Vísitalan lækkar á milli mánaða//Það er svo að þessi vísitala er brengluð mjög

Sumarútsölur hafa áhrif á vísitölu neysluverðs.
Vísitalan lækkar á milli mánaða Innlent | mbl.is | 23.7.2014 | 9:24 Sumarútsölur hafa áhrif á vísitölu neysluverðs.
 
Vísitala neysluverðs lækkar um 0,17% milli mánaða. Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,6% (áhrif á vísitöluna -0,55%). Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 17% (0,29%).
 
Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,4% og vísi­tal­an án hús­næðis hef­ur hækkað um 1,4%.
 
Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 0,3% sem jafn­gild­ir 1,0% verðbólgu á ári (0,7% verðbólgu fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).
 
Vísi­tala neyslu­verðs sam­kvæmt út­reikn­ingi í júlí 2014, sem er 422,1 stig, gild­ir til verðtrygg­ing­ar í sept­em­ber 2014.
 
Vísi­tala fyr­ir eldri fjár­skuld­bind­ing­ar, sem breyt­ast eft­ir láns­kjara­vísi­tölu, er 8.334 stig fyr­ir sept­em­ber 2014.//////////////////Þessi vísitala er fumskógur sem við fæst skiljum,það ber að breyta henni og það sem fyrst,þessar hækkanir margar koma als ekki rétt út fyrir okkur als ekki,breytið henni/Halli gamli

mbl.is Vísitalan lækkar á milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vísitalan er mælikvarði. Og rétt eins og með tommustokkinn þá verður þú ekkert hærri þó þú krotir nýjan kvarða á hann. Það er ekki vigtinni að kenna ef þú telur þig of þungan og þó þú blásir heitu lofti á hitamælinn þá hverfur ekki hálkan. Vísitölumælingar eru stöðluð fyrirbæri sem ekki er á valdi Íslendinga að breyta.

Hvernig vísitalan er síðan notuð er allt annað mál og kemur vísitölumælingum ekkert við.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 12:53

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

í vísitölunni er ymislegt sem ekki á að vera T.D. eldsneiti og magt fleira sem hækkar lánin okkar stöðugt!!!!

Haraldur Haraldsson, 23.7.2014 kl. 14:45

3 identicon

Eldsneyti er ein af þeim vörum sem flest heimili kaupa og á því heima í vísitölu neysluvöru. Neysluvöruvísitalan mælir verðbreytingar á almennum neysluvörum.

Tenging vísitölunnar við lánin eru til þess að þú borgir jafn mikið eldsneyti til baka og þú fékkst lánað. En Íslenskum lántakendum er mörgum hverjum meinilla við að skila sömu verðmætum til baka og þeim voru lánuð. Sem er frekar merki um slagt siðferði en að eitthvað sé að vísitölunni.

Þeir tímar sem þig dreymir um þar sem þú gast fengið sparifé fermingarbarna og lífeyrir aldraða lánaðan, keypt þér fint nýtt einbýlishús í Reykjavík og borgað til baka verðmæti kjallaraíbúðar í Grenivík, eru liðnir og koma ekki aftur.

Ufsi (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1046585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband