42 mál af 48 afgreidd á 100 dögum/samt ekkert gert fyrir heimilin i landinu!!!!

Innlent | mbl.is | 18.8.2009 | 11:50
Frá ríkisstjórnarfundi í morgunRíkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra hefur starfað í 100 daga. Á 100 daga áætluninni eru 48 mál og hafa 42 þegar verið afgreidd að mestu og flest þeirra sex sem útaf standa verða afgreidd innan tíðar, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinumálanna sem afgreidd hafa verið er samningur um lán til styrkingar gjaldeyrisforðanum við Norðurlandaþjóðirnar og viðræður við Rússland og Pólland eru á lokastigi.

Af 100 daga áætluninni hefur ekki verið gengið frá afgreiðslu stjórnar AGS á annarri endurskoðun áætlunar stjórnvalda og sjóðsins (fer fyrir stjórn sjóðsins á næstu vikum, Íslendingar hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins en afgreiðsla strandar á Icesave-samningunum).

Dregið úr gjaldeyrishöftum (áætlun um afnám hafta í áföngum hefur verið afgreidd í ríkisstjórn).

 Samningar til lausnar vegna eigenda krónubréfa (ákveðið að fara aðrar leiðir til samræmis við áætlun um afnám gjaldeyrishafta).

Endurfjármögnun og endurskipulagning sparisjóða (Vinnan í fullum gangi og mun ljúka á næstu vikum).

Frumvarp um bætt umhverfi sprota og nýsköpunarfyrirtækja lagt fram á Alþingi (Tvö samhliða frumvörp bíða haustþings, annars vegar sérlög um skattaívilnanir vegna fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og aukinna framlaga til rannsókna og þróunar og hins vegar breytingar á tekjuskattslögum).

Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar (aðeins verður um eina stöðu að ræða, ef að líkum lætur og hún auglýst um leið og endurfjármögnun Landsbanka er í höfn), að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.////Alþingi er að fara i sumarfrí,í einn mánuð eða svo og allt á vonarvöl/hvað er að þvi geta mennirnir ekki staðið vaktina og klárað,þetta sem eftir er/Vill ríkisstjórininn bara ráða ein og leysa málinn  á sínum forsendum/þetta gengur einfaldlega ekki,það verður allt Alþingi að gera þetta/Halli gamli


mbl.is 42 mál af 48 afgreidd á 100 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað viltu að verði gert "fyrir heimilin í landinu" sem ekki hefur verið gert?

Margir hrópa þessa klausu í sífellu, að ekkert hafi verið gert, en erfitt virðist fyrir fólk að svara því hvað það vill að verði gert. Svona fyrir utan það að fullyrðingin er auðvitað bara bull.

Kannski finnst fólki ekkert hafa verið gert fyrr en það verður flutt í tímavél aftur til ársins 2007. 

Arndís (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 13:05

2 identicon

Góð er þræls lundin...

Arndís spyr um hvað fólk vilji að sé gert. Þetta er nú bara spurning þess sem sér ekkert að fyrir allt of svörtum sólgleraugum.

Ja ætli það fyrsta snúi ekki að gengismálum og verðbólgu. Hin fullkomna vangeta ríkisstjórnarinnar í hagsstjórnarmálum er ágætlega endurspegluð í gengisvísitölunni sem hefur hækkað eins og sól að morgni frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda.

http://www.islandsbanki.is/fjarfestingar/markadir-og-visitolur/gjaldmidlar/greining-krossa/?g1=GVT&g2=ISK

---

Annað atriði sem fólk vill að ríkisstjórnin geri fyrir heimilin í landinu snýr svo að atvinnumálum og -möguleikum. Nú eru fyrirhugaðar uppsagnir af hinu opinbera, þeim hefur ekki fækkað gjaldþrotunum og hópuppsögnunum. Bankarnir eru enn óstarfhæfir og geta ekki sinnt fyrirtækjum landsins. Innkaup eru meira og minna allt saman staðgreiðsluinnkaup. Erlendir aðilar hafa engan áhuga á að fjárfesta á landinu.

Já! Þetta er sko allt á réttri leið ef maður óskar íslenskum heimilum hraðrar ferðar til helvítis!

---

Hið þriðja snýr væntanlega að húsnæðislánamálum. Ríkisstjórnin hefur boðað að ekkert skuli aðhafst í þeim málum. Heimilin skuli einfaldlega brenna og fólkið í landinu skuli gert að þrælum.

---

Það er alveg ljóst í mínum huga að ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt heimilum landsins til bjargar. Það hefur verið ílengt í sárum sumra en ef að ríkisstjórnin nær ekki tökum á genginu, atvinnumálum og lánamálum heimilanna er þessu bara sjálfhætt. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila á landinu blasir við. Gjaldþrot er heldur ekki verri kostur í dag heldur en 'skuldaaðlögun' því að gjaldþrota heimili mun hafa meira milli handanna til að kaupa mat og aðra dagneysluvöru heldur en þau heimili sem láta til leiðast að bera þessar miklu óverðskulduðu byrðar.

Kristinn (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað vill maður að gert verði fyrir þá sem eru að missa allt sitt,þetta er flest saklaust fólk sem tók lán,sem hafa hækkað margfalt og engin leið ut úr þessu fyrir fólkið,það verður að afskrifa mikið af þessu skuldum annað er ekki i stöðunni,Bankarnir mundi engu tapa þeir sitja bara uppi með allt klappið annars,svo er og með fyrirtækin sem berjast i bökkum,það veður að ger þar eitthvað lækka vexti og fleira,þessu er svo fljót svarað Arndís að það hálfa væri nóg/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.8.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Arndís, hvað hefur verið gert fyrir heimilin í landinu?

Jóhann Elíasson, 18.8.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1045709

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband