Veðurhorfur með besta móti/Gott fyrir alla bæði þeim sem eru á faraldsfæti :og okkar sem heima erum!!

Veðurhorfur með besta móti Innlent | mbl.is | 1.8.2012 | 11:15 Óhætt er að segja að veðurhorfur nú fyrir vÞað viðrar vel til útilegu um helgina.erslunarmannahelgina eru með besta móti fyrir landið eins og það leggur sig, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á bloggsíðu sína.

Reiknað er með háum loftþrýstingi sem á rætur að rekja til hæðarhryggs í háloftunum hér vestur undan. „Staðan er farin að verða okkur kunnugleg þetta sumarið og afleiðingin alveg þurrt veður og niðurstreymi lofts sem aftur leiðir til heiðríkju yfir landi. Það sem meira er að loftið yfir landinu verður í hlýrra lagi, en ekkert meira en það,“ skrifar Einar.

Helgarspáin er þessi að mati Einars: Föstudagur 3. ágúst: Nokkuð eindreginn SV- og V-vindur. Allt að því strekkingur á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi, en annars hægur vindur. Leiðir til þess að hlýja loftið hærra uppi nær að blandast niður, einkum suðaustan- og austanlands.

Þar gæti hiti sums staðar komist í 20 til 25°C. Annars 14 til 18 stig. Þurrt um land allt og léttskýjað, en skýjað um tíma norðvestantil.

Laugardagur 4. ágúst: Verður komið hægviðri um land allt. Létt hafgola við strendur yfir daginn. Léttskýjað eða heiðríkja um nánast allt land. Hiti 15 til 20 stig og jafnvel hærri þegar best lætur á vænum stöðum til landsins og ekki síður á hálendinu en í byggð. Kólnar nokkuð í húminu yfir nóttina niður í 5 til 9 stig.

Sunnudagur 5. ágúst: Svipað veður og hægviðrasamt, en þó eru nokkrar líkur til þess að það verði meira skýjað, einkum af háskýjum á landinu sem berast úr vestri og norðri suðaustur yfir landið. Ekki þó útlit fyrir úrkomu. Áfram fremur hlýtt í lofti, og allt að 16 til 19 stig og hærri þar sem sólin nær helst að brjótast í gegn, t.a.m. um austanvert landið. Hins vegar er spáð tempraðri næturhita á sunnudag.

Mánudagur 6. ágúst: Áfram er útlit fyrir sama hægviðrið og úrkomulaust að heita má um allt land. Óvissa helst um skýjafarið, líklega skýjað vestan- og norðantil, en síður sunnan- og austantil. Ekkert lát verður hins vegar á ágætum sumarhita um land allt. ..//////Þetta er hin besta spá!! og Einar bloggvinur minn er góður í þessu eins og mörgu öðru,langtíma spár hans hafa staðið um 70% eða meira!!!En þetta er gott að við skulum fá núna ekki blauta verslunarmannahelgi,og við skulum einnig vona að þeirsem eru á ferð og flugi komi heilir heim,og engin slys eða nauðganir verði þessa blessaða Helgi okkar,við stefnum bara öll að því//Halli gamli


mbl.is Veðurhorfur með besta móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband