Vara við afnámi verðtryggingar/

Vara við afnámi verðtryggingar Viðskipti | mbl | 10.8.2014 | 9:15 Lífeyrissjóðir vara við því að teknar verði einhliða... Sérfræðingahópur Landssamtaka lífeyrissjóðanna (LL) varar við því að teknar verði einhl
iða ákvarðanir um afnám verðtryggingarinnar í lífeyriskerfinu.
 
Hópurinn minnir jafnframt á að lífeyrisréttindi hafi brunnið upp áður en verðtrygging hafi verið heimiluð á fjárskuldbindum með 
Lífeyrissjóðir vara við því að teknar verði einhliða...
Ólafslögum árið 1979.Verk­efn­is­stjórn um framtíðar­skip­an hús­næðismála, sem Eygló Harðardótt­ir fé­lags­málaráðherra skipaði í fyrra og skilaði til­lög­um sín­um í vor, legg­ur til að tekið verði upp nýtt hús­næðis­kerfi að danskri fyr­ir­mynd þar sem stefnt verði að af­námi verðtrygg­ing­ar fast­eigna­veðlána.
 
Vill verk­efn­is­stjórn­in meðal ann­ars að lagður verði grunn­ur að nýju hús­næðis­kerfi, staða Íbúðalána­sjóðs skýrð og líf­eyr­is­sjóðakerfið end­ur­bætt með af­nám verðtrygg­ing­ar í huga.
 
 
Í um­sögn sér­fræðinga­hóps LL, sem stjórn sam­tak­anna skipaði í vor, er minnt á, eins og áður sagði, að líf­eyr­is­rétt­indi hafi brunnið upp áður en verðtrygg­ing­in hafi verið heim­iluð á sín­um tíma.
 
Val­frelsi lán­tak­enda Sér­fræðinga­hóp­ur Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóðanna vill að áhersla verðu lögð á val­fresli lán­tak­enda um helstu lána­skil­mála, til að mynda hvað varðar verðtryggð eða óverðtryggð kjör, fasta eða breyti­lega vexti og kjör við upp­greiðslu eða end­ur­fjármögn­un.
 
 
Varað er við ein­hliða ákvörðunum um af­nám verðtrygg­ing­ar í líf­eyri­s­kerf­inu. Eigi að víkja frá því fyr­ir­komu­lagi þurfi að skoða það heild­stætt.
 
Mark­miðið að tryggja kaup­mátt sjóðfé­laga „Skil­greint mark­mið líf­eyr­is­sjóða er að tryggja kaup­mátt sjóðfé­laga sinna.
 
Rétt­indi sjóðfé­laga fylgja al­mennt vísi­tölu neyslu­verðs (í ein­hverj­um til­vik­um launa­vísi­tölu). Ef eign­ir nægja ekki fyr­ir rétt­ind­um sjóðfé­laga eru rétt­ind­in lækkuð eða gengið á ábyrgðaraðila þeirra sjóða sem eru með ba­ká­byrgð.
 
Líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar eru því í raun ekki verðtryggðar, en við mat á þeim er gert ráð fyr­ir því að skuld­bind­ing­ar séu verðtryggðar, enda er það í sam­ræmi við mark­mið líf­eyr­is­sjóða,“ seg­ir jafn­framt í um­sögn hóps­ins.
 
Ekki sé skyn­sam­legt fyr­ir líf­eyr­is­sjóði að starfa eft­ir öðru mark­miði en að tryggja kaup­mátt sjóðfé­laga sinna því vegna þess að líf­eyr­is­greiðslum er ætlað að standa und­ir neyslu í framtíðinni, benda sér­fræðing­arn­ir á. „Mik­il­vægt er að upp­bygg­ing sjóðanna taki mið af til­gangi þeirra og áður en ákveðið er hvort af­nema
 
eigi verðtrygg­ingu við mát á líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um er nauðsyn­legt að ræða um hvort mark­mið sjóðanna eigi að vera eitt­hvað annað en að tryggja neyslu sjóðfé­laga í framtíðinni,“ seg­ir enn­frem­ur í um­sögn­inni. Verk­efn­is­stjórn­in hef­ur einnig lagt til að í nýju hús­næðis­kerfi verði lán til framtíðar óverðtryggð.
 
Það er raun­ar í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þess­um mál­um, sem vill draga úr vægi verðtrygg­ing­ar­inn­ar.
 
Val­frelsið lyk­il­atriði Sér­fræðinga­hóp­ur LL bend­ir hins veg­ar á að mik­il­vægt sé að leggja áherslu á val­frelsi lán­tak­enda og skapa þannig aðstæður sem stuðla að fjöl­breytni í lána­kost­um.
 
„Ekki er lagst gegn því að vægi óverðtryggðra lána auk­ist, ef lán­tak­end­ur velja þann kost, en for­senda þess að sá val­kost­ur verði far­sæll til lengd­ar er að jafn­vægi ná­ist í efna­hags­mál­um Íslands,“ seg­ir í um­sögn hóps­ins.
 
Lyk­il­atriði sé að gjald­miðill­inn hald­ist stöðugur og verðbólg­an lág.
 
„Líf­eyr­is­sjóðir munu alltaf geta boðið upp á óverðtryggð lán, en eft­ir því se mó­vissa með verðbólgu­horf­ur eru meiri er lík­legt að slík lán verði dýr­ari en verðtryggð lán,“ seg­ir jafn­framt.
 
Það orki því tví­mæl­is að ein­skorða fram­boð íbúðalána við óverðtryggð lán áður en stöðug­leika sé náð í efna­hags­mál­un­um.
 
Sjá frétt Morg­un­blaðsins: Líf­eyr­is­sjóðir mót­falln­ir asf­námi beinna fast­eignalán//////////////þetta er mjög svo snúið mál,en ekki ráð nema í tíma sé takið og það verður að gera fyrir okkur sem,þessu hafur verið hálf lofað!!!Allavega að gera þá í áföngum,það er einmitt málið,og Lífeyrissjóðir mega vertryggja og lána svoleiðis,en þetta hefur ekkert uppá sig ef vextir bara hækka uppúr öllu valdi,bíðum og sjáum hvort þetta verði dæmt ólöglegt af ESA/Halli gamli 
 

a

mbl.is Vara við afnámi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045816

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband