Fetar í fótspor Grace Kelly/Ekki leiðum að líkjast segir maður bara!!!


Bríet Ósk Kristjánsdóttir. Fetar í fótspor Grace Kelly Innlent | mbl | 22.7.2014 | 21:36 Bríet Ósk Kristjánsdóttir. Hin 22 ára gamla Bríet Ósk hefur í haust nám við einn virtasta leiklistarskóla Bandaríkjanna.

Bríet Ósk sem hefur leikið frá því að hún man eftir sér, á von á því að námið verði erfitt, en skemmtilegt. Margar stjörnur hafa stundað nám við skólann, meðal annars Adrien Brody og Grace Kelly.

„Ég hef verið að leika og setja upp leik­rit frá því að ég man eft­ir mér,“ seg­ir Bríet Ósk Kristjáns­dótt­ir, aðspurð um upp­haf leik­listaráhug­ans, en Bríet Ósk mun hefja nám í ein­um virt­asta leik­list­ar­skóla Banda­ríkj­anna, The American Aca­demy of Dramatic Arts, í haust. Bríet Ósk sem er 22 ára göm­ul er stúd­ent úr Verzl­un­ar­skóla Íslands.

„Ég fór í Verzló til þess að taka þátt í leik­rit­un­um og síðan ég varð stúd­ent hef ég farið á nokk­ur leik­list­ar­nám­skeið, m.a. í Þýskalandi.“ Fyrr á þessu ári sótti Bríet Ósk um í skól­an­um og í mars fór hún til London í pruf­ur.

„Ég sótti bara um í þess­um eina skóla, ég varð eig­in­lega ást­fang­in af hon­um um leið og ég fór að lesa mér til um hann,“ seg­ir Bríet Ósk sem bæt­ir við að lík­lega hafi list­inn yfir fyrr­um nem­end­ur skól­ans heillað hana hvað mest en þeir eru m.a. stór­stjörn­urn­ar Adrien Brody, Anne Hat­haway, Paul Rudd, Danny Devito, Grace Kelly og Robert Red­ford.

Um­sókn­ar­ferlið langt og strangt Að sögn Bríet­ar var um­sókn­ar­ferlið langt og strangt. „Fyrst þurfti ég að skrifa stutta rit­gerð um sjálfa mig og mína drauma. Bríet er einnig fær myndlistarkona. Hér sést sjálfsmynd eftir hana.

Bríet er einnig fær mynd­list­ar­kona. Hér sést sjálfs­mynd eft­ir hana. Mynd úr einka­safni Einnig þurfti ég að skila inn meðmæl­um, en ég fékk þau frá Gunn­ari Helga­syni og Jó­hann­esi Kristjáns­syni eft­ir­hermu. Síðan fór ég í áheyrn­ar­prufu í mars.

“ Bríet und­ir­bjó sig í um þrjár vik­ur fyr­ir pruf­una. „Ég tók mér frí í vinn­unni til þess að und­ir­búa mig og lagðist í leik­rita­lest­ur. Maður átti að vera til­bú­inn með tvo ein­leiki, einn drama­tísk­an og einn kó­me­dísk­an.“ Eft­ir pruf­urn­ar í London var Bríet ekki viss um að hún hafi kom­ist inn.

„Mér fannst ekki ganga neitt sér­stak­lega vel. Pruf­an var á laug­ar­degi en svo fékk ég bara sím­tal á mánu­dag­inn þar sem ég var spurð hvort ég vildi ekki koma í skól­ann.

Það kom mér rosa­lega á óvart.“ Annað sem kom Bríeti á óvart var að hún fékk mjög háan styrk frá skól­an­um fyr­ir skóla­gjöld­un­um.

Námið er þriggja ára grunn­nám, en Bríet fékk styrk fyr­ir tæp­um helm­ingi skóla­gjald­anna. „Það mun­ar klár­lega um það því þetta er svo rosa­lega dýrt nám,“ seg­ir Bríet.

Staðsetn­ing­in heill­ar Skól­inn er í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um og seg­ir Bríet að staðsetn­ing­in sé vissu­lega heill­andi. „Mér finnst Los Ang­eles mjög spenn­andi borg.

Mynd úr einka­safni Þegar ég ákvað að ég vildi fara í leik­list ákvað ég líka að ég vildi búa þar sem það er sól, ég er ör­ugg­lega ekki ein um það,“ seg­ir Bríet.

Bríet viður­kenn­ir þó að þetta sé langt að fara og verði vissu­lega viðbrigði frá Reykja­vík. „Einnig var rosa­lega langt ferli að fá land­vist­ar­leyfi.

Það ligg­ur við að þeir hafi þurft skó­stærðina á öll­um fjöl­skyldumeðlim­um áður en þær gátu veitt mér leyfi,“ seg­ir Bríet og hlær.

Bríet fer út um miðjan ág­úst og mun deila íbúð með þrem­ur öðrum nem­end­um við skól­ann. Aðspurð seg­ist Bríet ekki vita við hverju skal bú­ast.

„Ég er mjög spennt en er samt að búa mig und­ir það að þetta verði erfitt.“//////////Þetta er og verður gaman ,en erfitt að mati okkar ,allra að vera i svona skóla sem er svona virtur eins og þetta segir okkur,en gaman að þetta tókst,og hún er alveg í skýjunum með þetta,við bara óskum henni velfarnaðar!!!/Halli gamli


mbl.is Fetar í fótspor Grace Kelly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 1045710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband