240 manns vinna við bygginguna/Þetta gott að gera, en ekki um of af Hótelum??


Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014240 manns vinna við bygginguna Innlent | mbl | 11.10.2014 | 14:49 Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 Lokið verður við að steypa upp hótelið á Höfðatorgi í lok nóvember líkt og til stóð og bílakjallarinn, sem er á þremur hæðum, er einnig á á ætlun, segir Hallgrímur Magnússon, byggingarstjóri Höfðatorgs.

240 manns vinna við bygginguna og er veltan á þessum litla reit 400 milljónir á mánuði.Stefnt er að því að hót­elið taki til starfa sum­arið 2015 og er bygg­ing­ar­tím­inn rúm­ir átján mánuðir.

Það er bygg­ing­ar­fyr­ir­tækið Eykt sem bygg­ir hót­elið líkt og aðrar bygg­ing­ar við Höfðatorg und­an­far­in ár.

Verið er að steypa fimmtándu hæðina og á sama tíma er ann­ar hóp­ur iðnaðarmanna að setja upp gifs­veggi á tólftu hæðinni.

Þetta er sá takt­ur sem hef­ur verið í fram­kvæmd­un­um hér – á meðan einn hóp­ur er í upp­steypu þá eru aðrir hóp­ar að vinna inni þrem­ur hæðum neðar.

Í byrj­un nóv­em­ber eig­um við síðan von á inn­rétt­ing­un­um inn á hæðirn­ar þannig að þetta á allt að ganga upp,“ seg­ir Hall­grím­ur þegar mbl.is leit við hjá hon­um í vik­unni.

Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 Höfðatorgs­hót­elið - mynd tek­in 10. októ­ber 2014 mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son Óskin kom frá ráðinu sem síðan hafnaði ósk­inni Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur féllst ekki á hug­mynd­ir um að bæta einni hæð ofan á bygg­ing­una á Höfðatorgi, þeirri sautjándu, þrátt fyr­ir að ósk þess efn­is hafi komið frá ráðinu sjálfu en ekki frá hús­eig­anda.

Til stóð að hafa þar veit­ingaaðstöðu með miklu út­sýni yfir miðborg Reykja­vík­ur. Hall­grím­ur seg­ir að ákvörðun um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs sé end­an­leg og því sé ekk­ert við þessu að gera þó svo hann telji að húsið hefði orðið fal­legra ef breyt­ing­in hefði verið samþykkt.

Sam­kvæmt henni hefði turn­inn ekki hækkað yfir samþykkt deili­skipu­lag og þetta hefði ekki haft áhrif á skugga­mynd­un í ná­grenn­inu.

Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um þessa ákvörðun ráðsins.

Verk­efni af þeirri stærðargráðu sem sex­tán hæða bygg­ing er og á að hýsa 340 hót­el­her­bergi, veit­ingastaði ofl. er ekki bara mann­frek held­ur kostnaðar­söm en velt­an á þess­um litla reit sem um ræðir eru um 400 millj­ón­ir króna í hverj­um mánuði.

Eins og hér var sagt að fram­an þá starfa 240 manns við bygg­ing­una og á Hall­grím­ur ekki von á því að þeim eigi eft­ir að fjölga frek­ar.

Gengið vel að fá gott fólk til starfa Mbl.is hef­ur fjallað um bygg­ing­una allt frá því hún hófst og hef­ur þar meðal ann­ars komið fram í máli Hall­gríms að hann óttaðist að erfitt gæti reynst að fá mann­skap til starfa nú í haust.

Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 Höfðatorgs­hót­elið - mynd tek­in 10. októ­ber 2014 mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son Hann seg­ir að það hafi ekki gengið eft­ir og í raun sé það eig­in­lega ótrú­legt hversu vel það hef­ur gengið að fá gott fólk til starfa.

„Það sé lyk­il­atriði við bygg­ingu sem þessa að það sé gott starfs­fólk sem hægt er að treysta.

“ Þegar steypu­vinn­an dett­ur út þá fer sá hóp­ur í inni­vinnu en tólf hæða íbúðat­urn er til á teikni­borðinu við hlið hót­els­ins.

Sú bygg­ing bíður samþykk­is í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði. Af­hend­ing um mánaðamót maí og júní 2015 Áætl­un­in hljóðar upp á að frá því fram­kvæmd­ir hóf­ust myndu fyrstu gest­irn­ir koma á hót­elið átján mánuðum síðar.

Það hef­ur staðist enn sem komið er og hót­elið verður af­hent rekstr­ar­hæft um mánaðamót­in maí/​júní. Unnið er við hót­el­bygg­ing­una frá því snemma á morgn­ana fram á kvöld en ekki hef­ur komið til þess að setja vakta­fyr­ir­komu­lag á sem Hall­grím­ur tel­ur mik­inn kost.

Höfðatorgshótelið - mynd tekin 10. október 2014 Höfðatorgs­hót­elið - mynd tek­in 10. októ­ber 2014 mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son „Það er ekki verið að keyra fólk út og okk­ar reynsla er sú að það borg­ar sig aldrei í jafn stóru verk­efni og bygg­ing sex­tán hæða hót­els er.

Við höf­um unnið verkið jafnt og þétt. Það þýðir að við höf­um verið í sömu keyrslu all­an tím­ann í stað þess að enda í allt of mik­illi keyrslu seinni hluta verktím­ans.

Við höf­um kannski keyrt þetta hressi­lega áfram en við get­um al­veg átt von á því að síðustu vik­urn­ar und­ir verklok þurfi að setja upp vakt­ir svo hægt verði að skila hót­el­inu á rétt­um tíma. En það verður vænt­an­lega aldrei mjög lang­ur tími sem er mik­ill kost­ur því það get­ur þýtt að bygg­inga­

kostnaður rýk­ur upp,“ seg­ir Hall­grím­ur. Mbl.is mun heim­sækja Hall­grím næst eft­ir þrjá mánuði eða um miðjan janú­ar en líkt og fram hef­ur komið mun mbl.is fylgj­ast með fram­kvæmd­um við bygg­ingu hót­els­ins í máli og mynd­um allt þar til hót­elið tek­ur við fyrstu gest­un­um sum­arið 2015.

Hótelið við Höfðatorg - mynd tekin 22. september 2014 Hót­elið við Höfðatorg - mynd tek­in 22. sept­em­ber

2014 mbl.is/Ó​mar Óskars­son/////////////////////"Dýr mundi Haflið allur "  segir í Íslendingasögum,og þetta gyldir en,ekki spurning að þarna er sent um of,það vantar húsnæði i R.vík og gengur hægt að leysa það,en um hótel er ekkert mál að fá peninga,við höfum séð mikið erlendis að svona byggingar eru bara notaðar sem íbúðarhúsnæði,því ekki það okkur vantar svona húsnæði fyrir okkur sjálf, það er komið nóg af hótelum í byggingu nú þegar,og í alvöru talað eru þessi Húsnæði alveg nothæf sem íbúðir,Ég bara segi þetta  hyggstalaust Íbúðirnar við Skúlagötu seljast eins og heitar lummur og kvers vaggna ekki að gera þetta að íbúðum sætum litlum bara,eða mis stórum,þetta vantar en ekki hótel//Halli gamli 


mbl.is 240 manns vinna við bygginguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1045688

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband