650 gigtarsjúkir á biðlista/Þetta er erviður sjúkdómur,og verður það áfram!!!!


Arnór Víkingsson, gigtarlæknir, Sigrún Baldursdóttir,...650 gigtarsjúkir á biðlista Innlent | mbl | 12.10.2014 | 11:50 Arnór Víkingsson, gigtarlæknir, Sigrún Baldursdóttir,...

„Ég upplifi svolítið að það sé verið að svelta okkur út í horn,“ segir Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur hjá Þraut ehf, miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma.

Fyrirtækið var stofnað fyrir 4 árum síðan og í dag eru 650 manns á biðlista eftir þeirra þjónustu.

Get­ur fólk því þurft að bíða í allt að 3 ár eft­ir meðferð Þraut­ar, sem er eina sér­hæfða úrræðið fyr­ir þenn­an hóp sem tel­ur hátt í 12 þúsund manns.

Sigrún seg­ir fyr­ir­tækið hafa starfað á samn­ingi við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands í rúm 3 ár á sama fjár­magni.

Þraut fær út­hlutaðar 32 millj­ón­ir til að þjón­usta 220 manns á ári, og að sögn Sigrún­ar stefn­ir í að þetta eina sér­hæfða úrræði verði svelt úr úr kerf­inu verði ekki gef­in út heim­ild fyr­ir auknu fjár­magni.

Sigrún hvetur Velferðarráðuneytið til að fjárfesta í heilsu áður en það er um seinan. Sigrún hvet­ur Vel­ferðarráðuneytið til að fjár­festa í heilsu áður en það er um sein­an.

mbl.is/​Hjört­ur Þol­mörk­in hand­an við hornið „Það er stöðugt auk­in aðsókn en þar sem við fáum ekki meira fjár­magn stefn­ir í að end­ur­hæf­ing­in minnki.

Þeir vilja í raun minnka úrræði fyr­ir fólkið,“ seg­ir hún.

„ Við höf­um ekki náð eyr­um Vel­ferðarráðuneyt­is­ins. Fólk bíður og bíður eft­ir úrræðum og við bíðum og bíðum eft­ir fjár­magni. Það kem­ur að þol­mörk­um og þau eru al­veg hand­an við hornið.

“ Vefjagigt er lang­vinn­ur sjúk­dóm­ur eða heil­kenni sem sam­an­stend­ur af fjöl­mörg­um ein­kenn­um frá hinum ýmsu líf­færa­kerf­um.

Helstu ein­kenni eru lang­vinn­ir og út­breidd­ir verk­ir frá stoðkerfi, al­menn­ur stirðleiki, yfirþyrm­andi þreyta og svefntrufl­an­ir.

„Í raun er þetta sjúk­dóm­ur sem fólk ber ekki á torg. Það hef­ur enga mál­svara.

Það er eng­inn hóp­ur á bakvið þetta fólk eins og Krabba­meins­fé­lagið eða Fé­lag lungna­sjúk­linga til að berj­ast fyr­ir því.

Margt fólk býr við svo skerta heilsu að það get­ur ekki bar­ist sjálft fyr­ir rétti sín­um,’’ seg­ir Sigrún. „Biðlist­inn hrann­ast upp“ Fyr­ir­tækið Þraut var stofnað og mótað Sigrúnu og tveim­ur öðrum sér­fræðing­um, þeim Arn­óri Vík­ings­syni, gigt­ar­lækni og Eggerti S. Birg­is­syni, sál­fræðingi.

Öll eru þau með sér­tæka þekk­ingu á heil­kenni vefjagigt­ar og tengd­um sjúk­dóm­um.

Þraut ehf býður upp á fag­lega og mark­vissa ein­stak­lings­miðaða heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir fólk með vefjagigt og tengda sjúk­dóma í þeim til­gangi að auka lífs­gæði þess og færni til dag­legra at­hafna og starfa.

Starf­semi Þraut­ar felst í ít­ar­legu þverfag­legu grein­ing­ar­ferli, ráðgjöf og fræðslu til sjúk­linga eða heil­brigðis­starfs­manna, end­ur­hæf­ing­armeðferð og eft­ir­fylgd.

„Þetta hef­ur undið upp á sig og er orðið þekkt úrræði sem heim­il­is­lækn­ar grípa sér feng­ins hendi að geta sent fólk hingað.

Biðlist­inn hrann­ast upp en við fáum ekki krónu meira af fjár­magni. Snemm­grein­ing­in og íhlut­un get­ur sparað gríðarlega fjár­muni og dregið úr þján­ingu fjölda fólks,“ seg­ir Sigrún.

„Þetta er ákall til Vel­ferðarráðuneyt­is­ins að sinna þess­um hópi og fjár­festa í heilsu áður en það er um sein­an.

Í stóra sam­hengi Vel­ferðarráðuneyt­is­ins erum við að tala um mjög litla fjár­muni sem þarf til að geta gert

svo mikið fyr­ir svo marga.“////////////////////Það eru margir sjúkdómar sem fylgja okkur fólkinu,og þessi er ekki betri en margur annar,oft mikið verri,og ekki eins á hann hlustað,þetta hefur verið dálitið í mynni ætt,og þetta er mjög erfitt á stundum,lækningar eru ekki í stórri framför að manni finnst,þetta getur komið fram á öllum aldri,ég svona gamall sem oft áður hefi fengið það sem við köllum þursabit,en núna í nokkra mánuði verið stöðugt meira og minna,og viðist ekki gefa sig,en þetta er að koma núna,að sparað er allt sem hægt er,og þessi sjúkdómur einna mest,því miður fyrir þá yngri en við gamlingjar sllttnir verðum bara að nota verkjameðul//Halli gamli


mbl.is 650 gigtarsjúkir á biðlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er 31 árs og fór að finna fyrstu gigtarverkina þegar ég var 29 ára. Í dag get ég ekki gengið eða staðið fyrir verkjum, ég hálfmáttlaus í vinstri hönd, rétt næ að halda mér vakandi á daginn. Ég er loksins að ná að komast til sérfræðings 2 árum eftir að ég fór fyrst til læknis. Það er ekkert hlustað, bara skoðuð sagan og þar sem ég er með sögu um kvíða og þunglyndi þá er mér bara sagt að þegja, vera góður og taka lyfin mín og fara út að ganga því ég þjáist af heilsukvíða. Sem er bull og kjaftæði. Er ekki með neinn helvítis heilsukvíða, ég þjáist af vefjagigt sem er að gera mig gráhærðan!!!! Haltu áfram góðu bloggi, þú ert skemmtilegur penni og gaman að lesa það sem þú hefur fram að færa. :-)

Tryggvi Rafn Tómasson (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045686

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband