Algjör katarstroffa þessar heilsugæslur í dag,breytum þessu og spörum með þvi strax!!!

Þörf er á skipulagsbreytingu í heilsugæslu Fréttablaðið

Aðsendar greinar 20. júlí 2012 06:00 Tweet SendaPrenta Eyjólfur Guðmundsson heilsugæslulæknir Eyjólfur Guðmundsson skrifar: Fjöldi einstaklinga á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur engan fastan heimilislækni og fer því á mis við lögboðna grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu.

Allir fastráðnir heimilislæknar eru með fullskráð samlög en auk þess eiga sömu læknar að sinna einstaklingum í umdæmum heilsugæslustöðvanna sem eru án heimilislæknis. Álag og starfsaðstaða heimilislækna er því óboðleg sem hefur endurspeglast í uppsögnum og ekki fást lengur sérfræðingar í heimilislækningum til starfa í auglýstar stöður.

Bið eftir tíma hjá heimilislækni er óásættanlega langur en rétt er að taka fram að þjónustu Læknavaktarinnar er ekki hægt að bera saman við alhliða starfsemi heilsugæslustöðva. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, en veikburða heilsugæsla dregur úr þjónustustýringu og er því kostnaðarsöm fyrir samfélagið.

Mikilvægi heilsugæslu liggur í góðri yfirsýn yfir heilsufar sjúklinga sem auðveldar forvarnir, greiningu og meðferð langvinnra sjúkdóma, einkum lífsstílssjúkdóma en þess misskilnings gætir oft og ekki síst meðal ráðamanna að heilsugæslan sinni minniháttar veikindum hjá annars frísku fólki. Rannsóknir hafa sýnt að heilsugæsla mönnuð sérfræðingum í heimilislækningum getur leyst úr vanda allt að 90% þeirra sem til hennar leita og er því aðeins í undantekningartilfellum þörf á dýrari sérfræði- eða sjúkrahúsþjónustu. Til að auðvelda þjónustustýringu innan heilbrigðiskerfisins þurfa stjórnvöld með markvissari hætti að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

Hingað til hafa stjórnvöld ekki beitt sér með skipulegum hætti til að svo geti orðið. Taka verður pólitíska ákvörðun um að efla heilsugæsluna en um það er reyndar ákvæði í núverandi stjórnarsáttmála. Undanfarið hefur borið á því að sjúklingar leiti á bráðamóttökur sjúkrahúsanna vegna oft á tíðum minniháttar veikinda. Af þessum vanda dró velferðarráðherra alrangar ályktanir í nýlegu viðtali og viðraði óraunhæfar hugmyndir um að auka enn frekar afköst heilsugæslunnar en þar fá sjúklingar ekki afgreiðslu eins og lækningaforstjóri benti réttilega á vegna læknaskorts.

Heilsugæslan þarf án tafar skipulagsbreytingar sem norræna velferðarstjórnin og velferðarráðuneytið á að hafa frumkvæði að. Skapa þarf öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu með því að gera öllum landsmönnum kleift að skrá sig hjá heimilislækni og tryggja um leið jafnan rétt þegnanna til persónulegrar læknisþjónustu. Vel starfandi heilsugæsla er gríðarlega mikilvæg til að skapa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, fötlun eða félagslegri stöðu og er því grunnurinn að markvissri lýðheilsu.

Í byrjun árs 2010 var tekið upp í Svíþjóð fyrirkomulag í heilbrigðisþjónustu sem nefnt hefur verið þjónustuval eða „vårdval” en markmiðið er að tryggja sjúklingum öryggi og samfellu í heilbrigðisþjónustu. Einstaklingum er nú frjálst að velja sér heimilislækni en það er á ábyrgð stjórnvalda að skipuleggja þjónustuna og sjá til þess að slíkt val sé mögulegt.

Í fyrirkomulaginu felst að ríkið greiðir fyrir þjónustu heilsugæslu óháð rekstrarformi en rekstrarfé fylgir notanda þjónustunnar. Fjölbreytni í rekstrarformum í heilsugæslu eykur áhuga lækna á heimilislækningum og skapar um leið eðlilegri starfsskilyrði og samkeppnisstöðu gagnvart öðrum þjónustustigum innan heilbrigðiskerfisins.

Einnig er í Svíþjóð starfrækt öflug símaráðgjöf á landsvísu allan sólarhringinn mönnuð fagfólki sem leiðbeinir um þjónustu ef veikindi koma upp. Slíka símaþjónustu vantar sárlega á Íslandi. Af reynslu minni í starfi heimilislæknis bæði í Svíþjóð og á Íslandi get ég staðfest að starfsaðstaða er betri og skipulag heilsugæslu markvissara í Svíþjóð. Af hverju vefst fyrir stjórnmálamönnum á Íslandi að byggja upp heilsugæsluna? Ekki vefst fyrir þeim að samþykkja milljarða í hátæknisjúkrahús. Einungis brot af kostnaði við hátæknisjúkrahús færi í að koma heilsugæslunni á réttan kjöl og arður fjárfestingarinnar yrði ríkulegur.////////Það er lengi búiað að vara svona að heilsugæsla er ekki að geta sinnt sínu verkefni!!! ÞAÐ ER HÆGHT AÐ SPARA MIKIÐ MEÐ ÞVI AÐ BREYTA ÞVI !!!Eins og þessi Læknir segir er það minnsta mál sækka pakkann og taka við mikið fleirum og hafa einnig þessa simaþjónustu,það er einnig hægt að gera þetta meira spennandi fyrir læknana  að breyta og hafa þetta mátulega vinnu,í dag getur verið um hálfur mánuður að ná inn til síns læknis á heilugæslunni ,og margur er læknislaus!!! Svolítill partur af þessum ofurspítala sem ekki á  að byggja þarna i Kvosinni má bara gera í aföngun annarstaðar,geta farið i alvöru Heilugæslu!!!!/Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1045720

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband