Woods flúði reiða eiginkonu/ svon var þá i pottin búið ??????

Woods flúði reiða eiginkonu
Veröld/Fólk | mbl.is | 29.11.2009 | 13:37

Tiger Woods og Elin Nordegren í október sl. Fullyrt er í bandarískum og breskum fjölmiðlum, að kylfingurinn Tiger Woods hafi verið að flýja reiði eiginkonu sinnar þegar hann settist inn í bíl sinn á aðfaranótt föstudags og ók fyrst á brunahana og síðan á tré.

Woods lokaðist inni í bílnum, nýjum  Cadillac Escalade, og þurfti eiginkonan, Elin Nordegren, að brjóta rúðu á bílnum með golfkylfu, til að losa Woods. Lögregla og sjúkralið kom á staðinn og var Woods fluttur á sjúkrahús með skrámur í andliti. Lögreglan segir, að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis en kringumstæðurnar hafi verið óvenjulegar.

Fram kemur í breska blaðinu Sunday Times, að vangaveltur hafi verið um það undanfarið, að erfiðleikar væru í hjónabandi Woods, sem er 33 ára, og Nordegren, sem er 29 ára, Í nýlegri grein í slúðurblaðinu National Enquirer var Woods bendlaður við Rachel Uchitel, 34 ára gamla konu sem starfar á næturklúbbi. Mark Steinberg, fjölmiðlafulltrúi Woods, vísaði þessum fréttum á bug um helgina og Uchitel, sem hefur verið umsetin fréttamönnum síðustu daga, sagði einnig að þessar fréttir væri algerlega rangar.

Blaðið segist hins vegar standa við greinina og segir að Woods og Uchitel hafi verið saman nýlega í Ástralíu þar sem Woods tók þátt í golfmóti.  

Slúðurfréttavefurinn TMZ segir, að Nordegren hafi viljað ræða við mann sinn um þessar fréttir aðfaranótt föstudagsins. Þau hafi lent í hörðum deilum og á endanum hafi Woods lagt á flótta í bílnum. Nordegreen hafi elt bílinn með reidda golfkylfi. Hafi hún barið bílinn utan með kylfunni. 

Tilkynnt var til lögreglu um óhappið klukkan 2:29 að staðartíma aðfaranótt föstudags. Var Woods þá sagður meðvitundarlaus.  Fimm mínútum síðar kom önnur tilkynning þar sem sagði að Woods andaði. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum. 

Woods og Nordegen giftu sig árið 2004. Þau eiga tvö börn, 2 ára stúlku og hálfs árs gamlan dreng. //svona er að að vera frægur,og reyndar þarf ekki til,sögurnar ganga sannar og ósannar ,en eru meira krassandi ef fólkið er frægt og ríkt!!! þetta hlýtur allt að skírast en menn hafa jú reiðast og vel það,og eru mannlegir þrátt fyrir frægð og frama/Halli gamli


mbl.is Woods flúði reiða eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún lét kylfu ráða kasti og fór holu í höggi á hausnum á Wood. Þetta er ekta Norræn valkyrja.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1045799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband