Samstaða vill taka upp Nýkrónu///Þetta er ekkert sniðugt bara taka upp Dollar Strax!!!!

Samstaða vill taka upp Nýkrónu Innlent | mbl.is | 29.4.2012 | 14:06 Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum, segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður og formaður Samtöðu. Hún telur að upptaka Nýkrónu myndi 
Lilja Mósesdóttir.
laga ytra ójafnvægi hagkerfisins án þess að lífskjör yrðu skert verulega. Í pistli á vefsvæði sínu segir Lilja að þetta sé sú leið, þ.e. skiptigengisleið, sem Samstaða vilji að rædd verði og könnuð af yfirvegun. „Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi mun ekki brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.[...] Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónur þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt.“ Lilja segir að jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felist í því að sumir eigi alltof miklar eignir, t.d. fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir, og aðrir séu of skuldsettir. „Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis.“ Þetta segir Lilja að yrði til þess að heimilum sem eiga í greiðsluvanda og skuldavanda myndi fækka um 15 þúsund./////Nei það er ekkert sem segir að þetta lækni neitt þegar upp er staðið,ef við skiptum um gjaldmiðil er það Dollar ekki spurning getur gert það mjög fljótt,og það er alþjóðlegur gjaldmiðill og sterkur mjög!!!Hefi alltaf haft áhuga á  honum allatíð frá Striðsárum,þá áttum við að taka hann upp!!!!þetta hefur engar kröfur bara kaupa nóg og eiga og skipta yfir með krónuna á einu ári,ekki spurning og við komin í Alþjóðkerfi!!!! og gera bara fríverlsunarsamning við sem flest ríki það er málið!!!!/Halli gamli

mbl.is Samstaða vill taka upp Nýkrónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Halli. Væri ekki góð byrjun að leiðrétta viðskipta-siðleysið heima fyrst, með aðferð Lilju, og athuga svo með Dollara-framhaldið þegar sú leiðrétting hefur farið fram?

Ég er enginn sérfræðingur í gjaldmiðilsmálum, en ég geri mér grein fyrir að maður skiptir ekki út gúmmítékkum fyrir raunverulegan gjaldmiðil. Það verður alltaf að vera innistæða fyrir viðskiptum. Ekkert land í heiminum er betur efnum búin til að framleiða nauðsynlega framleiðslu-söluvöru til að tryggja innistæðu.

Það má ekki gleymast til hvers gjaldmiðill var fundinn upp og tekinn í notkun í heiminum.

Þegar ég var ung, þá voru innistæðulausar ávísanir kallaðar gúmmítékkar, og voru þannig tékkar ekki vinsælir í þeim verslunum sem ég vann hjá. Fjármálakerfi heimsins hefur verið rekið meir og minna á þannig gúmmítékkum sem eru bara verðbréfa-lottó-píramídaspil siðlausra auðjöfra, sem blekkja og níðast á heiðarlega vinnandi fólki og þjóðum.

Þetta er að mínu mati stóra meinið, sem erlendir álitsgjafar margra ríkisfjölmiðla eru hræddir við að tala um. Þeir forðast slíkar umræður með skipulögðum og gagnrýnislausum drottningarviðtölum útvaldra blekkingarmeistara, sem þeir senda vítt og breitt um heiminn. Og það er skiljanlegt að sá sem hefur einungis lært um gúmmítékka-spilaborgir, hafi ekki endilega sömu sýn og Lilja Mósesdóttir og fleira gott raunsæisfólk, sem hefur unnið heiðarlega og hörðum höndum fyrir sinni þekkingu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dollar, evra, króna, pund, franki.

Þetta er allt sama vandamálið ef prentun peninganna er ómarkviss.

Peningamálastefna getur verið góð eða slæm, og hún er ekkert gríðarlega mikið skárri í öðrum löndum en á Íslandi.

Stór hluti af vandanum er að oft er rennt hálfblint í sjóinn með loðnar eða ófullkomnar forsendur sem gefa ranga niðurstöðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2012 kl. 21:31

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ég hefi allatíð ekkert séð nema að við eygum að vera með alþjóðagjalmiðil ekki spurning,maður skammaðist sýn hér áður en kortin komu erlendis,þegar gjaldreyrir ver svo lítill að maður varð að spara allt og á útoppnuðu að fá sér gjaldeyrir á svörtu,þetta er bara skömm!!!!!í nútímanum!!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 29.4.2012 kl. 22:19

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli. Ég er sammála því að það er skömm hvernig spilltir stjórnmálamenn þjóna heimsauðvaldinu, og hafa alla tíð gert. Og það er skömm að því hvernig glæpamafíu-stjórnendur viðskipta í heiminum hafa hertekið þjóðir í gegnum matsfyrirtæki, sem eru siðlaus fyrirtæki sálarlausra auðjöfra heimsins. Þar er höfuðmeinið, sem er látið grassera á skipulagðan hátt, yfir langan tíma. Það er gert þannig skipulega yfir langan tíma, til að fólk átti sig ekki á raunverulegum staðreyndum.

Þetta er mín sýn á þessi svokölluðu gjaldmiðils-stríðsmál vítt og breitt um veröldina. Það verður að byrja á siðferðislegu uppgjöri, og breyttu hugarfari í heiminum.

Blekking er engin lausn fyrir nokkra þjóð. Það er búið að prófa verðbréfablekkinguna, með þremur heimskreppum. Nú verður að taka raunverulega siðmennt í notkun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1045708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband