Vilja losna undan evrunni/alverleg krísa hjþa ESB með gjaldmiðilin ekki spurning!!!

Vilja losna undan evrunni
Erlent | mbl.is | 26.9.2011 | 10:05
Mynd 574324Sjö ríki Evrópusambandsins (ESB) sem gengu í sambandið á árunum 2004 til 2007 hafa áhyggjur af skuldbindingu sinni að taka upp evruna í samræmi við aðildarsamninga þeirra. Svo kann að fara að ríkin boði til þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort taka eigi hana upp samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar.
Greint er frá þessu á fréttavefnum Euractiv.com.

Ráðamenn í Búlgaríu, Tékklandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu segja að evrusvæðið sem þeir töldu sig vera að ganga í, þ.e. myntbandalag, kunni mjög líklega að verða að lokum gerbreytt bandalag sem byggi á miklu nánari fjármálalegri, efnahaglegri og pólitískri samruna en áður hafi verið gert ráð fyrir.

Af þeim tólf ríkjum sem gengu í ESB á árunum 2004 til 2007 hafa fimm þeirra þegar tekið evruna í notkun sem gjaldmiðil sinn; Slóvenía, Malta, Kýpur, Slóvakía og Eistland. Af þeim ríkjum sem áður voru orðin aðilar að sambandinu fyrir þann tíma hafa Bretland, Svíþjóð og Danmörk kosið að standa utan evrusvæðisins. M.ö.o. eru öll ríki ESB, sem ekki hafa þegar tekið evruna upp sem gjaldmiðil, orðin því afhuga samkvæmt fréttinni.

Gæti kallað á þjóðaratkvæði
Haft er eftir ónafngreindum embættismanni í frétt AFP að ráðamenn allra sjö ríkjanna séu sammála um að breytt lagaleg staða evrusvæðisins kunni að breyta forsendum í aðildarsamningum þeirra sem aftur gæti leitt til þess að halda þurfi sérstök þjóðaratkvæði um það hvort taka skuli evruna upp sem gjaldmiðil.

Þá segir ennfremur í fréttinni að ráðamenn ríkjanna sjö hafi farið fram á að fá að taka þátt í viðræðum um hugsanlegar umbætur á evrusvæðinu en slíkar viðræður eru vanalega lokaðar öðrum en fulltrúum evruríkja. Haft er eftir ráðherra Evrópumála í pólsku ríkisstjórninni, Mikolaj Dowgielewicz, að eðlilegt sé að þau ríki sem ætlast er til að taka upp evruna komi að þeim viðræðum.

Vilja undanþágu frá evrunni
Fram kemur að fyrir efnahagskrísuna á evrusvæðinu hafi mörg hinna nýju Evrópusambandsríkja, sem séu nálægt því að uppfylla skilyrðin fyrir því að verða aðilar að svæðinu og þar á meðal Pólland og Búlgaría, sett sér metnaðarfullar áætlanir um að taka evruna upp sem allra fyrst.

Undanfarin misseri hafi hins vegar fjölmargir pólskir embættismenn lýst því yfir að Pólland hafi lagt á hilluna allar áætlanir um að gerast aðili að evrusvæðinu þar til ljóst verði hver framtíð evrunnar kunni að verða.

Einnig er rifjað upp í fréttinni að í apríl síðastliðnum hafi ráðamenn í Ungverjalandi gefið í skyn að þeir myndu sækjast eftir því að fá undanþágu frá því að gerast aðilar að evrusvæðinu. Þá sé ekki langt síðan forseti Tékklands, Václav Klaus, hafi sagt að myntbandalag ESB væri misheppnað og að veita ætti heimalandi hans varanlega undanþágu frá þeirri skuldbingu að taka upp evruna///þetta mál tekur allt meira og meira til sín ,það er svo að þessi róli mörg vilja ekki evruna,þetta ætti að segja okkur eitthvað ekki spurning um það,erfiðleikar eru til stað'ar þarna en óvist hvað skeður menn bara biða og sjá ,ekki er það björgulegt!! en við eigum ekkert erinda þarna inn það sjá menn betur dag eftir dag,enda samfylgingin að þurrkast út,ef ekki verður stoppa'ð verður þetta okkur dýrt/Halli Gamli


mbl.is Vilja losna undan evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, Íslendingar ættu að forðast aðild að þessu óheillabandalagi eins og heitan eldinn. Andstaðan við evruna var fyrirsjáanleg, þess bera að geta að andstaðan er líka til staðar í núverandi evruríkjum, ekki aðeins þeim tilvonandi.

Danir og Svíar (sem höfnuðu því að taka upp evruna þrátt fyrir velsmurða áróðursvél samrunasinnanna) hafa það í dag eins og maður, sem rétt missir af flugvél, sem svo hrapar á leiðinni.

Vendetta, 26.9.2011 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1045635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband