Stjórnvöld andvíg umræðunni/Hver klagaði??????

stjórnvöld andvíg umræðunni Innlent | mbl.is | 3.3.2012 | 9:43 „Í gær hafði einn af kanadísku fréttamönnunum heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld væru mótfallin umræðunni um Kanadadollar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. Eins 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
 og mbl.is hefur fjallað um stóð til að sendiherra Kanada flytti erindi á fundi á vegum flokksins í dag um gjaldmiðlamál Íslands og mögulega upptöku á kanadíska dollaranum hér á landi. Hins vegar verður ekkert úr því eftir að kanadíska utanríkisráðuneytið ákvað að það væri ekki við hæfi í kjölfar umfjöllunar um málið í fjölmiðlum. „Það næsta sem ég frétti var að sendiherrann gæti ekki mætt á ráðstefnuna á eftir (Grand hótel kl 10:30). Svo sé ég í kanadískum fjölmiðlum að vegna diplómatískrar uppákomu megi sendiherrann ekki tjá sig meira um málið,“ segir Sigmundur en hann segist hafa rætt við fjölmarga kanadíska fjölmiðla um málið í gær. „Það er eitt að ríkisstjórnin vilji bara evru og ESB en það er afleitt að hún skuli reyna að koma í veg fyrir alla umræðu um allt annað,“ segir hann síðan
Sendiherra bannað að ræða um upptöku Kanadadollars Reuters Sendiherra Kanada á Íslandi, Alan Bones, mun ekki verða á meðal ræðumanna á fundi um gjaldmiðlamál Íslendinga sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað til í dag eftir að kanadíska utanríkisráðuneytið setti honum stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum. Þetta kemur fram á fréttavef kanadíska dagblaðsins The Toronto Star. Bones hafði áður tekið vel í hugmyndir um að Ísland tæki upp kanadíska dollarann í stað íslensku krónunnar og sagt Seðlabanka Kanada reiðubúinn að ræða málið ef vilji væri fyrir því á meðal Íslendinga.
Meðal annars í útvarpsviðtali í Ríkisútvarpinu í gær. Fram kemur í fréttinni að eftir að málið varð að fréttaefni, meðal annars í Kanada, hafi stjórnvöld í Kanada sent frá sér tilkynningu í gær þar sem fram hafi komið að Bones myndi „ekki taka þátt í íslenskri ráðstefnu á morgun [í dag] um gjaldmiðlamál og ekki tjá sig um málið.“ Málið mun hafa valdið talsverðum titringi í kanadíska utanríkisráðuneytinu. Vandamálið snýr einkum að því að íslensk stjórnvöld hafa ekki viðrað slíkar hugmyndir. Að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisins, Ians Trite, er um að ræða mál íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar.
Á fréttavef The Globe and the Mail er haft eftir fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðherra Kanada, Joseph Lavoie, að eftir að ráðuneytið hafi frétt af málinu og það fór í gegnum samþykktarferli þess hafi niðurstaðan verið sú að það væri ekki viðeigandi að Bones flytti ræðuna. „Þetta er pólitískur atburður. Þannig að sú ákvörðun var tekin að það væri ekki við hæfi að hann talaði á honum. Þó hann kunni að hafa haft í huga að koma þessum skilaboðum á framfæri þá verður þessum skilaboðum ekki komið á framfæri,“ segir Lavoie.///////maður verður dolítið undrandi á svona málum en kannski er þetta,ekki retta aðferðin og þó af hverju má ekki ræða þetta í bróðerni,vegna þessa að það er ekki ríkisstjórn sem á í hlut, en af hverju ekki fyrst Sendiherrann,tók svona vel í þetta,manni finnst þetta gruggugt mjög að ekki sé meira sagt//Halli gamli
 

mbl.is Stjórnvöld andvíg umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekkert að því að ræða þetta í bróðerni. Hins vegar er það svo að almennt er talið óeðlilegt að sendiherrar séu að taka þátt í pólitískri umræðu í þeim löndum sem þeir eru staðsettir í og á það við um öll lönd í heiminum. Þetta á ekki hvað síst við um fundi hjá einum tilteknum stjórnmálaflokki. Það er því ekkert sem bendir til annars en að kanadískum stjórnvöldum hafi ekki funist þetta við hæfi og ekkert sem bendir til þess að íslensk stjórnvöld hafi veirð að hlutast til um þetta.

Enda er það svo að það er ekki hægt að þagga niður svona umræðu í landi með frjálsa einkarekna fjölmiðla. Það er því barnalegt að vera að halda því fram að stjórnvöld séu að reyna það. Svo er það einnig svo að ef menn vilja vita afstöðu kanadískra stjórnvalda i málinju þá tala men beint við þau en ekki sendiherra sem hefur nákvælega engin völd til að ákveða neitt í málinu.

Sigurður M Grétarsson, 3.3.2012 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045797

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband