10.10.2014 | 17:23
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð er með 40 nefndir á sýnum snærum!!!!!
Fjörutíu nefndir starfa eða hafa starfað á vegum forsætisráðuneytisins frá kosningum.
Kostnaður við þessar nefndir hefur verið rúmlega 92 milljónir króna.
Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis. Verkefnanefndir fyrirferðamestar Flestar nefndanna eru verkefnanefndir sem skipaðar eru af ráðherra.
Þar á meðal er til að mynda ráðgjafanefnd um afnám hafta, sérfræðingahópur um afnám verðtryggðar af neytendalánum og starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins.
Alls hafa 23 verkefnanefndir verið við störf á tímabilinu en þrjár hafa lokið störfum.
Tuttugu eru því starfandi enn í dag en sex þeirra eru ótímabundnar.
Sautján ráðherra- og fastanefndir Sex ráðherranefndir starfa á vegum forsætisráðuneytisins og eru þær allar ótímabundnar.
Þar á meðal eru nefndir um efnahagsmál, jafnrétti kynja og ríkisfjármál.
Enginn sérstakur kostnaður hefur fallið til vegna starfa þeirra samkvæmt yfirliti forsætisráðuneytisins.
Til viðbótar þessu starfa ellefu fastanefndir eða lögbundnar nefndir á vegum ráðuneytisins.
Þar er til að mynda óbyggðanefnd, sem kostað hefur 22 milljónir króna á tímabilinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem kostað hefur tæpar átta milljónir, og Þingvallanefnd.
Verðtryggingarnefndin dýrust Í yfirlitinu kemur fram að sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á neytendalánum sé dýrasta nefndin sem skipuð hefur verið frá kosningum.
Kostnaðurinn við hana nam rúmum 32 milljónum króna en hún lauk störfum á síðasta ári.
Nefndin skilaði tillögum til ráðuneytisins sem fólu í sér að takmörkun á heimildum til að veita verðtryggð lán, meðal annars bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum til 40 ára, en ekki afnám verðtryggingar, líkt og lagt var upp með.
Þetta eru nefndirnar sem starfa á vegum forsætisráðuneytisins: Ráðherranefnd um efnahagsmál - (Ráðherranefnd) Ráðherranefnd um jafnrétti kynja - (Ráðherranefnd) Ráðherranefnd um lýðheilsumál - (Ráðherranefnd) Ráðherranefnd um málefni norðurslóða - (Ráðherranefnd) Ráðherranefnd um ríkisfjármál - (Ráðherranefnd) Ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna - (Ráðherranefnd) Almannavarna- og öryggismálará
ð - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) Nefnd um könnun á starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 11.66.242 krónur Orðunefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) Óbyggðanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 22.298.810 krónur Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur -
(Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) Samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 123.290 krónur Úrskurðarnefnd um upplýsingamál - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 7.827.380 krónur Vísinda- og tækniráð 2012 - 2015 -
(Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 136.538 krónur Þingvallanefnd - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) Jafnréttissjóður - (Aðrar fastar/lögbundnar nefndir) - 851.655 krónur Fastanefnd um samskipti aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera - (Verkefnanefnd) Hagræðingarhópur ráðherranefndar um ríkisfjármál - (Verkefnanefnd) - 784.798 krónur Málnefnd Stjórnarráðsins - (Verkefnanefnd) Nefnd um leiðir til að sporna gegn sjálfvirkum vísitöluhækkunum - (Verkefnanefnd) Norðvesturnefnd - (Verkefnanefnd) Ráðgjafarnefnd um afnám hafta - (Verkefnanefnd) - 19.603.519 krónur Ritnefnd forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta -
(Verkefnanefnd) Samráðshópur um aukna hagsæld - (Verkefnanefnd) - 164.950 krónur Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum - (Verkefnanefnd) - 32.209.191 krónur Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs - (Verkefnanefnd)
Starfshópur um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun - (Verkefnanefnd) Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum í kjölfar náttúruhamfara -
(Verkefnanefnd) Starfshópur um mótun stefnu um starfsemi sjálfstæðra úrskurðarnefnda - (Verkefnanefnd) Starfshópur um valkosti við brotaforðakerfi - (Verkefnanefnd) - 2.753.000 krónur
Starfshópur um öryggismál æðstu stjórnar ríkisins - (Verkefnanefnd) Stjórnarskrárnefnd - (Verkefnanefnd) - 3.278.911 krónur Stýrihópur um framkvæmd EES-samninginn - (Verkefnanefnd)
Verðtryggingarvaktin (undirhópur ráðherranefndar um úrslausnir í skuldamálum heimilanna) - (Verkefnanefnd) Verkefnisstjórn um græna hagkerfið -
(Verkefnanefnd) Vinnuhópur um árleg hátíðarhöld á 17. júní - (Verkefnanefnd) Vinnuhópur um eftirlitsstofnanir ríkisins - (Verkefnanefnd) - 962.500 krónur Nefnd um sjálfvirkar verðlagshækkanir -
(Verkefnanefnd) Samráðshópur ráðuneytisstjóra um náttúruvá - (Verkefnanefnd)/////////////////Þetta er nú meira nefdarfarganið,allt of mikið þetta er eins og hjá Milljónaþjóðum getur ekki verið í lagi að eyða þessu öllu í nefndir ug nefndir ofan,þetta er bara bruðl///Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.