeir lögðu áherslu á þau sterku, sameiginlegu gildi sem tengi löndin.
Ráðherrarnir hittust á fundi í Helsinki í dag þar sem þeir ræddu þær ógnir sem að kunna að steðja, bæði náttúrulegar og af mannavöldum, netógnir og hryðjuverk.
Standi norrænt ríki frammi fyrir slíkri ógn munu hin ríkin, að fenginni ósk þess sem um ræðir, koma til aðstoðar.
Að sögn utanríkisráðuneytisins er aukin norræn samvinna í fullu samræmi við öryggis- og varnarstefnu ríkjanna og til viðbótar þeirri Evrópu- og NorðurAtlantshafs-samvinnu sem ríkin eiga aðild að.
Þessari samstöðuyfirlýsingu verður fylgt eftir með aðgerðum, m.a. á sviði bætts netöryggis.
Þá ræddu utanríkisráðherrarnir málefni Líbíu og lýstu stuðningi við auknar lýðræðiskröfur sem fram hefðu komið víða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Ráðherrarnir fordæmdu ofbeldi sem friðsamir mótmælendur hefðu verið beittir og minntu á þá skyldu stjórnvalda að vernda mannréttindi íbúa sinna, tjáningafrelsi þeirra og réttinn til að koma saman.
Norrænu ráðherrarnir sögðu Gaddafí ekki lengur lögmætan leiðtoga Líbíu og skoruðu á hann að segja af sér þegar í stað. Ráðherrarnir ítrekuðu stuðning sinn við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir og loftferðabann yfir Líbíu og sögðu nauðsynlegt að bæta stöðu almennra borgara. Ráðherrarnir kölluðu eftir vopnahléi og frekari aðgerðum til að finna lausn á ástandinu.
Þá ræddu utanríkisráðherrarnir norðurslóðamál, einkum ráðherrafund Norðurskautsráðsins sem haldinn verður í Nuuk á Grænlandi í maí. Ennfremur stöðu mála í Afganistan en ráðherrarnir fordæmdu harðlega árásina sem gerð var sl. föstudag á búðir Sameinuðu þjóðanna í Mazar-e-Sharif þar sem sjö starfsmenn SÞ létu lífið, þeirra á meðal Norðmaður og Svíi.////svona eiga Norðurlöndin að starfa saman ,en ekki sundur
,það er sérstaklega gott ,einkum þetta um Norðurslóðir og það ráð,og standa þar saman en ekki sundrast,það er malið en ekki á vetfangi ESB bara norðurlöndin !!! það er svo aftur annað mál hvað okkar utanríkisráðherra gerir sem er svo mjög hallur undir ESB ,við skulum vona að hann kunni sig og sé ekki með áróður á að komast þar inn þarna og víðar,það er ekki gott að hafða gátt á Össur hann lætur svo margt í ljós sem á kannski ekki við!!! en þetta er gott að hafa þarna vinskap ekki spurning/Halli gamli
Samstöðuyfirlýsing Norðurlanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðast þegar ég gáði eru þrjú Norðurlandanna í ESB og utanríkisráðherrar þeirra eru allir mikli ESB-sinnar -- og ég hef grun um að Jonas Gahr Störe sé síst minni ESB sinni en Össur, þótt ég þekki ekki skoðanir hans út og inn.
Pétur (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.