Allt gott undir jökli/ "allt er vænt sem vel er grænt",segir máltækið !!!!

Allt gott undir jökli
Innlent | mbl.is | 22.4.2011 | 10:44

Ólafur Eggertsson og Guðný, bændur á Þorvaldseyri. Minna varð úr úrkomu í hlíðum Eyjafjallajökuls en spáð var í nótt og í morgun og virðast engin aurflóð hafa fallið. Lítið er af framburði í ánum og lækir eru hvítir og tærir. Allt að 150 manns hafa heimsótt nýopnaða gestastofu á Þorvaldseyri síðastliðna viku.

„Ég er búinn að athuga bæði Holtsá og Svaðdælisá og það er allt í góðu lagi þar,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum en mikilli rigningu var spáð á svæðinu í nótt. „Það virðist hafa rignt hressilega í morgun í tvo, þrjá tíma en nú er hætt að rigna og ekki að sjá að það hafi orðið aurflóð neinstaðar,“ segir hann.

Ólafur segir að ekki virðist sem mikill sand- né öskuburður sé í ánum og lækir inn í heiðum séu tærir og hvítir, sem bendi til þess að ekki sé mikið laust efni á ferðinni.

Síðastliðinn föstudag var opnuð gestastofa á Þorvaldseyri þar sem er sýning á ýmsu sem tengist eldgosinu í Eyjafjallajökli, þar á meðal ljósmyndir og 20 mínútna löng kvikmynd. Ólafur segir aðsóknina gefa góð fyrirheit fyrir sumarið.

„Það hafa komið upp í 150 manns á dag,“ segir hann. „Fólk er mjög ánægt með að fá að upplifa þetta í kvikmynd og skoða sýninguna og geta svo farið út í umhverfið og séð hvað allt er orðið grænt og gott aftur.“ Fjallið sé þó kolsvart og jökullinn sömuleiðis.

„Þetta var heimsviðburður og nauðsynlegt að gera þessu skil. Og við fjölskyldan erum mjög ánægð að taka á móti fólki sem fer frá okkur ánægt,“ segir Ólafur að lokum.///mikið er þetta gleðilegt að þetta skuli ganga svona vel,það er svo að með dugnaði og elju er þetta hægt og frábært að nota sér þetta til að aðrir fái að sjá hvernig gosið var i raun,þetta fólk á heiður skilið ekki spurning/Halli gamli 


mbl.is Allt gott undir jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband