22.8.2012 | 22:31
Einfaldara og sanngjarnara kerfi/það er málið og það fljótt!!!!!!
Einfaldara og sanngjarnara kerfi Innlent | mbl | 22.8.2012 | 21:40 Mér finnst menn ekki nota nægilega mikið leikjafræði þegar kemur að skattlagningu. Það er að reyna að átta sig á því hvernig skattgreiðandinn eða neytandinn bregst við,
segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksinsen hann hefur sett fram ákveðnar hugmyndir um það hvernig halda mætti á álagningu virðisaukaskatts hér á landi þannig að fyrirkomulagið yrði einfaldara og sanngjarnara. Þarna sting ég uppá að skoðað verði meðal annars að allar skattaundanþágu verði til dæmis afnumdar en þær eru glettilegar margar.
Ég nefni til dæmis undanþágur í laxveiði, menntakerfinu er allt saman undanþegið og heilbrigðiskerfið og ýmsir aðrir mjög stórir póstar. Markmiðið væri þá að auka jafnræðið á milli einkareksturs og opinbers reksturs sem ég tel mjög mikilvægt, segir Pétur. Framlög til til að mynda mennta- og heilbrigðiskerfisins yrðu þá aukin sem nemur skattlagningunni en það þýddi einfaldara kerfi þar sem sama kerfi gilti um alla.
Pétur segist vilja lækka virðisaukaskattinn úr 25,5% eins og staðan er í flestum tilfellum í dag og niður í 16,5%. Þetta yrði gert með því að lækka skattinn um 1% annan hvern mánuð. Full lækkun í 16,5% næðist þannig á 16 mánuðum. Þarna er ennfremur á ferðinni sú hugsun að ef menn lækka skattinn í þrepum sem eru fyrirfram ákveðin þá veit fólk að til dæmis að bílar munu lækka og þá mun neytandinn væntanlega hægja á neyslunni, segir Pétur.
Það þýði að þeir sem eru að selja bíla þurfi þá að bjóða sérstök tilboð til þess að geta selt vöruna. Lækkunin verður að vera umtalsverð Menn hafa stundum sagt að ef skattalækkunin sé lítil, kannski 1-2% eins og stundum hefur verið gert, þá fari það ekkert út í verðlagið sem er líklega rétt. Þess vegna þarf lækkunin að vera umtalsverð eins og ég sting upp á.
Lækkun upp á 25,5% í 16,5%, það eru 9%. Það er umtalsverð lækkun og hún mun skila sér. Bæði í aukinni veltu og lækkun vöruverðs, lækkun vísitölu o.s.frv., segir Pétur ennfremur. Pétur segist á móti vilja hækka lægra virðisaukaskattþrepið úr 7% í 16,5%. Þær vörur séu hins vegar annars eðlis. Þú getur til dæmis ekki geymt það að kaupa mjólk í þrjá mánuði eða flýtt þeirri neyslu.
Það neyslumynstur er miklu harðara. Ég er annars aðallega að velta þessum hugmyndum upp og að hugsa þurfi mikið meira um hegðun skattgreiðandans. Pétur bendir á að með þessu væri kerfið allt gert miklu einfaldara og gegnsærra.
Eitt fyrirkomulag gilti um alla og líkur á undanskotum minnkuðu. Bæði vegna þess að það væri erfiðara í einfaldara og gegnsærra kerfi og einnig vegna þess að lægri skattprósenta þýddi að það væri minni hvati til þess.///////Svona hugmyndir eru áhugaverðar mjög, og ber að skoða,þetta eignlega allt nema matarverð!!! 9.5% hækkun á þvi yrði þúngur baggi fyrir margan,ekki alla en hvað,Ekki trúi ég að Pétur Blöndal vilji fara að styrkja þá sem mynna mega sín sérstaklega vegna þessa,En þetta væri að mörgu leiti skinsamlegt og ef matvara myndi hækka svona mikið mundi það verða skoða betur/Halli gamli
Einfaldara og sanngjarnara kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Haraldur og fyrirgefðu mér villuna í nafni þínu hér fyrr, en ég er á því að einhversskonar svona einföldun þurfi að koma á á þessu kerfi öllu saman fyrir utan hækkun á 7% skattinum sem er á í dag, hann má ekki hækka heldur lækka ef eitthvað er vegna þess að eins og staðan er í dag á mjög mörgum heimilum þá þola þau litla sem enga hækkun á matvörum og ef eitthvað er eins og ég segi að lækka og þá sérstaklega á mjólkurvörum sem eru stór útgjaldarliður hjá mörgum heimilum og fyrirtækjum...
Það situr í mér atburður sem gerðist fyrir einu og hálfu ári eða svo er ég varð vitni þar sem eldri maður var að kaupa mjólkurlíter 1, brauð hrísgrjón og oststykki lítið. Hann var ekki með nægan pening fyrir öllu og stóð frammi fyrir því að halda ostinum og skila öllu hinu eða skila ostinum og halda hinu, hann lét þau orð falla að það væri nú orðið helv... hart þegar eldra fólkið hefði nú ekki lengur efni á því að kaupa sér ost stykkið sitt á brauðið...
Þarna gerði ég mér alvaralega grein fyrir því hvað mjólkurvörur eru dýrar og hversu ílla við öll látum okkur varða hag okkur eldri...
En fyrirgefðu mér þennan útúrsnúning en það þarf að koma einföldun á þetta kerfi og lækkun á sköttum öllum því er ég sammála.
Kv.góð
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.8.2012 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.