United skoraði átta gegn Arsenal/Til hamingju með þetta M.U.N. og þeirra stuðningsmenn!!!

United skoraði átta gegn Arsenal
Íþróttir | mbl.is | 28.8.2011 | 16:57

Danny Welbeck skorar fyrsta mark United gegn Arsenal. Hann...Manchester United vann stórsigur á Arsenal 8:2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rooney skoraði þrennu og þar af tvö úr aukaspyrnu, þriðja markið var úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Evra.
Ásamt því að leggja upp mörk skoraði Ashley Young tvö af mörkum United. Þau voru bæði stórglæsileg og mjög svipuð. Danny Welbeck heldur áfram að skora og það með skalla. Hann skoraði fyrsta markið á 21. mínútu. Hann fór svo af velli skömmu síðar. Park Ji-Sung skoraði svo eitt en hann hafði þá nýkomið inná sem varamaður fyrir Nani sem skoraði eitt af stuttu færi.

Theo Walcott skoraði fyrra mark Arsenal þegar hann minnkaði muninn í 3:1 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Robin Van Persie fyrirliði Arsenal skoraði síðara mark gestanna og breytti stöðunni í 6:2. Carl Jenkinson fauk útaf með tvö gul spjöld á 77. mínútu en það breytti í raun engu því úrslitin voru ráðin. Arsenal á því enn eftir að klára leik í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð með ellefu menn á vellinum.

Manchester United er eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir líkt og Manchester City. United er hinsvegar með betri markatölu eða eitt mark.

//þetta var frábært hjá M.U.N og vel það,mínir menn  heillum horfnir og syndi lítið nem annað slagið en heilt yfir,mikið verri!!! það verður að viðurkennast að þeir voru teknir i bakaríið ein og sagt er þetta bara bust og ekkert ammað!! en dómarin var spjaldaglaður ein og hann er alltaf þessi ,og 2 víti sem hann  dæmdi voru  voru ekki svo !!! en það er dómaravandamál en ekki liðana,en samt,til hamingju með þetta M.U.N menn,Wengar verður að taka til i sínum ranni ef ekki á illa að fara!!! við bara vonum það!!!/Halli gamli


mbl.is United skoraði átta gegn Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Sæll Halli.

Það er náttúrulega athugavert við það að Arsenal vilja Gervinho og lofa(samkvæmt Gervinho) að hann muni spila með Fabregas og Nasri á þessari leiktíð en svo eru bestu menn liðsins seldir.

Nasri með 3 stoðsendingar gegn Tottenham úti og Fabregas strax með 2 dollur. Eitthvað geta þessir strákar mundi maður halda og Arsenal þarf að hætta þessari kaupstefnu að kaupa kjúklingaskít til að rækta kjúkling og hætta að þvælast í frumskógum Afríku með vasaljós að leita að talent.

Ykkar klúbbur á peninginn og það er sorglegt að horfa uppá þetta því ég hef mjög gaman að því að horfa á Arsenal. Algjör synd.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.8.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1047510

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband