23.8.2012 | 07:23
Lilja gefur ekki kost á sér/Mjög slæmt fyrur samtökin að mínu mati!!!
Lilja gefur ekki kost á sér Innlent | mbl.is | 23.8.2012 | 6:51 Lilja Mósesdóttir gefur ekki kost á sér í embætti formanns Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, á landsfundi flokksins sem haldinn verður í byrjun október.
Þannig segist hún axla ábyrgð á fylgistapi flokksins undanfarna mánuðiFram að kosningum segist hún munu einbeita sér að störfum sínum á þingi. Lilja nefnir margar ástæður sem liggi baki þeirri ákvörðun að sækjast ekki eftir kjöri.
Þyngst vegi mikill aðstöðumunur milli stjórnmálaflokka hvað varðar fjárframlög úr ríkissjóði og aðgengi að fjölmiðlum. Nýjum stjórnmálasamtökum sé gert að fjármagna kosningabaráttu sína með styrkjum á meðan stóru flokkarnir njóti 22-90 milljóna króna ríkisstyrkja.
Nánast ógerningur sé að koma á framfæri upplýsingum um stefnu og fulltrúa nýrra flokka til almennings því fjölmiðlar haldi ríkisstyrktu flokkunum á lofti en hafi lítinn áhuga á nýjum framboðum.Auk þess séu ný stjórnmálasamtök áhrifalaus á Alþingi.
Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður en mikill meðbyr með málflutningi mínum um fjármálakreppuna varð til þess að ég tók ákvörðun um að bjóða fram krafta mína í síðustu alþingiskosningum, segir í yfirlýsingu sem Lilja sendi frá sér í morgun.
Með framboði mínu vonaðist ég til að geta lagt mitt af mörkum til að endurreisn efnahagslífsins grundvallaðist á hagsmunum almennings. Nýtur ekki lengur sama stuðnings Hún segir málefnastarfið og samstarfið við félaga Samstöðu hafa verið gefandi en nú þegar Samstaða njóti ekki lengur sama stuðnings í samfélaginu eins og við stofnun samtakanna sé nauðsynlegt að staldra við og íhuga framhaldið.
Niðurstaða mín er sú að farsælast sé að gefa ekki kost á mér í embætti formanns Samstöðu á landsfundi samtakanna í byrjun október og axla þannig ábyrgð á fylgistapinu. Sem þingmaður mun ég halda áfram að leggja mig fram um að bregðast ekki trausti kjósenda og verja vinnutíma mínum og starfsorku í baráttu fyrir réttlátu samfélagi þar sem meiri jöfnuður, velferð og lýðræði ríkir. Landsfundur Samstöðu verður haldinn 6. október n.k. Þar verður kosin stjórn og formaður flokksins.///////Þetta mundi ég segja að væri vont fyrir samstöðu ,flokk sem hefði getað, og kannski gerir sig í kosningum?? en þetta er hennar ákvörun og skarð fyrir skydi að áliti margra,en hún hefur stungið á mörgum kýlum sem þörf er á að leysa ekki spurning/Halli gamli
Lilja gefur ekki kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man ekki eftir neinu góðu eftir þessa konu.. núll
DoctorE (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 07:34
Sæll Halli minn. Ég lít á þessa ákvörðun Lilju sem jákvæða ájvörðun. Hún hefur verk að vinna á þingi, og tekur ábyrgð á þeirri vinnu. Það er full vinna að sinna þingstörfum af samviskusemi. Þetta sýnir heilindi hennar í verki.
Það er líka rétt hjá henni að nýjum framboðum með jákvæðar breytingar á stefnuskrá, er haldið niðri með mismunun í fjárstyrkjum frá ríkinu. Það er mjög siðlaust og óréttlátt að ríghalda í gömlu spilltu flokkseigendurna með ofurstyrkjum frá ríkinu, og svelta ný framboð. Það er þessi blinda tryggð margra við gömlu flokkseigenda-klíkurnar, sem standa í vegi fyrir breytingum og réttlæti á Íslandi.
Lilja verður áfram í Samstöðu, þótt hún verði ekki formaður, eftir því sem fréttin segir. Það er gott mál.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2012 kl. 07:42
afsakið villuna...jákvæða ákvörðun, átti þetta að vera.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2012 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.