Sigríður verður lögreglustjóri/Allt gott um það að segja,Ráðherran sem skipar er einnig kona!!!


Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri.Sigríður verður lögreglustjóri Innlent | mbl.is | 24.7.2014 | 13:35 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, hefur verið ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs,

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir verður fyrsta kon­an sem gegn­ir embætti lög­reglu­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu.

Embætti lög­reglu­stjóra á land­inu verða 9 í stað 15 með nýj­um lög­um um lög­reglu­um­dæmi. Ný lög­reglulið njóta styrks af stærri liðsheild, færri stjórn­end­um og hag­kvæm­ari rekstri, seg­ir í til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Stefán Ei­ríks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri, hef­ur verið ráðinn sviðsstjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur skipað Sig­ríði Björk Guðjóns­dótt­ur í embætti lög­reglu­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu; það þýðir að hún flyst frá embætt­inu á Suður­nesj­um þar sem hún hef­ur verið frá ár­inu 2009.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/Ó​mar Hún var aðstoðarrík­is­lög­reglu­stjóri á ár­un­um 2007–2008, sýslumaður á Ísaf­irði 2002–2006 og þar áður skatt­stjóri Vest­fjarðaum­dæm­is.

Vilji Alþing­is og lög­reglu að efla hlut kvenna Sig­ríður Björk er fyrsta kon­an sem gegn­ir embætti lög­reglu­stjóra á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Sig­ríður er að taka við kefl­inu af mjög góðum manni sem sinnt hef­ur verk­inu með mikl­um sóma og það er mik­ill feng­ur fyr­ir lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu að fá hana hingað. Það hef­ur verið vilji Alþing­is og vilji lög­regl­unn­ar að efla hlut kvenna í þess­um mik­il­vægu störf­um og þess vegna eru þetta mjög ánægju­leg tíma­mót,“ sagði Hanna Birna í sam­tali við mbl.

Þá hef­ur ráðherra í kjöl­far niður­stöðu sér­stakr­ar val­nefnd­ar til­kynnt um skip­an í embætti lög­reglu­stjóra í nýj­um um­dæm­um. Sam­kvæmt nýj­um lög­um verður lög­reglu­um­dæm­um fækkað úr 15 í níu og mun breyt­ing­in taka gildi um næstu ára­mót. „Við erum núna að fylgja eft­ir lög­un­um sem voru samþykkt á þingi í vor og erum að fækka embætt­un­um.

Mér finnst hafa tek­ist mjög vel til með að skipa fólk til þess­ara verka.

Þeir sem voru í þess­um störf­um höfðu for­gang og ég held að liðið sem við erum að fá til að leiða þess­ar breyt­ing­ar, bæði hjá sýslu­mönn­um og lög­reglu­stjór­un­um, sé mjög góður hóp­ur, enda bíða þeirra mik­il og stór verk­efni,“ seg­ir Hanna Birna.

Skip­an í embætti lög­reglu­stjóra verður sem hér seg­ir: Lög­reglu­stjóri á Suður­landi: Kjart­an Þorkels­son. Lög­reglu­stjóri á Aust­ur­landi:

In­ger L. Jóns­dótt­ir.Lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra:

Halla Bergþóra Björns­dótt­ir. Lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra:

Páll Björns­son. Lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi:

Úlfar Lúðvíks­son. Lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu:

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir. í Reykvík

Lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um:Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son.

Tvö embætti lög­reglu­stjóra verða aug­lýst á næstu dög­um, embætti lög­reglu­stjóra á Vest­fjörðum og í Vest­manna­eyj­um.

Aðspurð hvort til greina hafi komið að aug­lýsa fleiri stöður seg­ir Hanna Birna að ráðning­arn­ar hafi þurft að byggja á lög­um sem geri ráð fyr­ir að þeir sem áður voru í störf­un­um hafi for­gang.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra seg­ir í til­kynn­ingu að efl­ing lög­gæsl­unn­ar hafi verið eitt af for­gangs­verk­efn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar en með þess­um breyt­ing­um verða til færri en um leið öfl­ugri embætti.

„Minni yf­ir­bygg­ing, fjöl­breytt­ur og sterk­ur hóp­ur lög­gæslu­fólks, tækni­fram­far­ir og bætt­ur búnaður lög­reglu stuðlar að því að starf­semi lög­regl­unn­ar inn­an um­dæma verði skipu­lögð með mark­viss­ari hætti. Ég býð ný­skipaða lög­reglu­stjóra vel­komna til starfa og er þess full­viss að þeir muni leggja sitt af mörk­um við að tryggja ör­yggi al­menn­ings og öfl­uga þjón­ustu á hverj­um stað.

“ Ráðherra ákveður að höfðu sam­ráði við viðkom­andi lög­reglu­stjóra og aðra hags­munaaðila hvar í um­dæm­inu aðal­stöð lög­reglu­stjóra verður.

Það verður hlut­verk lög­reglu­stjóra að skipu­leggja starf­semi lög­regluliðanna og jafn­framt að ákveða hvaða starfslið hef­ur aðset­ur á aðal­stöð og öðrum varðstöðvum.

Nú þegar hafa verið birt til kynn­ing­ar og sam­ráðs umræðuskjöl um um­dæm­a­mörk og starfs­stöðvar nýrra embætta og hafa ráðuneyt­inu borist fjöl­marg­ar ábend­ing­ar og at­huga­semd­ir sem farið verður yfir með ný­skipuðum lög­reglu­stjór­um./////////////////Þá er sparnaðurinn farinn!!Lögreglustórar erlendis eru yfir mynnst 320 þus manns að mínu mati!!!Þessi skipun er það sem við héldum að væri Barnn síns tíma og ætti að auglýsa,en þessu heldur áfram,skipanir ráherra eru auðvitað ekki það sem á að vera í þessi,þessi háttur á að leggjast af embætti,fyrir utan að við þurfum bara að mestu 4 ekki meira!!!Mikilmenskan verður alltaf ofaná hjá okkur og við verðum að læra að gera allt til sparnaðar,því er öfugt farið þarna,af hverju eru þessi embætti ekki auglýst og fækkað niður í 4 það er nóg og vel það!!löggæsla lögreglu er meir þörf!!En ég ætla ekki að dæma,þetta sé ekki gott fólk,nema ef vera skyldi Ólafur Helgi sem manni finnst ekki þessa verður nema síður sé!!!En um þetta á eftir að verð talað ekki spurning og er það von!!!/Halli gamli


mbl.is Sigríður verður lögreglustjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1045649

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband