22.3.2014 | 15:48
250 manns biðu í Varmahlíð:þetta er fimbulvetur þarna ekki spurning!!!

250 manns biðu í Varmahlíð Innlent | mbl.is | 22.3.2014 | 14:47 Öxnadalsheiði Vegurinn um Öxnadalsheiði og Víkurskarð hefur verið opnaður. Vegfarendur eru þó beðnir um að sýna sérstaka aðgát þar sem vegurinn er einbreiður.
Öxnadalsheiðin var búin að vera lokuð síðan á miðvikudagskvöldið og búast má því við mikilli umferð um heiðina.Fjölmargir hafa setið fastir vegna lokunarinnar og að sögn starfsmanns N1 í Varmahlíð voru um 250 manns þar inni að bíða þegar mest var. Þeir sem lengst hafa biðu voru þar í um tvær til þrjár klukkustundir.
Hann sagði flesta hafa verið vera pollrólega þó unglingar og yngri ferðalangar hafi margir verið orðnir nokkuð óþreyjufullir.
Færð og aðstæður Þokkaleg færð er á Norðurlandi vestra nema hvað enn er ófært á Siglufjarðarvegi og Þæfingsfærð er frá Hofsósi út í Fljót. Ólafsfjarðarmúli er nú opinn en verið er að moka snjóflóðið á Grenivíkurvegi.
Þá opnast Víkurskarð alveg á næstunni. Þæfingsfærð er með ströndinni frá Húsavík til Vopnafjarðar. Ekki verður opnað yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi í dag.
Veður hefur skánað mikið á vestanverðu landinu en áfram er norðan hvassviðri, snjókoma og skafrenningur um landið norðaustanvert og á Austurlandi fram eftir degi.
Það eru hálkublettir á Hellisheiði en hálka í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en hálka eða hálkublettir eru á örfáum öðrum vegum á Suðurlandi.
Hálka eða hálkublettir eru á köflum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er nú orðið opið um Djúp og suður um Strandir. Ófært er hins vegar yfir Þröskulda og eins á Klettshálsi og vestur að Brjánslæk.
Slæmt veður er á Austurlandi og víða snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært auk þess sem ófært er við Heiðarenda, á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra.
Greiðfært er frá Djúpavogi suður um. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að áætlað sé að moka alla daga ef veður leyfir en stytta þjónustutíma og miða hann við að opið sé milli klukkan 13 og 17.
Vinna í Múlagöngum Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni.
Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur/////////////////////Þetta er að verða Fimbulvetur og ætlar að halda þessu áfrm eitthvað,en svona ófærð og snjóalög hafa ekki verið í fjölda ára,fyrir Vestan Norðan og Austan,þetta er okkur kostnaðarsamt og peningar að verða búnir!!en þetta er svona með vetur Konung hann lætur ekki að sér hæða,farið bara varlega öll/Halli gamli
.
![]() |
250 manns biðu í Varmahlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.