7.4.2013 | 22:21
Hrunið bjargaði slippnum//fátt er svo með öllu illt að ey boði gott ,segir máltækið!!!
Hrunið bjargaði slippnum Viðskipti | mbl | 7.4.2013 | 12:30 Hrunið hafði þau áhrif að skipaviðgerðir urðu samkeppnishæfar hér á landi og sóttu erlend skipafélög í þjónustu hér á landi.
Þá hafi hrunið stoppað þau áform sem uppi voru hjá borgaryfirvöldum um flutning slippsins frá gömlu höfninni til Grundartanga. Þetta segir Bjarni Thoroddsen, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar Frumtaks.
Það er eiginlega of mikið að gera eins og staðan er í dag, segir Bjarni, en hann er þó ekki alveg jafn bjartsýnn á framtíðina og segir að mörg stærri verkefna hér á landi séu í biðstöðu eða óvíst hvort af verði.
Nefnir hann þar á meðal virkjanaframkvæmdir og vinnslu við álver. Halda upp á 80 ára afmælið Fyrirtækið Stálsmiðjan rekur uppruna sinn til ársins 1933 og verður því 80 ára á þessu ári.
Auk þess að reka slippinn er fyrirtækið með stálsmiðju á Grundartanga og vélaviðgerðir, stálsmiðju og renniverkstæði undir nafni Framtaks í Garðabæ.
Þá flutti dísilverkstæði félagsins, sem kallast Blossi, nýlega upp á Dvergshöfða, en Blossi hafði áður verið í Garðabæ.
Á sama stað flutti einnig trésmíðahluti fyrirtækisins sem áður var með aðsetur úti á Granda. Komið að flestum virkjunum hérlendis Stálsmiðjan hefur að sögn Bjarna verið mjög tengd öllum virkjanaframkvæmdum hér á landi gegnum tíðina og komið að vélbúnaði í þeim öllum, ef frá er talin Blönduvirkjun.
Þá hafi félagið komið að byggingu allra álveranna og sé í dag að þjónusta þau, meðal annars með viðhaldi á kerum.
Stálsmiðjan á og rekur slippinn í gömlu höfninni Árni Sæberg Eftir efnahagshrunið breyttist nokkuð áhugi manna á skipaviðgerðum hérlendis og segir Bjarni að allt í einu hafi fyrirtækið orðið samkeppnishæft á alþjóðamarkaði vegna gengislækkunar krónunnar.
Eftir hrunið verðum við samkeppnishæf og jafnvel ódýrari en verkstæði í Póllandi, en hann segir að það hafi verið óhugsandi fyrir hrunið.
Þá hafi jafnvel skipafyrirtæki sent skip í viðgerð hingað frá Noregi, Kanada og Grænlandi. Slippurinn ekki lengur þyrnir í augum yfirvalda Mikil uppbygging hefur verið í kringum slippsvæðið á síðustu árum og nú er þar komið nýtt Icelandair hótel, auk þess sem fjöldi veitingastaða og annarrar verslunar hefur sprottið þar upp.
Aðspurður hvort ekki hafi þrengt að svæðinu og hvort hann telji að mögulegt fyrir slippinn að vera mikið lengur í gömlu höfninni segir Bjarni að mikil umskipti hafi orðið hjá borgaryfirvöldum. Það er mikill vilji borgaryfirvalda að halda slippstarfseminni áfram.
Þetta hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn og mér skilst að það sé orðið einstakt að svona starfsemi sé í miðri borg.
En þetta virðist hafa slegið í gegn og mér skilst að það veki athygli gesta hótelsins að sjá skip dregin upp, segir Bjarni, en að sögn hans var ekki vilji hjá fyrri stjórnvöldum að halda starfseminni og byrjað var að huga að niðurrifi og brottflutningi fyrirtækisins af svæðinu.
Vegna þessa hafði verið tekin frá lóð upp á Grundartanga fyrir slippinn og útilokar Bjarni ekki að þangað fari hann í framtíðinni.
Framtíðin ekki nógu björt Miðað við stöðu mála í dag virðist því hagur starfseminnar vera nokkuð góður, en Bjarni segir að framtíðin sé ekki nógu björt.
Hann nefnir í því samhengi að nokkur stórverkefni séu í biðstöðu eða óvissu. Meðal annars Helguvík, Hverahlíðavirkjun og vatnsaflsvirkjanir.
Ef að ekkert af þessum verkefnum verður segir hann að tala megi um að starfsemin verði í herkví, en verði farið út í einhver þeirra sé bjart yfir.///////////////////þessu er maður búin að skrifa um oft og sagt að saga útgerðar á Íslandi er þara að stórum hluta þessi Slippur eða Slippfélagið í R.vík h/f var stofnað í október 1902 annað elsta hlutafélag á Íslandi Hraðfrystistöðin í Vestmannaeyjum var á undan,ég ætla ekki að reka þessu sögu alla en hún er löng og ströng,ég byrjaði að vinna þarna í nóvember 1949 og vann þarna og málningarverksmiðjunni sem stofnuð var 1952 svo áfram til 1997 eða svo með stuttum hléum 2* en svona als í 43 ár en við fluttum svo Verksmiðjuna 1971 inn í Voga en sambandi var alveg áfram,þetta er tilefnið t6il að halda á lofti og þarna var stór eigandi Tryggvi Ófeigsson stór útgerðamaður sem gerði út að mig minnir 5 togara og svo stóra Fiskvinnslu á Kirkjusandi þar sem Íslandsbanki var byggður úr seinna,en meira um þetta siðar alla söguna sem menn eiga að vita//Halli gamli
Hrunið bjargaði slippnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.