Varað við ofsaveðri í kvöld og nótt:það ber að fara eftir þessu !!!!


Vonskuveður verður á Suður- og Suðausturlandi í kvöld og nótt.Varað við ofsaveðri í kvöld og nótt Innlent | mbl.is | 29.12.2013 | 16:38 Vonskuveður verður á Suður- og Suðausturlandi í kvöld og nótt. Búist er við stormi, meðalvindi meira en 20 m/s sunnan- og vestantil á landinu í kvöld og fram á morgun.

Ofsaveður verður, með 28 m/s eða meira, seint í kvöld og í alla nótt í Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum, við Mýrdalsjökul og Öræfajökul.

Klukkan 15 í dag var austan- og norðaustan 10-18 m/s sunnan- og vestantil, en hvassast var þó 25 m/s á Stórhöfða. Vaxandi austan- og norðaustanátt verður með kvöldinu.

Í kvöld fer einnig að snjóa syðst á landinu og víðar í nótt. Upp úr hádegi á morgun lægir sunnanlands og verður þá slydda eða ringing með köflum, en allhvöss austan- og norðaustanátt um norðanvert landið fram á annað kvöld, með snjókomu eða slyddu.

Hægt hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig sunnanlands á morgun, en minnkandi frost fyrir norðan. Snjókoma og hvassviðri á Suðausturlandi Víða verður skafrenningur á fjallvegum í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum er reiknað með hviðum allt að 40-45 m/s frá því seint í kvöld og fram á nóttina. Einnig verður snjókoma í Mýrdalnum í nótt.

Í Öræfum má einnig reikna með byljóttum vindi og hviðum 35-45 m/s frá því upp úr kl. 20 og til morguns. Þá er gert ráð fyrir talsverðri snjókomu suðaustanlands, austan Öræfa í nótt og fram á morguninn.

Víða hálka á vegum Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Suðurnesjum og snjóþekja á Grindavíkurvegi. Hálka er á Sandskeiði og í Þrengslum ásamt skafrenningi, en hálka eða hálkublettir víðast hvar á Suðurlandi.

Hálkublettir eða hálka eru á flestum vegum á Vesturlandi og sums staðar skafrenningur. Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja og sumstaðar strekkingsvindur og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Klettshálsi og óveður.

Á Ströndum er ófært úr Bjarnarfirði norður í Djúpavík. Hálka er í Húnavatnssýslum og Skagafirði en þar fyrir austan er sums staðar ofankoma og snjóþekja á vegum.

Hálka er á flestum vegum á Austurlandi en sums staðar snjóþekja.

Hreindýrahópar eru nú rétt norðan við Lindarsel á Háreksstaðaleið.

Vegir eru auðir frá Djúpavogi vestur á Mýrdalssand.//////////////Svona spám ber að fara eftir, og fara að öllu með gát,og vera ekki á ferð að óþörfu!!Við Íslendingar verðum að fara að læra þetta,og gera ekki grín að að veðurspám,og fara eftir þeim sem hægt er!!!Ekki að segja bara ekkert marktækt við þessar veðurspár//Halli gamli


mbl.is Varað við ofsaveðri í kvöld og nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Finnst þér ekki Halli að þeir sem sinna ekki svona augljósum aðvörunum, vaða út í tóma vitleysu og þurfa síðan að kalla til björgunarsveitir til aðstoðar eigi ekki að greiða sanngjarnt endurgjald fyrir veitta þjónustu?

Ætli flestir myndu ekki hugsa sig um tvisvar áður en af stað er farið ef þeir ættu von á að greiða fyrir aðstoðina?

Bestu kveðjur

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2013 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1045718

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband