Stjórnarkreppa í landinu !!!!/hvað er til ráða ????

Stjórnarkreppa í landinu
Innlent | mbl | 5.10.2009 | 20:34

Bjarni Benediktsson á Alþingi í kvöld. Á Íslandi er ekki aðeins efnahagskreppa, heldur einnig stjórnarkreppa. Á þetta lagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins áherslu í ræðu sinni á Alþingi í kvöld, þar sem rætt er um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hann að ríkisstjórnin væri ekki starfi sínu vaxin

Bjarni sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn muni innan skamms leggja fram nýjar tillögur í efnahagsmálum, sem muni leiða þjóðina út úr kreppunni, nái þær fram að ganga. Bjarni sagði að með tillögunum vildi Sjálfstæðisflokkurinn tefla fram metnaðarfullum valkosti á móti metnaðarlausum fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að skattahækkanir þær og niðurskurður sem þar væri mælt fyrir um væru ekkert annað en gróf aðför að heimilunum í landinu og myndi dýpka kreppuna.

„Ríkisstjórnin ætlar sér að ráðast í mestu skattahækkanir Íslandssögunnar," sagði Bjarni. „Okkar leið mun bæta afkomu ríkissjóðs um allt að 80 milljarða króna strax á næsta ári," bætti hann við.

Sagði hann að málið þyrfti ekki að vera flókið. Sjálfstæðismenn hefðu alltaf haldið því fram að með því að framleiða verðmæti og tryggja fólki atvinnu væri hægt að vinna sig út úr kreppunni. „Við viljum ryðja úr vegi hindrunum fyrir nýfjárfestingum í orkuiðnaði og ksapa þannig þúsundir nýrra starfa," sagði Bjarni. Hann sagði Sjálfstæðismenn hafna því að hægt sé að skattleggja þjóðina út úr kreppunni. Þá sagði hann að skoða þyrfti ítarlega að breyta skattlagningunni á lífeyrisgreiðslur og þann möguleika þyrfti að ræða við aðila vinnumarkaðarins. Átti hann þar við tímabundna skattlagningu á inngreiðslum í það kerfi.

Þá sagði Bjarni að flatur niðurskurður í velferðarkerfinu, eins og mælt væri fyrir um í fjárlagafrumvarpinu, væri stórhættulegur. Sjálfstæðismenn vilji hámarkshagræðingu til þess að viðhalda þjónustustiginu.

Þá sagði hann að fyrst núna væri ríkisstjórnin að átta sig á því að almenn lækkun á greiðslubyrði heimilanna væri nauðsynleg. Því hafi Sjálfstæðismenn haldið fram síðan í sumar. ,,Þá er ríkisstjórnin að átta sig fyrst núna og virðist ætla að gera of lítið."   

Þá sagði Bjarni að sjálfstæðismenn teldu raunhæft að afnema gjaldeyrishöftin strax og lækka stýrivexti myndarlega.  Bjarni sendi Alþjóðagjaldeyrissjóðnum einnig kaldar kveðjur og sagði að endurskoða þyrfti áætlunina með sjóðnum.

„Er það ekki rétt munað að þetta hafi snúist um að við ættum að fá lán? En við fáum engin lán. Sjóðurinn hafnar því að veita lán og vísar í Icesave deiluna," sagði Bjarni. Hann vitnaði til fjármálaráðherra frá því fyrir ári síðan, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann sagði það ekkert annað en fjárkúgun, ef fyrirgreiðsla sjóðsins væri tengd Icesave málinu. „Er Steingrímur J. Sigfússon ekki staddur í miðri matröðinni? Eða hefur hann skipt um skoðun?" spurði Bjarni.///þetta mjög svo skelegg ræða og góð,en það verður að fylgja þessu eftir,og gera hlutina,komma strax með að' sem gera Þarf og láta okkur sem viljum breyta þessari bölmoðsríkistjórn i að gera eitthvað til að koma hjólunum af stað,þetta lofar góðu en verur að framfylgja og  það fljótt,áður en þessari stjórn tekst að ger  okkur gjaldþrota alveg/Halli gamli


mbl.is Stjórnarkreppa í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1045676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband