22.7.2014 | 22:29
Fetar í fótspor Grace Kelly/Ekki leiðum að líkjast segir maður bara!!!
Fetar í fótspor Grace Kelly Innlent | mbl | 22.7.2014 | 21:36 Bríet Ósk Kristjánsdóttir. Hin 22 ára gamla Bríet Ósk hefur í haust nám við einn virtasta leiklistarskóla Bandaríkjanna.
Bríet Ósk sem hefur leikið frá því að hún man eftir sér, á von á því að námið verði erfitt, en skemmtilegt. Margar stjörnur hafa stundað nám við skólann, meðal annars Adrien Brody og Grace Kelly.
Ég hef verið að leika og setja upp leikrit frá því að ég man eftir mér, segir Bríet Ósk Kristjánsdóttir, aðspurð um upphaf leiklistaráhugans, en Bríet Ósk mun hefja nám í einum virtasta leiklistarskóla Bandaríkjanna, The American Academy of Dramatic Arts, í haust. Bríet Ósk sem er 22 ára gömul er stúdent úr Verzlunarskóla Íslands.
Ég fór í Verzló til þess að taka þátt í leikritunum og síðan ég varð stúdent hef ég farið á nokkur leiklistarnámskeið, m.a. í Þýskalandi. Fyrr á þessu ári sótti Bríet Ósk um í skólanum og í mars fór hún til London í prufur.
Ég sótti bara um í þessum eina skóla, ég varð eiginlega ástfangin af honum um leið og ég fór að lesa mér til um hann, segir Bríet Ósk sem bætir við að líklega hafi listinn yfir fyrrum nemendur skólans heillað hana hvað mest en þeir eru m.a. stórstjörnurnar Adrien Brody, Anne Hathaway, Paul Rudd, Danny Devito, Grace Kelly og Robert Redford.
Umsóknarferlið langt og strangt Að sögn Bríetar var umsóknarferlið langt og strangt. Fyrst þurfti ég að skrifa stutta ritgerð um sjálfa mig og mína drauma. Bríet er einnig fær myndlistarkona. Hér sést sjálfsmynd eftir hana.
Bríet er einnig fær myndlistarkona. Hér sést sjálfsmynd eftir hana. Mynd úr einkasafni Einnig þurfti ég að skila inn meðmælum, en ég fékk þau frá Gunnari Helgasyni og Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu. Síðan fór ég í áheyrnarprufu í mars.
Bríet undirbjó sig í um þrjár vikur fyrir prufuna. Ég tók mér frí í vinnunni til þess að undirbúa mig og lagðist í leikritalestur. Maður átti að vera tilbúinn með tvo einleiki, einn dramatískan og einn kómedískan. Eftir prufurnar í London var Bríet ekki viss um að hún hafi komist inn.
Mér fannst ekki ganga neitt sérstaklega vel. Prufan var á laugardegi en svo fékk ég bara símtal á mánudaginn þar sem ég var spurð hvort ég vildi ekki koma í skólann.
Það kom mér rosalega á óvart. Annað sem kom Bríeti á óvart var að hún fékk mjög háan styrk frá skólanum fyrir skólagjöldunum.
Námið er þriggja ára grunnnám, en Bríet fékk styrk fyrir tæpum helmingi skólagjaldanna. Það munar klárlega um það því þetta er svo rosalega dýrt nám, segir Bríet.
Staðsetningin heillar Skólinn er í Los Angeles í Bandaríkjunum og segir Bríet að staðsetningin sé vissulega heillandi. Mér finnst Los Angeles mjög spennandi borg.
Mynd úr einkasafni Þegar ég ákvað að ég vildi fara í leiklist ákvað ég líka að ég vildi búa þar sem það er sól, ég er örugglega ekki ein um það, segir Bríet.
Bríet viðurkennir þó að þetta sé langt að fara og verði vissulega viðbrigði frá Reykjavík. Einnig var rosalega langt ferli að fá landvistarleyfi.
Það liggur við að þeir hafi þurft skóstærðina á öllum fjölskyldumeðlimum áður en þær gátu veitt mér leyfi, segir Bríet og hlær.
Bríet fer út um miðjan ágúst og mun deila íbúð með þremur öðrum nemendum við skólann. Aðspurð segist Bríet ekki vita við hverju skal búast.
Ég er mjög spennt en er samt að búa mig undir það að þetta verði erfitt.//////////Þetta er og verður gaman ,en erfitt að mati okkar ,allra að vera i svona skóla sem er svona virtur eins og þetta segir okkur,en gaman að þetta tókst,og hún er alveg í skýjunum með þetta,við bara óskum henni velfarnaðar!!!/Halli gamli
Fetar í fótspor Grace Kelly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 1046585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.