Brakið af vél Air Algerie fundið/Mjög ólíklegt að nokkur sé á lífi!!!

 
Mynd 755572Brakið af vel Air Algerie fundið Erlent | mbl.is | 24.7.2014 | 19:31 Mynd 755572 Herinn í Búrkína Fasó hefur staðfest að brakið af vél Air Algerie sé fundið. Vélin hrapaði yfir Sahara-eyðimörkinni rétt um klukkan 10 í dag.

Ekki er enn vitað hvað olli því að flugvélin hrapaði.„Við höf­um fundið als­írsku vél­ina.

Brakið er staðsett í Malí, um 50 kíló­metr­um norður af landa­mær­um Búrkína Fasó,“ sagði Gil­bert Diendi­ere, her­for­ingi sveit­ar­inn­ar sem fann vél­ina.

Vél­in, sem var af gerðinni Douglas DC-9 hvarf af rat­sjá í morg­un á dul­ar­full­an hátt. Áður hef­ur komið fram að vél­in stóðst skoðun í vik­unni og var í góðu ástandi að sögn Pat­ricks Gandils, yf­ir­manns frönsku flug­mála­stjórn­ar­inn­ar.

Flug AH5017 var á leið frá Burk­ina Faso til Als­ír þegar flug­vél­in hvarf á flugi fyr­ir ofan Malí snemma í morg­un. 116 farþegar voru í vél­inni og þar á meðal voru að minnsta kosti 50 fransk­ir rík­is­borg­ar­ar.

Flug­vél Air Al­gerie sem hrapaði í Sa­hara-eyðimörk­inni fyrr í dag fór í gegn­um skoðun eft­ir­lits­manna í Marseille í Frakklandi fyrr í vik­unni og var í góðu ástandi.

Þetta seg­ir Pat­rick Gandil, yf­ir­maður frönsku flug­mála­stjórn­ar­inn­ar. „Við skoðun á flug­vél­inni MD-83 fund­um við nán­ast ekk­ert að. Hún var í góðu ástandi,“ seg­ir Gandil í sam­tali við frétta­veit­una AFP.

Flug AH5017 var á leið frá Burk­ina Faso til Als­ír þegar flug­vél­in hvarf á flugi fyr­ir ofan Malí snemma í morg­un.

116 farþegar voru í vél­inni og þar á meðal voru að minnsta kosti 50 fransk­ir rík­is­borg­ar­ar.

Að sögn Gandil hef­ur Swifta­ir, flug­fé­lagið sem var með vél­ina á leigu, gott orð á sér fyr­ir að stand­ast flu­geft­ir­lit en þá hafa yf­ir­völd á Spáni einnig gott eft­ir­lit með flug­fé­lög­um sín­um.

„Ég get þó ekki tryggt að þetta hafi eitt­hvað að gera með það sem olli hrapi vél­ar­inn­ar,“ seg­ir Gandil og bæt­ir við að ávallt geti komið upp óvænt­ar bil­an­ir á miðju flugi.//////////////Þetta er þriðja flugslysið í röð,eða eigum við ekki að kalla þau slys?Jú við skulum bara kallaða það ,en einnig að þau verði ekki fleiri,þarna hafa sennileg allir farist,þó svo það sé ekki staðfest,en þetta er svo að fólki mun hrísa hugur við flugi þarna um slóðir og er ekki furða!!/Halli gamli


mbl.is Brakið af vél Air Algerie fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband