Frelsi í utanríkisviðskiptum mikilvægt:það er númer eitt,við þurfum að stokka þar upp!!!


Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Frelsi í utanríkisviðskiptum mikilægt Innlent | mbl.is | 18.3.2014 | 16:11 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. „Staða Íslands í utanríkisviðskiptum er að mörgu leyti öfundsverð,“ segir meðal annars í skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, sem lögð hefur verið fram á Alþingi og ráðherrann mun væntanlega flytja síðar í vikunni.
 
Þannig tryggi EES-samningurinn aðkomu Íslands að innri markaði Evrópusambandsins á sama tíma og landið sé hluti af víðfeðmu neti fríverslunarsamninga á vettvangi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem nái til stórs hluta heimsins.
 
„Þar að auki höfum við tækifæri til að sækja á nýjar lendur á eigin forsendum eins og sannast hefur með metnaðarfullum fríverslunarsamningi okkar við fjölmennustu þjóð heims, Kínverja, sem og eina þá fámennustu, frændur okkar í Færeyjum.
 
Í þessu felst frelsi og mikill sveigjanleiki sem er íslensku efnahagslífi gríðarlegur styrkur. Slíkum sveigjanleika og drifkrafti væri ekki til að dreifa nema vegna sjálfstæðis okkar til athafna á sviði utanríkisviðskipta.“
 
Mörg tækifæri fyrir íslenskar vörur og hugvit Fram kemur að nýir markaðir fyrir íslenskan varning og hugvit hafi orðið til á skömmum tíma og íslenskt athafnafólk sé að störfum um víða veröld.
 
Ör hagvöxtur og hröð þróun í alþjóðaviðskiptum skapi spennandi tækifæri fyrir Íslendinga í nýmarkaðsríkjum eins og til að mynda Brasilíu, Indlandi og Víetnam.
 
Þá standi Íslendingar vel að vígi með að nýta sér möguleikana sem birtast í auknum kaupmætti og breyttum neysluvenjum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. „Tækifærin sem Íslendingar standa frammi fyrir eru þó líka vel sýnileg keppinautum okkar.
 
Samkeppni um markaðsaðgang er mikil og vegna þráteflisins í samningaviðræðum aðila innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hefur orðið mikil aukning í gerð tvíhliða og svæðisbundinna fríverslunarsamninga á undanförnum árum. Þar er oftar en ekki kapphlaup um aðgengi. Þannig geta tafir á gerð samninga þýtt það að farið er á mis við tækifæri.“
 
Einnig er rætt í skýrslunni um norðurslóðir og mikilvægi þróunar mála þar fyrir hagsmuni Íslands. Bent er á að af aðildarríkjum Norðurskautsráðsins sé Ísland eina ríkið í þeirri stöðu að allir borgarar þess búi á því svæði.
 
„Menning okkar og sjálfsvitund verður ekki slitin úr þessu samhengi og á þjóðin að nýta þetta á sem flestum sviðum.
 
Málefni norðurslóða eru kjarninn í utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og endurspeglar stjórnarsáttmálinn þessa hugsun.“ Friður og öryggi ekki sjálfsagður hlutir Evrópumálin eru einnig rædd og lögð áhersla á að samskipti Íslands við Evrópusambandið verði áfram í öndvegi þó forsendur hafi breyst. Samstarfið snúist fyrst og fremst um EES-samninginn líkt og undanfarna tvo áratugi.
 
„Evrópa er einn okkar mikilvægasti markaður og við viljum áfram tengjast Evrópu og Evrópusambandinu traustum böndum. Við höfum sótt fram á sameiginlegum evrópskum markaði, markað okkur sérstöðu og rekið þar hagsmunagæslu gagnvart nágrönnum okkar.“ Þá er fjallað um öryggismál með tilliti til stöðunnar í heimsmálunum.
 
Ekki sé gefið að friður, öryggi og stöðugleiki ríki í þeim heimshluta sem Íslendingar byggi þó slíku sé gjarnan tekið sem gefnum hlut. Vísað er til stöðu mála í Úkraínu í því sambandi. Enn sé allt óvíst hvernig þróun mála verði í þeim efnum.
 
„Friður og öryggi stórs hluta Evrópu er í húfi og það er hlutverk Íslendinga að standa vaktina með samstarfsaðilum okkar og leggja lóð á vogarskálar svo friðvænlegt verði á ný.“//////////////////Það er svo að manni gengur til húðar hvað þessi maður Gunnar Bragi er lítillækkaður af andsæðingum sínum,bara þeirra skömm,sem leggjast svo langt að ófrægja hann um eiginlega  allt,en þetta er önnur saga en ég ætlaði að fjalla um,það eru frjáls viðskipti við þær þjóðir sem við viljum skipta við,en ekki festa okkur við vilja ESB sem gerið það að verkum að allir samningar ganga þar í gegn,við erum ekki sjálfráð eftir inngöngu í ESB als ekki,en án þessa jafnvel þó við yrðum áfram í EES er það spurning nema breyta þar ýmsu,þá getum við sem best gert tvíhliðasamning við hvaða ríki sem er og vilja kaupa afurðir okkar á góðu verði,ekki þarf ég að fjölyrða meira um þetta hann gerir það sjálfur í greininni,og vel það,en innylmunasinnar eru brjálaðir í að komst í gamalmannahælið í ESB og versla við þá eingöngu,framtíðin segir okkur allt annað////Halli gamli

mbl.is Frelsi í utanríkisviðskiptum mikilægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband