Aukin framleiðsla og fleiri afgreiðslustaðir//þetta verður að gerast sem fyrst,nýta sorpið og allt lífrænt sem fellur til!!!

Aukin framl eiðsla og fleiri afgreiðslustaðir Innlent | Morgunblaðið | 4.3.2013 | 13:00 Norðurorka ráðgerir að opna afgreiðslustöð fyrir metan á Akureyri í sumar, þá fyrstu utan höfuðborgarsvæðisins en fyrir eru afgreiðslustöðvar hjá N1 við Bíldshöfða í Reykjavík og við Tinhellu í Hafnarfirði.

Áætluð framleiðsla á hauggasi úr gömlu sorphaugunum í Glerárdal við Akureyri gæti verið um 600 þúsund normalrúmmetrar (Nm³) en þess má geta að framleiðslan hjá Sorpu bs. í Álfsnesi er um tvær milljónir Nm³ á ári.

Einn Nm³ jafngildir 1,12 lítrum af 95 oktana bensíni, svona til samanburðar. Losun lífræns úrgangs til metanframleiðslu er um (10 þúsund tonn) á ári.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er talið að 15-20% af því magni sé hægt að nýta. Þurfa urðunarstaðir að ná töluverðri stærð til að teljast hagkvæmir til framleiðslu af þessu tagi.

Talið er að ríflega 1.000 ökutæki séu knúin með metani hér á landi og búið að breyta mörgum bílum þannig að þeir geti notað metan.

Sorpa er langstærsti framleiðandi á metani hér á landi. Dótturfélagið Metan var stofnað 1999, til að annast sölu- og markaðsmál.

En eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins í fyrra sér Sorpa einungis um framleiðsluna, og N1 tók alfarið að sér sölu á metani við Bíldshöfða og í Hafnarfirði. Pípulögnin úr Álfsnesi er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

Talið er að hægt sé að framleiða á þriðju milljón Nm³ af metani í Álfsnesi og rannsóknarverkefni er í gangi hjá Metani um það hvernig megi auka þessa framleiðslu enn meir.

Fleiri ætla í metanið Fleiri aðilar eru með áform um framleiðslu og sölu á metani. Metanorka, dótturfélag Íslenska gámafélagsins, hefur keypt metangas af Metani, eða Sorpu, en ráðgerir eigin framleiðslustöð á Melum í Hvalfjarðarsveit.

Að sögn Dofra Hermannssonar er það verkefni á áætlun og stefnt að því að geta hafið framleiðslu í lok árs 2014. Er ætlunin að vinna þar um milljón Nm³ á ári af metani. Metanorka er einnig í samstarfi við Olís um opnun afgreiðslustöðvar.

Stefnt er að opnun stöðvar á fyrri hluta ársins en endanleg ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir.

Metanorka hefur sömuleiðis verið með áform um að setja upp afgreiðslustöð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Holur boraðar í Glerárdal Að sögn Helga Jóhannessonar, forstjóra Norðurorku, hefur fyrirtækið verið að undirbúa metanframleiðslu í nokkur ár.

Búið er að bora holur í gömlu sorphaugana í Glerárdal og benda niðurstöður til þess að vinnanlegt magn sé um 600 þúsund Nm³ á ári allt til ársins 2030 en til 2040 í mesta lagi.

Magnið ætti að duga til notkunar fyrir ígildi 600 fólksbíla en Helgi segir Norðurorku leggja áherslu á að geta þjónustað stærri ökutæki, eins og vinnutæki á vegum Akureyrarbæjar.

Einnig munu fólksbílar geta tekið metan á stöðinni, sem mun rísa á lóð vestan Mjólkursamsölunnar, við gatnamót Súluvegar og Miðhúsabrautar, ekki langt frá KA-vellinum.

Vegna þessara áforma festi Norðurorka kaup á gashreinsistöð frá Svíþjóð, sem kostaði um 115 milljónir króna.

aVerða lögð rör frá hreinsistöðinni í Glerárdal að afgreiðslustöðinni, til að flytja metanið. Alls mun það kosta Norðurorku um 300 milljónir króna að koma metanframleiðslunni af stað.///////////////Við fylgjumst spennt með sem erum á svona bílum og almennt flestir sem vilja spara innkaup á rándýru bensíni eða olíu,er einnig þeir sem bíða eftir alvöru rafmagnsbílum með langdrægni!!en þetta er vakning sem hefur gengið alltof hægt það eru komnir eins sagt er þarna um þúsund bílar með þetta Metan að hluta en nota bensín meðfram ef þetta þrýtur,og við eigum mikið af lífrænu rusli sem þarf að gera Metan úr og við því verður að bregðast meira við ekki spurning,þetta sparar svona mikinn gjaldeyrir og svo mengar þetta ekkert!!!en svo hefur verið spáð illa fyrir þessu og ekki bætir það úr skák!!en við bíðum eftir aukningu hér svo Akureyri komist inn og svo vantar bara fyrir Austfirði þar væri gott að safna á einn stað öllu rusli lífrænu og setja þar upp vinnslu og þá erum við ánægðir hringinn!!!en minn bíll sem er Chefrolet Captíva tekur með því að gera hann bara 5 manna 40  Nm3 eða sem svarar 44 litra af bensíni!!!!/Halli gamli


mbl.is Aukin framleiðsla og fleiri afgreiðslustaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1045682

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband