650 gigtarsjúkir á biðlista Innlent | mbl | 12.10.2014 | 11:50 Arnór Víkingsson, gigtarlæknir, Sigrún Baldursdóttir,...
Ég upplifi svolítið að það sé verið að svelta okkur út í horn, segir Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur hjá Þraut ehf, miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma.
Fyrirtækið var stofnað fyrir 4 árum síðan og í dag eru 650 manns á biðlista eftir þeirra þjónustu.
Getur fólk því þurft að bíða í allt að 3 ár eftir meðferð Þrautar, sem er eina sérhæfða úrræðið fyrir þennan hóp sem telur hátt í 12 þúsund manns.
Sigrún segir fyrirtækið hafa starfað á samningi við Sjúkratryggingar Íslands í rúm 3 ár á sama fjármagni.
Þraut fær úthlutaðar 32 milljónir til að þjónusta 220 manns á ári, og að sögn Sigrúnar stefnir í að þetta eina sérhæfða úrræði verði svelt úr úr kerfinu verði ekki gefin út heimild fyrir auknu fjármagni.
Sigrún hvetur Velferðarráðuneytið til að fjárfesta í heilsu áður en það er um seinan. Sigrún hvetur Velferðarráðuneytið til að fjárfesta í heilsu áður en það er um seinan.
mbl.is/​Hjörtur Þolmörkin handan við hornið Það er stöðugt aukin aðsókn en þar sem við fáum ekki meira fjármagn stefnir í að endurhæfingin minnki.
Þeir vilja í raun minnka úrræði fyrir fólkið, segir hún.
Við höfum ekki náð eyrum Velferðarráðuneytisins. Fólk bíður og bíður eftir úrræðum og við bíðum og bíðum eftir fjármagni. Það kemur að þolmörkum og þau eru alveg handan við hornið.
Vefjagigt er langvinnur sjúkdómur eða heilkenni sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum.
Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir.
Í raun er þetta sjúkdómur sem fólk ber ekki á torg. Það hefur enga málsvara.
Það er enginn hópur á bakvið þetta fólk eins og Krabbameinsfélagið eða Félag lungnasjúklinga til að berjast fyrir því.
Margt fólk býr við svo skerta heilsu að það getur ekki barist sjálft fyrir rétti sínum, segir Sigrún. Biðlistinn hrannast upp Fyrirtækið Þraut var stofnað og mótað Sigrúnu og tveimur öðrum sérfræðingum, þeim Arnóri Víkingssyni, gigtarlækni og Eggerti S. Birgissyni, sálfræðingi.
Öll eru þau með sértæka þekkingu á heilkenni vefjagigtar og tengdum sjúkdómum.
Þraut ehf býður upp á faglega og markvissa einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vefjagigt og tengda sjúkdóma í þeim tilgangi að auka lífsgæði þess og færni til daglegra athafna og starfa.
Starfsemi Þrautar felst í ítarlegu þverfaglegu greiningarferli, ráðgjöf og fræðslu til sjúklinga eða heilbrigðisstarfsmanna, endurhæfingarmeðferð og eftirfylgd.
Þetta hefur undið upp á sig og er orðið þekkt úrræði sem heimilislæknar grípa sér fengins hendi að geta sent fólk hingað.
Biðlistinn hrannast upp en við fáum ekki krónu meira af fjármagni. Snemmgreiningin og íhlutun getur sparað gríðarlega fjármuni og dregið úr þjáningu fjölda fólks, segir Sigrún.
Þetta er ákall til Velferðarráðuneytisins að sinna þessum hópi og fjárfesta í heilsu áður en það er um seinan.
Í stóra samhengi Velferðarráðuneytisins erum við að tala um mjög litla fjármuni sem þarf til að geta gert
svo mikið fyrir svo marga.////////////////////Það eru margir sjúkdómar sem fylgja okkur fólkinu,og þessi er ekki betri en margur annar,oft mikið verri,og ekki eins á hann hlustað,þetta hefur verið dálitið í mynni ætt,og þetta er mjög erfitt á stundum,lækningar eru ekki í stórri framför að manni finnst,þetta getur komið fram á öllum aldri,ég svona gamall sem oft áður hefi fengið það sem við köllum þursabit,en núna í nokkra mánuði verið stöðugt meira og minna,og viðist ekki gefa sig,en þetta er að koma núna,að sparað er allt sem hægt er,og þessi sjúkdómur einna mest,því miður fyrir þá yngri en við gamlingjar sllttnir verðum bara að nota verkjameðul//Halli gamli
650 gigtarsjúkir á biðlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er 31 árs og fór að finna fyrstu gigtarverkina þegar ég var 29 ára. Í dag get ég ekki gengið eða staðið fyrir verkjum, ég hálfmáttlaus í vinstri hönd, rétt næ að halda mér vakandi á daginn. Ég er loksins að ná að komast til sérfræðings 2 árum eftir að ég fór fyrst til læknis. Það er ekkert hlustað, bara skoðuð sagan og þar sem ég er með sögu um kvíða og þunglyndi þá er mér bara sagt að þegja, vera góður og taka lyfin mín og fara út að ganga því ég þjáist af heilsukvíða. Sem er bull og kjaftæði. Er ekki með neinn helvítis heilsukvíða, ég þjáist af vefjagigt sem er að gera mig gráhærðan!!!! Haltu áfram góðu bloggi, þú ert skemmtilegur penni og gaman að lesa það sem þú hefur fram að færa. :-)
Tryggvi Rafn Tómasson (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.