7.9.2012 | 16:03
Íslendingar borða innfluttan fisk///"Detta manni allar lýs úr hári",sagði gamalt máltæki!!!
Íslendingar borða innfluttan fisk Innlent | mbl.is | 6.9.2012 | 22:58 Íslendingar borða í auknum mæli bæði innfluttan fisk og humar.
Þetta segir fisksali í Kolaportinu sem lendir oft í vandræðum með að verða sér úti um frosna ýsu og segir stefna í að humarskortur verði um jólin því allt sé flutt úr landi. Asíski eldisfiskurinn pangasius selst vel í staðinn, enda ódýr.
Merkingarnar samræmast ekki ESB-stöðlum Árni Elvar Eyjólfsson selur frosið sjávarfang í Kolaportinu en hann segir gríðarlega erfitt þessa dagana að verða sér úti um frosinn fisk. Engan sjófrystan fisk sé að fá því togararnir hafi verið á makríl.
Hann hafði samband við fiskvinnslu úti á landi sem hann hefur áður keypt fisk frá þegar annað bregst og fékk þau svör að jú, þar væri vissulega frosna ýsu að fá en hún mætti ekki fara í endursölu á innanlands. Pangasius er eldishvítfiskur frá Asíu sem fluttur er í auknum mæli til Evrópu til að svara eftirspurn eftir fiski.
Ástæðan er sú að ýsan er pökkuð fyrir Ameríkumarkað, og merkingarnar á umbúðunum samræmast ekki reglum Evrópusambandsins. Innihaldið er þó það sama, íslenskur fiskur, og Árni segir það skjóta skökku við að ekki megi dreifa honum innanlands þegar eftirspurn sé eftir því. Ekki er því útlit fyrir að frosin ýsa fáist í básnum hjá Árna Elvari, en það er ekki eina tegundin sem skortur er á.
Enginn humar um jólin? Það verður enginn humar fyrir Íslendinga um jólin, þetta er allt orðið flutt ferskt út, heill upp úr sjó. Það fæst orðið svo gott verð bæði í Evrópu og á Bandaríkjamarkaði fyrir þannig humar og það er farið að bera á skorti, sérstaklega á veitingahúsum. Það er endalaust hringt frá veitingahúsum í leit að humri. Það var aðeins til í upphafi sumars, en þá var líka fluttur inn til landsins hellingur af skoskum humri, sem er reyndar ekki boði lengur núna.
Árni bendir á að það séu fyrst og fremst þeir sem dreifi frosnum fiski, bæði ýsu og þorski, sem séu í vanda. Fiskbúðirnar geti áfram keypt ferskan fisk og selt en hann sé líka dýrari. Árni Elvar deyr þó ekki ráðalaus. Eldisfiskur frá Asíu selst vel Ég er að flytja inn fisk sem er miklu betri heldur en bæði ýsa og þorskur.
Hann heitir pangasius og það er að verða alveg ótrúleg sala í þessum fiski til Íslendinga. Hann er líka svo ódýr. Pangasius er eldisfiskur frá Asíu sem hefur í auknum mæli verið fluttur inn á Evrópumarkað undanfarin ár til að anna eftirspurn eftir fiski, og verður sífellt vinsælli. Þrátt fyrir lágt verð segir Árni að pangasius sé prýðisgóður fiskur og leggist vel í Íslendinga sem ekki geta fengið ýsu eða þorsk. Það kemur bara fiskur í fisks stað."///////////Eins og ég segi þarna um gamla máltækið,"detta manni allar lýs úr hári" er þetta furðulegt mjög að við skulum ekki gertað annað eftirspurn um flestan fisk á Íslandi,og farin að flytja inn bæði fisk og lambakjöt!!!Ekki það að fiskur er dýr og ef maður getur fengin hann ódyrari frá Asíu sem er eldisfiskur þá bara gerum við það og sem mest og flytjum hinn út!!! þetta er skrítið og ekki auðmelt en svona er ísland í dag/Halli gamli
Íslendingar borða innfluttan fisk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er furðulegt mál. Eru maðkar í mysunni?
Sú var tíðin að ýsa var einungis seld innanlands enda hún ákaflega fljót að skemmast og tínd út úr afla togaranna áður en þeir sigldu með aflann til Englands eða Þýskalands.
Svo var farið að verka og frysta aflann um borð sem breyttu öllum forsendum.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2012 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.