Innlent | mbl.is | 18.11.2009 | 9:30

atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi.
Kyn og völd er fyrsta verkefnið þar sem valdastöður í stjórnmálum og atvinnulífi í norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðum eru kortlagðar og bornar saman, að því er segir í tilkynningu frá Norðurlandaráði.
Tuttugu fræðimenn hafa rannsakað þróunina á undanförnum 15 árum og lagt mat á aðgerðir sem gripið hefur verið til í jafnréttismálum. Norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin, NIKK, sá um framkvæmd rannsóknarinnar að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Niðurstöðurnar verða kynntar á ráðstefnu í Reykjavík í dag og á morgun.
Kynjajafvægi á þjóðþingum Ísland, Finnlands og Svíþjóðar
Ef miðað er við að kynjajafnvægi sé náð með 40-60% þátttöku hvors kyns má segja að það hafi tekist á þjóðþingum Finnlands, Íslands og Svíþjóðar. Í Danmörku og í Noregi er hlutur kvenna tæplega 40%.Fjöldi þingkvenna hefur aukist frá miðjum 10. áratug síðustu aldar í öllum ríkjunum nema Noregi en þar er fjöldi þeirra svipaður og áður, segir Kirsti Niskanen, rannsóknarstjóri hjá NIKK, í tilkynningu.
Í Danmörku hefur hlutur kvenna aukist hægt, í Finnlandi og Svíþjóð nokkuð hraðar en á Íslandi tók hann greinilegan kipp úr 25 í 43 af hundraði. Í Noregi og Svíþjóð er stjórnmálaflokkum frjálst að setja kynjakvóta á framboðslista og hafa þeir haft í för með sér að konum hefur fjölgað í stjórnmálum.Í Finnlandi eru persónukosningar, en fólk hefur verið hvatt til að kjósa konur og hefur það skilað góðum árangri.
Jafn margar konur og karlar í ríkisstjórn Íslands
Í norrænum ríkisstjórnum er tiltölulega jafnt hlutfall kynja. Aðeins í Finnlandi eru konur í meirihluta í ríkisstjórn (60% konur og 40% karlar) en í Noregi og á Íslandi eru jafn margar konur og karlar í ráðherrasætum. Í sænsku og dönsku ríkisstjórnunum eru rúmlega 40% konur. Enn er þó áberandi að konur og karlar beita sér á ólíkum sviðum stjórnmálanna, þrátt fyrir að dæmi séu um að konur hafi haslað sér völl á hefðbundnum karlasviðum eins og fjármálum, utanríkis- og varnarmálum á undanförnum 15 árum.
Mestur árangur hefur náðst í áberandi embættum þar sem fylgst er vel með. Í sveitarstjórnum er ekki lögð jafn mikil áhersla á jafnréttismál og því er hlutur kvenna þar rýrari en í landsmálapólitíkinni. Aðeins í Svíþjóð má segja að náðst hafi kynjajafnvægi í sveitarstjórnum en þar eru konur 42% fulltrúa. Finnar, Íslendingar og Norðmenn nálgast 40% mörkin en aðeins fjórði hver fulltrúi í dönskum sveitarstjórnum er kona.
Ef við skoðum stjórnir sveitarfélaganna er útkoman enn verri, segir Kirsti Niskanen. Í Danmörku eru aðeins 7% borgarstjóra konur. Hlutur finnskra og íslenskra kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist um 10 af hundraði frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar, úr 20% í 27% en á sama tíma hefur konum aðeins fjölgað úr 16% í 23% í Noregi. Í Svíþjóð hefur hlutur kvenna verið um 30 % síðan um miðjan tíunda áratuginn.
Konur í stjórnum einkafyrirtækja fjölgar hægt
Í atvinnulífi hefur ekki orðið vart við sams konar breytingar og í stjórnmálunum. Fræðimennirnir báru saman valdakerfi í fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöll og ríkisfyrirtækjum og komust að því að atvinnulífið er enn sem fyrr vígi karla með örfáum undantekningum.
Hlutur kvenna í stjórnum einkafyrirtækja á Norðurlöndum er á bilinu 7-36%. Kynjajafnvægi er meira hjá ríkisfyrirtækjum þar sem þau lúta yfirleitt ákvæðum jafnréttislaga um jafnan hlut kynjanna. Noregur sker sig greinilega úr en þar hafa verið settir kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Kvótarnir fela í sér að í stjórnum fyrirtækja eiga að vera að minnsta kosti 40% konur og karlar.
Fjöldi kvenna í stjórnum allra fyrirtækja í kauphöllinni í Ósló (bæði norskra og erlendra fyrirtækja) hefur því aukist að meðaltali úr 9% í 2004 í 26% á árinu 2009. Í Svíþjóð hefur konum fjölgað úr 4% um síðustu aldamót í 19%. Fjölgunina í Svíþjóð má skýra með umræðu sem leiddi til þess að kauphöllin setti reglur sem kveða á um jöfn hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja.
Í hinum löndunum hafa slíkar breytingar ekki verið gerðar. Þó eru næstum eingöngu karlar í stjórnum einkafyrirtækja, jafnvel í þeim löndum þar sem hlutur kvenna hefur almennt aukist. Háttsettar konur er einkum að finna í fjármála- og fyrirtækjaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Í sænskum fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni er hlutur kvenna meiri í stjórnum fyrirtækja með hátt gildi verðbréfa en minni hjá fyrirtækjum þar sem gildi verðbréfa er lægra. ////en og aftur er þetta á dagkrá og kemur alltaf með jöfnu tímabili,þessi mél er búið að ræða mikið og þetta er löngu komið i öfgar,maður sér ekki að þetta hafi þann tilgang sem þetta þras gefur,þetta á eingöngu að sé með hæfni og dugnað ekkert með kyn gera!!auðvitað að ábara hæfðasta fólkið að kom i þau okkar störf hverju sinni,en ekki bara kona vegna kyns,þessi áróður var þarfur einu sinni en hefur lagsat og á að gera það á þessum forsendum ekki öðrum/konur eru 50% af okkar og þær hljóta að geta komið að borði þarna og notað skinsemina ,eins og við kallar eigum að gera einnig/Halli gamli
![]() |
Atvinnulífið eftirbátur þegar kemur að jafnrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.