Læknirinn með ebólu á batavegi/Þetta eru góðar fréttir ef hægt er að lækna fólk,með blóði úr þeim sem hafa lifað af!!!


Kent og Amber Brantley ásamt börnum sínum.
Læknirinn með ebólu á batavegi Erlent | AFP | 3.8.2014 | 20:06 Kent og Amber Brantley ásamt börnum sínum. Bandaríski læknirinn sem sýktur er að ebólu veirunni virðist vera á batavegi að sögn heilbrigðisyfirvalda.
 
Flogið var með hann til Bandaríkjanna í gær.
 
Brantly og hjúkr­un­ar­kon­un­an Nancy Writ­bol smituðust bæði af veirunni en mál þeirra vakti at­hygli eft­ir að hann krafðist þess að Write­bol fengi eina skammt­inn sem til var af til­rauna­lyfi, frek­ar en hann sjálf­ur.
 
Brantly ligg­ur nú á Emory há­skóla­sjúkra­hús­inu í Atlanta.
 
 
„Hann virðist vera á bata­vegi. Það er mjög mik­il­vægt og við erum að vona að hon­um haldi áfram að batna,“ sagði Tom Frieden, for­
 
stöðumaður smit­sjúk­dóma­varna í Atlanta. „Ebóla er samt al­veg skelfi­leg­ur sjúk­dóm­ur því hann er svo ótrú­lega ban­vænn,“ sagði hann í viðtali hjá CBS sjón­varps­stöðinni.
 
Yfir sjö hundruð manns hafa lát­ist í Vest­ur-Afr­íku vegna far­alds­ins sem nú geis­ar.
 
Forstöðumaður smitsjúkdómavarna í Bandaríkjunum telur ólíklegt að veiran verði að faraldri þar. For­stöðumaður smit­sjúk­dóma­varna í Banda­ríkj­un­um tel­ur ólík­legt að veir­an verði að far­aldri þar.
 
AFP Rúm­lega tveir þriðju hluti allra þeirra sem smit­ast hafa af veirunni frá því hún var fyrst greind á ár­inu 1976 hafa lát­ist.
 
Hef­ur ekki áhrif á Afr­íku-ráðstefnu Banda­rísk stjórn­völd full­yrtu í gær að far­ald­ur­inn myndi ekki hafa áhrif á þriggja sól­ar­hringa ráðstefnu um sam­band Banda­ríkj­anna og Afr­íku sem hefst í Washingt­on á miðviku­dag. Von er á um fimm­tíu leiðtog­um frá Afr­íku ásamt fylgd­arliði þeirra.
 
„Ráðstefn­an verður und­ir ströngu eft­ir­liti,“ sagði Val­erie Jarret, póli­tísk­ur ráðgjafi banda­ríkja­for­seta, í viðtali á CBS. „Við erum viss um að ná góðum ár­angri á ráðstefn­unni og að sjálf­sögðu mun­um við grípa til allra nauðsyn­legra varúðarráðstaf­ana.
 
“ Frieden lagði áherslu á að þrátt fyr­ir hraða út­breiðslu veirunn­ar í Vest­ur-Afr­íku væri hægt að stöðva hana. „Staðreynd­in er að við get­um stöðvað hana.
 
AFP Við get­um stöðvað út­breiðslu veirunn­ar á sjúkra­hús­um og við get­um stöðvað hana í Afr­íku,“ sagði hann. „Við höf­um stöðvað fyrri far­alda og ég er viss um að við get­um stöðvað þenn­an,“ sagði hann.
 
Biður fólk um að biðja fyr­ir Brantly Eig­in­kona Brantley, Am­ber, bað í dag fólk um að biðja fyr­ir bata eig­in­manns henn­ar og öll­um öðrum sem sýkt­ir eru af veirunni í Líb­eríu.
 
„Ég talaði við hann og hann er ánægður með að vera aft­ur í Banda­ríkj­un­um. Ég þakka guði fyr­ir ör­ugg­an flutn­ing hans og fyr­ir að gefa hon­um styrk til þess að ganga inn á spít­al­ann,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá henni. Von er á að Write­bol verði flutt til Banda­ríkj­anna með sama hætti á næstu dög­um.
 
Að sögn Frieden heim­sóttu eig­in­kona Brantley og börn­in hans tvö, hann í Líb­eríu, en þau eru ekki tal­in vera í hættu.
 
„Veir­an smit­ast ekki mjög auðveld­lega og þeir sem ekki eru veik­ir smita ekki,“ sagði hann og bætti við að talið væri að hann hefði ekki verið orðinn veik­ur þegar þau voru í heim­sókn.
 
Ólík­legt að veir­an verði að far­aldri í Banda­ríkj­un­um Hann viður­kenndi að mögu­leiki væri á að ebólu-veir­an myndi grein­ast í Banda­ríkj­un­um en sagði yf­ir­völd vera viss um að hún yrði ekki að far­aldri.
 
„Við vit­um að það er mögu­leiki á því að ein­hver sýkt­ur komi til lands­ins,“ sagði hann. „Ef hann fer til lækn­is sem fatt­ar ekki að hann sé smitaður af ebólu gætu til­vik­in orðið enn fleiri.“
 
„En ég tel ekki lík­legt að sjá ebólu far­ald­ur í Banda­ríkj­un­um vegna þess að hún smit­ast fyrst og fremst með tvenn­um hætti í Afr­íku.
 
Í fyrsta lagi á spít­öl­um sem ekki eru nægi­lega sótt­hreinsaðir og ein­angraðir.
 
Og í öðru lagi við út­far­ir þegar fólk er að snerta lík þeirra sem dáið hafa úr ebólu.
 
Því tel ég að víðtæk út­breiðsla sé ekki lík­leg í Banda­ríkj­un­um.
“/////////////////////////////Þetta er betri fréttir ,en maður átti von á,og vonum við að þessari  ebolu sýkingu verði eytt þarna í bili,allavega og finna svo örugga bólusetningu eða hvar er hægt að gera,svona var þetta með alnæmið en að fannst fyrir rest.,því þá ekki þetta,það er svo margt sem menn  ráða ekki við T.D. með Nýranveika þar er ekkert hægt nema skiljun sem er 3 sinum í viku í 4 tíma því finna þeir ekki betra þar??(Halli gamli

mbl.is Læknirinn með ebólu á batavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1045796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband