Sámur fann Dorrit í fönninni:Það gaman að Forseti vor fer tl Hólmavíkur!!!

Dorrit og Sámur
Sámur fann Dorrit í fönninni Innlent | mbl.is | 24.3.2014 | 21:30 Dorrit og Sámur Dorrit Moussaieff forsetafrú var í gær grafin í fönn og hundar látnir leita að henni.
 
Hundurinn hennar hann Sámur var ekki lengi að finna matmóður sína og gróf hana upp undir styrkri stjórn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands.
 
Dorrit er verndari Björgunarhundasveitar Landsbjargar og er Ólafur verndari samtakanna í heild. Jónas Guðmundsson, hjá Landsbjörgu, segir forsetahjónin vera mjög áhugasöm og liðtæk í starfinu.
 
„Þau voru þarna stærstan hluta dagsins og tóku virkan þátt í æfingunum.“ Dorrit og Sámur tóku formlega við starfi verndara hundasveitarinnar í kvöldverðarboði sem haldið var þeim til heiðurs.
 
Dorrit klappar leitarhundi Dorrit klappar leitarhundi Mynd/Landsbjörg Sámur ber nú stoltur merki Björgunarhundasveitar Íslands og er að sögn verðugur fulltrúi ferfætlinganna.
 
Nú stendur yfir árlegt vetrarnámskeið hundasveitarinnar þar sem hundarnir eru þjálfaðir og metnir til leitar í snjóflóðum. 23 hundar eru á námskeiðinu en það er um helmingur allra leitarhunda á landinu. Jónas segir Dorrit hafa verið duglega við að gefa hundunum knús á milli stífra æfinga.
 
Vilja knús og nammimola Sámur er ekki sérstaklega þjálfaður björgunarhundur, en Jónas segir leitareðli hans hafa komið í ljós þegar Dorrit var grafin í fönn. „Þau eru víst mjög hænd hvort að öðru og hann hefur fundið lyktina af eiganda sínum og reynir þá auðvitað að finna hana.“
 
Hann segir þetta leitareðli vera það sem geri hunda að björgunarhundum. Ólafur Ragnar er verndari Landsbjargar og tók virkan þátt í æfingum Björgunarhundasveitarinnar. Ólafur Ragnar er verndari Landsbjargar og tók virkan þátt í æfingum Björgunarhundasveitarinnar.
 
Mynd/Landsbjörg „Við erum að spila inná þetta eðli en þjálfa þá í að leita að fólki þó þetta sé ekki eigandinn sem þarf að finna. Hundarnir vilja nefnilega bara komast til eiganda síns og fá knús og nammimola og það er það sem við notum.“ Hér má sjá fleiri myndir frá æfingunni.
 
Fóru víða um Hólmavík Forsetahjónin fóru einnig víða í dag og heimsóttu Þróunarsetrið á Hólmavík, Sauðfjársetrið á Ströndum, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Orkubús Vestfjarða, útibú Vegagerðarinnar, rækjuvinnsluna Hólmadrang, leikskólann Lækjarbrekku og Grunn- og tónskóla Hólmavíkur.
 
Nefna má að forsetahjónin hittu aldraða vistmenn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og snæddu hádegisverð með þeim og með starfsmönnum.
 

Einnig ræddu hjónin við nemendur Grunn- og tónskóla Hólmavíkur um mannlíf og náttúru á Ströndum og kosti þess að alast upp í litlum samfélögum dreifðra byggða.////////////////////þetta er gott hjá Forseta vorum að fara í byggðir landsins og heimsækja ein að vetri sem sumri,á meðan þurfa ekki menn að óttast að hann tali af sér í Alþjóðamálum sem hann hefur haft gæfu til að gera og eftir kreppuna var hann lengi einn sem tali við þessa háu herra erlendis,ekki gerðu vinstri menn það að tala um hlutina framkvæmdu og töluðu valla við neinn!!En Forsetafrúin er heil og skemmtileg og vill taka þátt blessunin,þetta er mjög svo gott að Forseti okkar geri meira af þessu,og láti ekki þessa pólitíksku frekju !!!varna sér að segja meiningu sína/Halli gamli


mbl.is Sámur fann Dorrit í fönninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband