Átta umferðarslys á tíu dögum í og við Búðardal/Það er eitthvað að þarna!!!

Átta umferðarslys á tíu dögum í og við Búðardal Innlent | mbl | 27.5.2012 | 19:40 Hvítasunnuhelgin virðist almennt ganga vel fyrir sig að sögn lögreglunnar um land allt enda sól og blíða víðast hvar og tíðindalítið ef frá er talið í Búðardal. Átta bílveltur á tólf dögum - uggvænleg þróun Í gær varð umferðarslys rétt sunnan við Búðardal þar sem bíll með þremur farþegum valt. Meiðsli þeirra voru sem betur fer minniháttar, en bíllinn gjörónýtur. Er þetta er áttunda slysið í röð á tólf dögum á svæðinu en í öllum tilfellum hefur verið um að ræða útafakstur og bílveltur. Þar af hafnaði bíll í einu tilfelli hátt í 100 metra fyrir utan veg. Í öllum tilvikunum var um meiðsli á farþegum að ræða, þar af alvarleg í þremur þar sem flytja þurfti fullt fólk til Reykjavíkur til aðhlynningar. Að sögn lögreglunnar á svæðinu er þetta uggvænleg þróun, ekki síst þar sem vorboðarnir í umferðinni á svæðinu hafa einkum verið bílaleigubílar þar sem ökumenn eru óvanir að aka í lausamöl, og síðan lausaganga sauðfjár. Í tilvikunum undanfarið hefur ekki verið um bílaleigubíla að ræða. Vill lögregla beina þeim tilmælum til ökumanna um svæðið að fara sérstaklega varlega og virða hraðamörk. Undir áhrifum og skírteinislaus Á Suðurnesjum var tilkynnt um týndan dreng í morgun sem strax var hafin leit að. Fannst pilturinn undir hádegið en hann hafði vaknað snemma og farið út að leika sér án þess að láta vita. Á Selfossi hafði einn ökumaður verið í Grímsnesinu grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var hann einnig með útrunnið ökuskírteini. Tekin var úr honum blóðprufa og send í rannsókn. Annars hafði umferð um svæðið gengið áfallalaust fyrir sig í dag þrátt fyrir töluverðan fjölda bíla á svæðinu. Á Eskifirði hafði lögregla haft afskipti af nokkrum ökumönnum fyrir hraðakstur, einkum á Norðfjarðarvegi og á Fagradal þar sem menn höfðu verið að kitla pinnann.////////Þetta er ekki gott og eiginlega ekki í lagi ,við erum alltaf með i haga það sem Ökukenarar og bækur sögðu okkur er við lærðum,að engin verður óbarin Biskup eða bílstjóri,og að aka eftir ástæðum hverju sinni,svo er fólki sem ekur bílaleigu bilum sagt allt um aksturinn á íslenskum vegum,og kæruleisi er einnig með i för,en það er háalvarlegt að keyra bifreið og valda slysi og við eigum öll ung og Fulloðin að  virða það ,og koma heil heim Akstur er þannig að annað er ekki gert á meðan,öll athyggli á að keyra og horfa i kringum sig!!!! Það er aldei of sagt um það/Halli gamli
mbl.is Átta umferðarslys á tíu dögum í og við Búðardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1045635

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband