Skjálftar mældust við Kötlu////Vonum það besta að ekki fari að gjosa þarna!!!!!

Skjálftar mældust við Kötlu
Innlent | mbl.is | 2.6.2011 | 22:36

Mynd 565979 Tveir skjálftar upp á 3,1 og 2,3 mældust í Mýrdalsjökli í grennd við Kötlu á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er þó ekki endilega talið að um eiginlega jarðskjálfta sé að ræða, enda mældust þeir á 0,0 km dýpi og 1,1 km dýpi.

Hugsanlega sé frekar um að ræða íshrun, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann segir að einnig verði að líta til gæða gagna á vef Veðurstofunnar en þau eru 90% og 83% á umræddum skjálftum.

Enginn órói er á svæðinu og því virðist engin hætta á að Katla bæri á sér, alla vega í bráð.////Þetta þarf ekkert að vera neitt alvarlegt og vonandi ekki ,fáum ekki sjokk yfir þessu og verum bara róleg///Halli Gamli


mbl.is Skjálftar mældust við Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli. Ég stend í þeirri trú að þetta mikla Grímsvatnagos hafi létt á þrýstingnum í Heklu.

Svo man ég ekki betur en að skjálftar hafi mælst fyrir norðan fyrir stuttu síðan, man ekki alveg hvar. Ég er meira að velta því fyrir mér, hvað þar sé í gangi.

Og svo segja fræðingarnir að kominn sé tími á Heklu, svo ekki er ólíklegt að hún verði næst á dagskrá.

Ferðamenn geta átt von á óvæntri upplifun af gosi, þegar þeir koma til Íslands. Það þarf að gera áætlun um hvernig eigi að sinna ferðamönnum, sem teppast í einhvern smátíma vegna eldgosa.

T.d. safna þeim ferðamönnum í rútur og keyra þá vestur á firði eða eitthvert sem ekki er eldgos, svo þeir getið notið þess aukatíma sem þeir þurfa að teppast hér. Er það ekki nauðsynlegt, og gæti orðið góð viðbót við fríið, í staðin fyrir neikvæða upplifun af að teppast? Það spyrst líka út hvernig aðbúnað ferðamenn hafa í töf af þessu tagi, og fólk hræðist síður að koma hingað, vegna eldgosa.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2011 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband