Okur vantar svona unga menn sem hafa þetta á hreinu eins og sagt er hér!!!!

Ég verð að taka mér það bessaleyfi að birta þetta efir þennan unga mann -sem segi eignlega allt sem ég vildi segja um þessa ríkisstjórn ,og það sem verið er að gera vitlaust hjáða okkur/Halli gamli
 
Lækkum skatta! Það varð úr að draumur vinstrimanna rættist að lokum. Fyrsta hreina vinstristjórn
sögunnar tók við völdum vorið 2009 og var eitt af hennar fyrstu verkum að hækka skatta. Þeirra tími var kominn og varð íslenska þjóðin þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera sú fyrsta frá upphafi til að skattleggja sig út úr efnahagshremmingum. Sömu lögmál gilda þó hér á landi og annars staðar þrátt fyrir tal skattasérfræðinganna í fjármálaráðuneytinu um annað. Skattastefna vinstristjórnarinnar mistókst hrapallega og herti snöruna um háls skattgreiðenda. Það hefur verið nóg að gera í fjármálaráðuneytinu seinustu ár. Ríkisstjórnin setti tóninn snemma og hækkaði flesta skatta um of, sem og bjó til nýja á sínu fyrsta ári. Má þar meðal annars nefna auðlegðarskattinn sem er í raun ekkert annað en eitt form af eignaupptöku, eins og bent hefur verið á. Það er ógerningur að gera grein fyrir öllum breytingum ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu en þær eru vel yfir hundrað talsins. Það er eitt að hækka skatta en annað að hringla í sífellu í skattkerfinu og skapa þar með óvissu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki þessa lands. Aukið flækjustig skattkerfisins dregur að auki úr skilvirkni þess, fjölgar skattsvikum og gerir einstaklingum torveldara fyrir að athuga hversu há upphæð rennur í raun til hins opinbera. Þá er ótalið það ranglæti sem aukin skattheimta felur í sér. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn beitir ekki skattkerfinu eingöngu til að fjármagna rekstur hins opinbera eða greiða af skuldum þess, heldur til að knýja fram jöfnuð. Allir eiga að vera jafnir og enginn má skara fram úr. Þannig hafa forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sagt fullum fetum að „ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan [fái] ekki að soga til sín hagvöxtinn“. Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar, frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, kveður við sama tón. Réttur manna til eigna er fótum troðinn af hömlulausum stjórnvöldum sem segjast eiga tilkall til verðmæta sem aðrir, framtakssamir einstaklingar, hafa skapað. Allt þetta er gert í nafni jafnaðar og réttlætis. Ríkisstjórnin er einnig gráðug í völd. Skattahækkanir auka völd hennar yfir borgurunum og kemur það því engum spánskt fyrir sjónir að fyrsta úrræði hennar sé ætíð að hækka skatta. Ríkisvaldið stækkar og þenst út á meðan svigrúm einstaklingsins minnkar. Við höfum séð hvaða afleiðingar það hefur til lengri tíma litið: vonleysi, grimmd og kúgun. Mál dagsins í dag er að lækka skatta á alla. Leyfum fólki að ráðstafa þeim fjármunum sem það vinnur sér inn. Leyfum ekki misvitrum, gráðugum stjórnmálamönnum að láta greipar sópa um verðmæti okkar. Skattgreiðendur þessa lands hljóta að geta sammælst um það að endi verði bundinn á skattahækkanir vinstristjórnarinnar sem allra fyrst. Ranglætinu verður að linna. Greinin birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 4. maí.//////Þetta er frábært hjá þessum unga mannsins sem þessa grein skrifar ekki spurning er ekki hægt að segja þetta betur ,hafi hann þökk fyrir/Halli gamli

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1045793

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband