Meirihluti á móti í meira en þrjú ár Innlent | mbl | 15.10.2012 | 21:10 Mikill meirihluti landsmanna hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið hér á landi síðan í byrjun ágúst 2009 eða í meira en þrjú ár óháð því hverjir hafa gert kannanirnar.
sem birtar hafa verið hér á landi síðan í byrjun ágúst 2009 eða í meira en þrjú ár óháð því hvaða aðilar hafa gert þær eða fyrir hverja. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar voru birtar fyrr í dag en könnunin var gerð af Capacent fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, en samkvæmt þeim eru nú 57,6% landsmanna andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 27,3% hlynnt henni.
Nokkuð er síðan afstaðan var síðast könnuð en það var í apríl síðastliðnum þegar skoðanakönnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sýndi hliðstæðar niðurstöður. Andstaðan nú mælist þó 3,8% meiri en í þeirri könnun á kostnað óákveðinna. Skoðanakannanir um afstöðuna til inngöngu í ESB 2009-2012.
Eina könnun vantar frá ágúst 2011 sem var þó ekki frábrugðin hinum. ... Eins og áður segir hafa allar skoðanakannanir sem birtar hafa verið frá því að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið var send í lok júlí 2009 sýnt afgerandi meirihluta gegn því að gengið yrði í sambandi, en fyrsta könnunin sem sýndi slíka niðurstöðu var gerð af Capacent Gallup fyrir hugveituna Andríki í sama mánuði og umsóknin var send og niðurstöðurnar birtar 4. ágúst sama ár.
Einhverjar sveiflur hafa þó átt sér stað þó þær hafi aldrei verið miklar. Þannig mældist munurinn á milli andstæðra fylkinga mestur í mars 2010 en þá voru 60% andvíg inngöngu í Evrópusambandið og 24,4% hlynnt. Minnstur munurinn var hins vegar í júní 2011 þegar rúm 50% voru á móti inngöngu en 37,3% studdu hana (sjá meðfylgjandi línurit hér að neðan).
Meirihluti gegn inngöngu, umsókn og evru Einnig hafa verið gerðar skoðanakannanir um fleiri spurningar sem snúa að Evrópumálunum og þar á meðal um afstöðuna til umsóknarinnar sem slíkrar. Þær kannanir hafa verið nokkuð misvísandi og orðalag spurninganna virst skipta máli.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnun um afstöðuna til umsóknarinnar sem gerð var af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins var ekki mikill munur á fylkingunum en meirihluti var fyrir því að draga umsóknina til baka eða 43,6% gegn 42,6%.
Þá hefur einnig verið spurt um afstöðu fólks til þess að skipta um gjaldmiðil á Íslandi og taka evruna upp í þeim tilgangi en síðast var gerð skoðanakönnun í þeim efnum í byrjun þessa árs af MMR fyrir Andríki sem sýndi 52% andvíg því en 28% samþykk.
Ef marka má síðustu skoðanakannanir sem gerðar hafa verið er meirihluti Íslendinga samkvæmt því andvígur inngöngu í Evrópusambandið, er hlynntur því að draga umsóknina um inngöngu til baka og vill ekki taka upp evru sem gjaldmiðil þjóðarinnar.//////////Við verðum að að fara að átta okkur á!!! að þetta verður aldrei samþykkt,og engin eftirgjöf er eylíf,og við eigum að vinda okkur í að gera okkur klára til að framkvæma og auka störf og atvinnu svo við öll getum boragað skuldir okkar og þar með talið ríkið okkar,svo við getum orðið sjálfsbjarga með okkar auðlindir og selt frá okkur Afurðir sjáfar landbúnaðar og ferðamennsku,síðar skuldlaus getum við tekið upp annan gjaldmiðil,og verið sjálfstæð og gert bara tvíhiða samninga við hvaða ríki sem er,þetta er allavega ein leiðin//Halli gamli
Meirihluti á móti í meira en þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.