Mega nota skotvopn í brýnni neyð/loksins fáúm við að vita sannleikan,gott þó svo einkver sé ósáttur ,er þetta nokkuð vandað!!

Mega nota skotvopn í brýnni neyð InnlMyndin er úr safni.ent | mbl.is | 9.2.2015 | 16:14 Myndin er úr safni. Lögreglumenn mega aðeins beita skotvopni gegn manni þegar önnur úrræði eru ekki tiltæk og brýna nauðsyn ber til.

Þeir skulu reyna að takmarka þann skaða sem af notkun skotvopnsins hlýst, til dæmis með því að skjóta í fætur viðkomandi.

Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í regl­um um vald­beit­ingu lög­reglu­manna og meðferð og notk­un vald­beit­ing­ar­tækja og vopna sem þáver­andi dóms­málaráðherra setti árið 2009.

Leynd hef­ur hvílt yfir regl­un­um, en Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra ákvað í dag að birta þær.

Þar kem­ur meðal ann­ars fram að skot­vopni megi aðeins beita gegn manni þegar lög­reglumaður verst lífs­hættu­legri árás á sig eða þriðja aðila, til þess að yf­ir­buga og hand­taka af­brota­menn sem

telj­ast hættu­leg­ir lífi fólks eða ör­yggi rík­is­ins og koma í veg fyr­ir al­var­legt of­beldi gegn

fólki eða að veru­legu tjóni sé valdið á þjóðfé­lags­lega mik­il­væg­um hags­mun­um eða stofn­un­um, rekstri þeirra eða starf­semi.

 

Í ýtr­ustu neyð skal lög­reglumaður miða á stærsta hluta þess lík­ams­hluta sem hon­um er sýni­leg­ur.

Telji lög­reglumaður að því verði við komið og aðstæður leyfa án þess að skapa aukna hættu fyr­ir hann eða aðra, skal hann reyna að tak­marka þann skaða sem af notk­un skot­vopns­ins hlýst svo sem

með því að skjóta í fæt­ur viðkom­andi, seg­ir einnig í regl­un­um og er bætt við að hafi skot­vopni verið beitt skuli ávallt veita alla hugs­an­lega aðstoð eft­ir á.

Í regl­un­um eru til­greind­ar sex gerðir vopna sem lög­regla get­ur beitt, kylf­ur, úðavopn, gasvopn, hvell­vopn, skot­vopn og sprengi­vopn.

Strang­ar regl­ur gilda um beit­ingu hverr­ar gerðar.

Lög­reglumaður sem staðist hef­ur ár­legt hæfn­is­próf skal fá af­hent sér­stakt skot­vopna­skír­teini til staðfest­ing­ar á því að hann hafi heim­ild til að nota viðkom­andi skot­vopn.

Í skír­tein­inu skal til­greina nafn og per­sónu­upp­lýs­ing­ar ásamt upp­lýs­ing­um um þau skot­vopn sem

viðkom­andi hef­ur heim­ild til að nota og gild­is­tíma, að því er seg­ir í regl­un­um.

///////////////////Þetta virðist bara vel samið og bara mjög svo öruggt ef vel er æft,þetta er stórt skref til bóta fyrir okkur að vita svona fyrirfram svona áætlanir ,þjappar okkur saman við Lögreglu og það gott,og þeir eiga einnig aðvera opnari sjálfir ekki skemmir það,og við erum þessa vissir að Lögregla verður vandanum vaxin// Einnig á Rá550663ðherrann heiður skilið/Halli gamli 


mbl.is Mega nota skotvopn í brýnni neyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Halli. Vil bæta við þetta, að í mótmælum fyrir utan alþingi hefur mér oft sýnst að ungir lögreglumenn hafi verið í meirihluta, í fremstu víglínu. Og þar með hættulegustu. Eldri og valdameiri innan lögreglunnar hafa jafnvel verið víðs fjarri, og jafnvel vel varðir á fundi upp í Hvalfirði? Það þykir mér merkilegt, vegna þess að það þarf víst lögreglusamþykki fyrir mótmælum, og þeir ábyrgir lögregluyfirmenn verið meðvitaðir um hvað var á dagskrá.

Það kom fram hjá Kolfinnu Baldvinsdóttur, því hún ætlaði að fá leyfi fyrir mótmælum. Þá hafði Hörður Torfason fengið leyfi, og þess vegna fékk Kolfinna ekki leyfi? Hún sagðist ekki hafa vitað um það, að Hörður hefði einkaleyfi til að mótmæla?

Gott að ráðherrann er að opna á staðreyndir mála. Það er engu líkara en fyrri ráðherrar hafi ekki þorað að segja frá þessu? Af hverju? Hver stjórnaði þeirri þöggun, sem hefur valdið miklum óþarfa rifrildisumræðum og sundrung?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.2.2015 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1045718

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband