13.10.2014 | 21:01
Sögulegur sigur á bronsliði HM/Ísland sigurvegari á jafnvel 3 sterkasta liði heimsins!!!

Sögulegur sigur á bronsliði HM Íþróttir | mbl | 13.10.2014 | 20:41 Öðru marki Gylfa Sigurðssonar á 42. mínútu var fagnað.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann einn sinn stærsta, ef ekki þann alstærsta, sigur frá upphafi þegar liðið skellti Hollendingum, bronsliði síðasta HM, á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM í knattspyrnu, 2:0.enn ekki fengið á sig mark, en skorað átta.
Liðið er jafnt Tékklandi á toppi A-riðils, með 9 stig, en næsta lið er Holland með 3 stig.
Ísland mætir næst Tékklandi í Prag þann 16. nóvember í síðasta leik ársins. Ísland fékk algjöra draumabyrjun en Gylfi Þór Sigurðsson kom liðinu yfir strax á 10. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Birkir Bjarnason nældi í vítaspyrnuna af miklu harðfylgi en hann komst í veg fyrir sendingu úti við hornfána, og náði svo boltanum rétt á undan Stefan de Vrij sem braut á Birki innan teigs.
Hið ógnarsterka lið Hollands var mikið með boltann í leiknum en gekk ekki vel að finna glufur á vörn Íslands.
Það var helst um miðjan fyrri hálfleik þegar Robin van Persie komst í mjög gott færi en Hannes Þór Halldórsson varði frá honum, og skömmu síðar þegar Arjen Robben átti skalla framhjá úr dauðafæri.
Undir lok fyrri hálfleiks kom seinna markið þegar Gylfi skoraði með föstu skoti upp í þaknetið úr teignum, í kjölfarið á hornspyrnu Emils Hallfreðssonar.
Það var lengi vel óvíst hvort Gylfi gæti spilað leikinn vegna meiðsla en hann var magnaður eins og í öðrum leikjum keppninnar til þessa.
Ari Freyr Skúlason varð að fara af leikvelli og gat ekki spilað seinni hálfleik, en Birkir Már Sævarsson kom inná í hans stað og stóð vel fyrir sínu.
Hollendingar reyndu að fjölga í sókn sinni en gekk ekkert að skapa sér nein dauðafæri. Ísland varðist vel og átti hættulegar skyndisóknir sem þó skiluðu ekki marki að þessu sinni.
Staða Íslands í undankeppninni er orðin afskaplega vænleg en aðeins 3 umferðum af 10 er lokið.
Næsti leikur er eins og fyrr segir gegn Tékkum eftir rúman mánuð.
Þetta var í fyrsta sinn í 11 tilraunum sem Íslandi tekst að vinna Holland.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is og viðtöl koma inn síðar í kvöld.
Fjallað verður ítarlega um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið./////////////////Nú hafa margir tapað veðmálum, er ég hræddur um,en gleði okkar Íslendinga er mikil og meiri en nokkru sinni fyrr,þetta landslið er það besta sem maður hefur séð,hjá okkur og Hollendingar fengu að sjá það vel,Áfram Ísland/Halli gamli
![]() |
Sögulegur sigur á bronsliði HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.