24.4.2009 | 22:29
Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun/segir Steingrímur Form.V.G.
Ég er hugsi yfir því hve fast ýmsir talsmenn Samfylkingarinnar sækja ESB-aðildarumsókn. Ég er þó alveg rólegur og lít á þetta sem taugaveiklun. Við í VG höfum áhuga á að samstarfið við Samfylkingu haldi áfram og tel ágætar líkur á að við getum sameinast um afstöðu til málsins, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG í formannaþætti RÚV
Umræðan um aðild að Evrópusambandinu og afstöðu flokkanna til aðildarumsóknar var fyrirferðarmikil í formannaþætti RÚV í kvöld. Formaður VG sagði sinn flokk hafa opnað á möguleikann á því, að undangengnu vönduðu ferli, að þjóðin kjósi um málið.
Formaður Samfylkingarinnar sagði nauðsynlegt að hefja aðildarviðræður strax.
Öðruvísi getur þjóðin ekki tekið afstöðu. Það er forgangsmál hjá okkur í Samfylkingunni að fara í ESB, sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Það er líklegt að VG og Samfylkingin nái saman um ESB. En það tekur tíma að komast þangað inn. Í millitíðinni þarf að grípa til aðgerða, það þarf að sinna þjóðinni, það er brýnt. Það gerum við ekki með ónýta krónu og 17% stýrivexti, sagði Þór Saari, talsmaður Borgarahreyfingarinnar.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sagði núverandi stjórnarflokka ekki geta náð saman um ESB nema annar hvor gæfi verulega eftir. Hann sagði ESB-aðild ekki þá töfralausn sem Samfylkingin boðaði. Auk þess væri mikil ágreiningur um málið meðal þjóðarinnar.
Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar gaf lítið fyrir umræðuna og sagði hana óábyrga. Fyrirfram mætti ekki hafna ESB-aðild.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sögðust báðir fylgjandi aðildarviðræðum en undir ströngum skilyrðum. Frjálslyndir hafa sett 5 skilyrði sem lúta að yfirráðum auðlinda landsins og Framsókn vill hefja aðildarviðræður á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs. Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum.///Þetta voru ágætar umræður,þó sumt væri óþarfa rölf ekkert,enn samt þær bestu sem við höfum horft á til þessa,margt gott kom fram sem áhugavert verður að vita hvað kemur fram eftir kosningar/vonandi að fólið sjái hvað þeim kemur best að kjósa eftir þetta,séðustu forvöð að ákveða sig kosning hefst 9,0 i fyrramálið/Maður ætlar ekki að vera með áróður meira komið nóg af því/skoðum málin á Mánudag/Kveðja Halli gamli
Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 1046607
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu viss um að Bjarni Ben hafi verið .arna ég varð ekkert var við hann?
Þorvaldur Guðmundsson, 24.4.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.