Eigum kost á að skipta um forseta/það vona ég ekki,vil hafan 4 ár í viðbót!!!!

Eigum kost á að skipta um forseta
Innlent | mbl.is | 23.10.2011 | 13:27
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við þingsetningu. „Við eigum kost á að skipta um forseta á næsta ári og ég hlakka til,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, í Silfri Egils, í umræðum um bréfaskipti forsætisráðherra og forseta Íslands

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist vera þingræðissinni og að ekki væri skynsamlegt að hafa forseta sem er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskrá en tæki sér þau miklu völd sem núverandi forseti gerði. Hann krafðist þess hins vegar að embættin sýndu hvort öðru kurteisi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók það fram að stundum hefði forsetinn nýtt þetta vald sitt vel og það væri kannski þess vegna sem þessum aðferðum væri beitt gegn honum.

Álfheiður vakti athygli á því að aðeins hefði verið kallað eftir siðareglum og vísaði til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en Sigmundur Davíð tók fram að það væri ekki hlutverk forsætisráðherra.

„Þetta er vandamál sem við kannski losnum við á næsta ári,“ sagði Álfheiður.////Kannski er það svo að kommar eru kommum verstir ,eftir þessu umæli Álfheiðar en það er svo að þótt Forseti vor Ólafur Ragnar hafi verið i Framsóknarflokki og síðar Alþýðubandalagi einnig prófessor,er virðingarvert að hann hefur ekkert notað embættið pólitískt als ekki ,og staðið með fólkinu þegar a´það er ráðist af Alþingi það er að segja meirihluta fólk ,þá hefur hann gripið i tauma,og það gott,ekkert betra að 10-20% þjóðarinnar fari fram með það!!! en þarna erum við flokksbræður Illuga og ég og sennilega meirihluti míns flokks ekki sammála,val forseta verður að vera með fólkinu og meirihluta þess,ekki spurning,ekki bara stofustáss!!!!En Jóhanna og Steingrímur  og c/o eru farin að hata Forsetan sem kemur leynt og ljóst i gegn,annars vara bara gaman að hluta á Silfrið i dag þarna varði Dagur ESB og Evruna en Álfheiður ekki og siðar spjallað um hið nýja sem stjórnandstaðan er með i farteskinu og sennilega bjargvættur okkar ef gengi eftir!!!!/Halli gamli


mbl.is Eigum kost á að skipta um forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli. Það er ljótt þegar forysta Sf og VG hefur það sem stærsta málið þessa dagana, að hatast út í lýðræðiskjörinn forseta, sem fer eftir stjórnarskránni, og virðir þjóðarviljann. Þá er eitthvað mikið brenglað í gangi í stjórnmálunum, og svosem ekki nýtt á Íslandi.

Álfheiður Ingadóttir er einmitt öskureið út í Ólaf Ragnar vegna þess að hún er ESB-sinni, og þjóðaratkvæðagreiðslan fór þess vegna svona illa í hana.

En það er ekki seinna vænna að fólk fari að sinna Íslendingum núna, og láta af þessari ESB-þráhyggju, sem á sér hvorki réttan tíma né annað fast í hendi að ræða um þessa dagana, hvað sem seinna verður.

Maður biður ekki um aðild að fallandi banka-stórveldi á tímum sem þessum. Það væri álíka brjálæðislegt og að gefa bankana og telja sig samtímis hafa um það bil keypt heiminn, eins og 2007-krakkarnir reyndu, með öllum þessum hörmungum sem við er að glíma í dag.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.10.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 1045696

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband